DROPS / 148 / 11

Jodi by DROPS Design

Prjónaður DROPS toppur úr ”Cotton Light” með stuttum ermum, gatamynstri og garðaprjóni. Stærð S - XXXL.

DROPS 148-11
DROPS Design: Mynstur nr cl-018
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio
300-300-350-350-400-450 gr litur nr 25, ljós fjólugrár

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða sú stærð sem þarf til að 21 l og 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm og 21 l og 42 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm. Að 17 l í mynstri eftir teikningu A.2 verði 10 cm á breiddina.
DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 3,5 – fyrir stroff og gatamynstur neðst niðri á fram- og bakstykki.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (55)

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1980kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna):
* 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2.

ÚTAUKNING:
Aukið er út um 1 l með því að prjóna 2 l í sömu l.

ÚRTAKA (á við um úrtöku við ermar):
Allar úrtökur eru gerðar frá réttu!
Fellið af á undan prjónamerki og á undan kantlykkju þannig: Prjónið 2 l slétt saman.
Fellið af á eftir prjónamerki og á eftir kantlykkju þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Fitjið upp 156-174-192-216-240-264 l á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Light. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú stroff (= 3 l sl, 3 l br). Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónað mynstur eftir teikningu A.1. Þegar stykkið mælist ca 21-22-23-24-25-26 cm (endið eftir 1 umf með gati), prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 8-10-12-14-14-14 l jafnt yfir = 148-164-180-202-226-250 l. Prjónið 1 umf brugðið, 1 umf slétt og 1 umf brugðið. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-36-36-42-42-42 l jafnt yfir = 120-128-144-160-184-208 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið áfram eftir mynstri A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 28-36-36-42-42-44 l jafnt yfir = 148-164-180-202-226-252 l. Prjónið 1 umf brugðið. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf og 1 prjónamerki eftir 74-82-90-101-113-126 l (= hliðar) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið GARÐAPRJÓN í hring á hringprjóna – sjá skýringu að ofan.
Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – SJÁ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 6 og 9 cm = 160-176-192-214-238-264 l. Þegar stykkið mælist 10 cm – passið uppá að næsta umf er brugðin umf, fellið af 8-10-12-16-20-24 l á hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 4-5-6-8-10-12 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 72-78-84-91-99-108 l eftir á fram- og bakstykki.

BAKSTYKKI:
= 72-78-84-91-99-108 l. Byrjið á sl frá réttu og fellið af í byrjun umf á hvorri hlið þannig: Fellið af 2 l 1-1-2-2-2-2 sinnum á hvorri hlið = 68-74-76-83-91-100 l, klippið frá.
Prjónið nú inn ermakúpur á bakstykki (1. umf = rétta) þannig:
Fitjið upp 30-30-32-34-36-38 l á prjón, setjið 1 prjónamerki, prjónið 68-74-76-83-91-100 l frá bakstykki, setjið 1 prjónamerki og fitjið upp 30-30-32-34-36-38 l á prjóninn = 128-134-140-151-163-176 l.
Haldið áfram með garðaprjón fram og til baka á hringprjóna nr 4. JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu byrjar úrtaka þannig – LESIÐ ÚRTAKA:

Fellið af 1 l í byrjun og enda umf innan við 1 kantlykkju: Fellið af í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 12-12-13-13-14-14 sinnum.

Fellið af JAFNFRAMT á hvorri hlið við ermar (þ.e.a.s. á undan fyrsta prjónamerki og á eftir öðru prjónamerki séð frá réttu): Fellið af í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu): Fellið af 1 l alls 12-12-13-13-14-14 sinnum.

Fellið af JAFNFRAMT á hvorri hlið inn við bakstykki (þ.e.a.s. á eftir fyrsta prjónamerki og á undan öðru prjónamerki séð frá réttu): Fellið af í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu): Fellið af 1 l alls 0-2-2-4-7-9 sinnum.

HÁLSMÁL:
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm er fellt af miðju 34-34-36-37-37-38 l frá réttu fyrir hálsmál og hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig.

HÆGRI ÖXL:
Haldið áfram með úrtöku við ermakúpu eins og áður. Eftir síðustu úrtöku eru 23-24-24-27-28-32 l eftir á prjóni (þ.e.a.s. 17-18-18-19-20-22 l á öxl + 6-6-6-8-8-10 l eftir efst á ermakúpu). Prjónið 1 umf slétt frá röngu og setjið síðustu 6-6-6-8-8-10 l af ermakúpu á 1 band. Haldið áfram með garðaprjón fram og til baka yfir 17-18-18-19-20-22 l á öxl JAFNFRAMT eru l frá ermakúpu prjónaðar saman með l á prjóni þannig: Prjónið 1 umf slétt frá réttu þar til 1 l er eftir á vinstri prjóni, setjið síðustu l á hægri prjón án þess að prjóna hana, setjið til baka fyrstu og aðra l af bandi á vinstri prjón, steypið óprjónuðu l af hægri prjón aftur til baka á vinstri prjón og prjónið þessar 3 l slétt saman, snúið við, herðið á bandi og prjónið 1 umf slétt frá röngu, * prjónið 1 umf slétt frá réttu þar til 1 l er eftir á vinstri prjóni, setjið síðustu l á hægri prjón án þess að prjóna hana, setjið til baka næstu l af bandi á vinstri prjón, steypið óprjónuðu l af hægri prjóni til baka yfir á vinstri prjón og prjónið þessar 2 l slétt saman, snúið við, herðið á bandi og prjónið 1 umf slétt frá röngu *, endurtakið þessar 2 umf frá *-* þar til allar l af bandi hafa verið prjónaðar saman með síðustu l á prjóni, fellið laust af. Berustykkið mælist ca 25-26-27-28-29-30 cm frá prjónamerki og allur toppurinn mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm.

