DROPS / 148 / 10

Tessa by DROPS Design

Prjónuð DROPS tunika úr ”Muskat”. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur nr r-627
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni: DROPS MUSKAT frá Garnstudio
Nr 29, bleikfjólublár:
450-450-500-550-600-650 gr

DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4,5 (80 cm) – eða sú stærð sem þarf til að 20 l og 26 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm (ca 38 umf með garðaprjóni verði 10 cm á hæðina).
DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – fyrir heklaðan lista.
DROPS PERLUTALA NR 521(15 mm): 3 stk í allar stærðir.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (12)

100% Bómull
frá 506.00 kr /50g
DROPS Muskat uni colour DROPS Muskat uni colour 506.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4554kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna):
* 1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

ÚRTAKA 1 (á við um úrtöku á hliðum á fram- og bakstykki):
Fellt er af 1 l á hvorri hlið við prjónamerki á hvorri hlið á fram- og bakstykki (1. og 4. prjónamerki).
Fellið af á eftir prjónamerk þannig: (Prjónamerki), prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
Fellið af á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 2 l slétt saman, 1 l sl, (prjónamerki).

ÚRTAKA 2 (á við um fram- og bakstykki):
Fellt er af 2 l á fram- og bakstykki þannig:
Eftir 2./5. prjónamerki: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir = 1 l færri.
Eftir 3./6. prjónamerki: Prjónið sl þar til 2 l eru eftir á undan 3./6. prjónamerki, prjónið næstu 2 l slétt saman = 1 l færri.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 l á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 l sl, sláið uppá prjóninn.
Aukið út um 1 l á undan prjónamerki þannig: Prjónið sl þar til 1 l er eftir á undan prjónamerki, sláið uppá prjóninn, 1 l sl.
Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir gat.

LASKAÚRTAKA:
Fellt er af við hvert prjónamerki: Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn, prjónið næstu 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er á milli þessa 2 l), * takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir *, sláið uppá prjóninn, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar = 1 l færri og 1 uppsláttur hvoru megin við prjónamerki.
--------------------------------------------------------

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á prjóna. Fitjið upp 212-228-244-264-288-312 l á hringprjóna nr 4,5 með Muskat. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan – umf hringinn. Prjónið alls 6 umf með garðaprjón, prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist 4 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Setjið nú 6 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið 1 prjónamerkið í byrjun umf (= 1. prjónamerki), 1 prjónamerki eftir 30-32-34-36-38-40 l (= 2. prjónamerki), 1 prjónamerki eftir 46-50-54-60-68-76 l (= 3. prjónamerki), 1 prjónamerki eftir 30-32-34-36-38-40 l (= 4. prjónamerki), 1 prjónamerki eftir 30-32-34-36-38-40 l (= 5. prjónamerki), 1 prjónamerki eftir 46-50-54-60-68-76 l (= 6. prjónamerki). Látið prjónamerkin fylgja áfram með stykkinu.
Í næstu umf er fækkað um 1 l á hvoru megin við hvert prjónamerki á hliðum á fram- og bakstykki – SJÁ ÚRTAKA 1 og 2 l á fram- og bakstykki – SJÁ ÚRTAKA 2 = alls 8 l færri í umf. Endurtakið úrtöku með 3-3-3½-3½-4-4 cm milliblili 7 sinnum til viðbótar (alls 8 úrtökur) = 148-164-180-200-224-248 l á prjóni. Fjarlægið 4 prjónamerki á framst/bakst (2. , 3., 5., og 6. prjónamerki), það verður þá 1 prjónamerki eftir á hvorri hlið á fram- og bakstykki (74-82-90-100-112-124 l á framst/bakst). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM.
Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm. Í næstu umf er aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki – SJÁ ÚTAUKNING = 4 útauknar l í umf. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili 4 sinnum til viðbótar (alls 5 útaukningar) – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm er prjónað garðaprjón yfir allar l. Þegar útaukningum er lokið verða 168-184-200-220-244-268 l á prjóni ( 84-92-100-110-122-134 l á framst/bakst).
Haldið áfram með garðaprjón þar til stykkið mælist 45-46-47-48-49-50 cm. Í næstu umf sem prjónuð er brugðin er fellt af 4-5-6-7-8-9 l hvoru megin við hvert prjónamerki fyrir handveg (8-10-12-14-16-18 l færri á hvorri hlið) = 76-82-88-96-106-116 l eftir á framst/bakst. Klippið frá.