VINSTRI ÖXL:
Prjónið eins og hægri öxl en eftir síðustu úrtöku eru síðustu 6-6-6-8-8-10 l fyrir ermakúpu settar á 1 band. Byrjið frá röngu og prjónið 1 umf slétt þar til 1 l er eftir á vinstri prjón, setjið síðustu l yfir á hægri prjón án þess að prjóna þær, setjið til baka fyrstu og aðra l af bandi yfir á vinstri prjón, steypið óprjónuðu l á hægri prjóni yfir á vinstri prjón og prjónið þessar 3 l slétt saman, snúið við, herðið á bandi og prjónið 1 umf slétt frá réttu, endurtakið síðan þessar 2 umf frá *-* eins og á hægri öxl (en með byrjun frá röngu) þar til allar l af bandi hafa verið prjónaðar saman með síðustu l á prjóni, fellið laust af.

FRAMSTYKKI:
= 72-78-84-91-99-108 l. Prjónið eins og bakstykki og fitjið upp fyrir ermakúpur á hvorri hlið eins og á bakstykki = 128-134-140-151-163-176 l. Fellið nú af á framstykki og á ermakúpum eins og á bakstykki en þegar stykkið mælist 40-42-44-46-48-50 cm er fellt af miðju 34-34-36-37-37-38 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með úrtöku og prjónið síðan hægri og vinstri öxl á bakstykki. Berustykkið mælist ca 25-26-27-28-29-30 cm frá prjónamerki og allt stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm.

FRÁGANGUR:
Saumið axlarsaumana og niður meðfram ermakúpum – saumið yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 22.08.2014
TOPPUR (nýr texti)... = 120-128-144-160-184-208 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið áfram eftir mynstri A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað... – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið GARÐAPRJÓN í hring á hringprjóna – sjá skýringu að ofan.

Mynstur

= sl
= br
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l
= 2 l slétt saman
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir


Carine 06.06.2015 - 16:47:

Is niet mooi wanneer af is Valt veel groter uit zelfs na proeflapje Is precies een zak jammer

Lisa 01.06.2015 - 16:31:

I have knit up several tops in the medium size. I am trying to make sure I select the correct size for me. I am normally a Medium, But the bust size for this pattern seams small for a medium. Would I select the larger size according to the finished bust size? or would that turn out to be too big because the top would stretch out?

DROPS Design 01.06.2015 kl. 16:37:

Dear Lisa, you will find at the bottom of the pattern a measurement chart with all measurements in cm taken flat from side to side. Compare these to a similar garment you have and like the shape to find out the matching size, depending also on how many tight/loose you prefer. convert here cm into inch. Happy knitting!

Carine 01.06.2015 - 16:29:

Graag antwoord op mijn vorige vraag

Carine 30.05.2015 - 12:38:

Bij afwerking staat bovenkant mouw naar beneden langs mouwkop dichtnaaien maar niks uitleg over onderkant en oksel is toch niet bedoeling dat er daar open gat is

DROPS Design 03.06.2015 kl. 14:14:

Hoi Carina. Je sluit de schoudernaad tot over de mouwen (bovenkant van de mouw), de opening, die je dan onder krijgt is het armsgat. Zie ook foto - het is een hele korte mouw, hij loopt niet door onder de oksel.

Carine 29.05.2015 - 07:27:

Nu begrijp ik om de hoeveel naalden minderen maar is het nu voor of na de 1e en 2 e markeerder want uitleg verschilt per taal graag antwoord want raak zo niet verder

DROPS Design 29.05.2015 kl. 12:54:

Hoi Carine. Je meerdert voor 1e markeerder en na 2e markeerder gezien aan goede kant - hetzelfde staat in het originele Noorse patroon en in het Engelse.

Carine 28.05.2015 - 18:01:

Sorry begrijp nog steeds niet... Dus minderen aan goede kant om de 4 nld?? Wat ook niet klopt is nederlandse beschrijving er staat minderen na markeerder en in andere talen voor markeerder.. Wat is ht eigenlijk???

DROPS Design 29.05.2015 kl. 12:55:

Zie antwoord hierboven

Carine 28.05.2015 - 15:45:

Er staat voor de mouwen minder om de 4 nld 12 x 1 steek maar tss haakjes staat om de naald?? Is het om de 4 nld of om de 2 nld ??

DROPS Design 28.05.2015 kl. 15:54:

Hoi Carine. Om de naald op de goede kant is elke 4e nld (verkeerde kant, goede kant (1e keer), verkeerde kant, goede kant (2e keer).

Carlne 27.05.2015 - 07:07:

Kun je deze ook met gewone naalden breien ipv rondbreinaald?

DROPS Design 27.05.2015 kl. 14:40:

Hoi Carine. Je kan het patroon aanpassen in voor- en achterpand en heen en weer breien.

Debbi Darling 07.11.2014 - 13:36:

So I am still waiting your answer from June.

DROPS Design 07.11.2014 kl. 15:35:

Dear Mrs Darling, a correction has been made to this pattern so that you change to needle size 4 mm / US 6 to work A.2. See tab "correction" to print only the corrected part. Happy knitting!

Debbi Darling 24.06.2014 - 17:48:

The first part of the top is done using size us4 needle for chart a.1 - the pattern asks us to get gauge for A.2 on size us 6 needles (i got gauge with a us 5) -when we switch from chart a.1 to a.2, the instructions do not tell me to change my needle. what size needle do I use for chart a.2? thanks!

DROPS Design 24.06.2014 kl. 18:37:

We'll come back as soon as possible to answer you - see below. Thank you for your patience.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 148-11

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.