LASKAÚRTAKA:
Prjónið nú búkinn fram og til baka þannig: Setjið fyrstu 38-41-44-48-53-58 l á prjóni á band (= vinstra framstykki), prjónið næstu 38-41-44-48-53-58 l (= hægra framstykki), fitjið upp 44-46-48-50-56-66 l fyrir ermi, prjónið næstu 76-82-88-96-106-116 l (= bakstykki), fitjið upp 44-46-48-50-56-66 l fyrir ermi, prjónið 38-41-44-48-53-58 l af bandi frá vinstra framstykki = 240-256-272-292-324-364 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í skiptinguna á milli framst/ermi/bakst/ermi/framst =alls 4 prjónamerki, látið þau fylgja með stykkinu. Prjónið nú 3 umf slétt (= 4 umf alls). Í næstu umf frá réttu byrjar LASKAÚRTAKA – sjá skýringu að ofan = alls 8 l færri í umf. Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf 15-16-17-17-18-18 sinnum til viðbótar( alls 16-17-18-18-19-19 sinnum), síðan í annarri hverri umf alls 1-1-1-2-4-9 sinnum (alls 17-18-19-20-23-28 úrtökur) = 104-112-120-132-140-140 l á prjóni.
Eftir síðustu úrtöku er prjónuð 1 umf slétt frá röngu. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 1 l sl * sláið uppá prjóninn, prjónið næstu 2 l slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið með að slá uppá prjóninn og 1 l sl. Prjónið nú 3 umf slétt. Í næstu umf frá réttu er fellt af allar l. Stykkið mælist ca 67-69-71-73-76-80 cm.

HEKLAÐUR LISTI:
Heklið lista meðfram opinu við miðju að framan með heklunál nr 4,5 þannig: Heklið frá réttu 1 kl í horninu á vinstra framstykki, 1 ll, * 1 fl í 1. umf, hoppið yfir næstu umf *, endurtakið frá *-*(= 1 fl yfir 2 umf með garðaprjóni) meðfram kantinum á vinstra og hægra framstykki – heklið 3 ll-umf fyrir tölur (með því að hekla ll í ca 3 cm) jafnt yfir á hægra framstykki, síðasta ll-umf á að vera ca 3 cm frá efstu brún í hálsmáli. Saumið tölurnar á vinstra framstykki, ca 1 cm inn frá miðju að framan.

Mynstur


Μαρία 01.04.2014 - 08:28:

Good morning! I was amazed by the drawings and detailed instructions given, but I find it difficult to katanoiso.Tha like if you are easy to send to my Greek language. Thank you!

DROPS Design 01.04.2014 kl. 09:05:

Dear Μαρία, our patterns are not available in Greek, please contact your Drops store if you have any question or for individual help. Happy knitting!

Laudico 28.01.2013 - 10:22:

Pourquoi tous vos modèle il faut des aiguilles circulaires

DROPS Design 28.01.2013 kl. 10:40:

Bonjour Madame Laudico, beaucoup de nos modèles se tricotent effectivement en rond (ou en allers retours) sur aiguille circulaire, vous évitez ainsi notamment les coutures. N'hésitez pas à consultez nos vidéos pour apprendre à utiliser les aiguilles circulaires. Beaucoup hésitent et les adoptent finalement. Bon tricot !

Bente 14.01.2013 - 09:21:

Så elegant, denne har jeg skyndt mig at tilføje til mine favoritter!

Janneke 06.01.2013 - 16:05:

Heel mooi model, prachtige hals. Zou hem zelf wel wat korter maken. Maarverder: top!

Diana Ritter 02.01.2013 - 20:06:

Das model gefällt außerordentlich gut

J.Jaitnerová 30.12.2012 - 14:32:

Velmi hezké

Meri 15.12.2012 - 07:38:

Tyylikäs yksinkertainen tunika

Wahlgrenis 14.12.2012 - 16:00:

Ornella

F Schilstra 13.12.2012 - 13:43:

Deze zit keurig!vooral ook bij de schouders!.mooi. inhet rood of zwart MET EEN GOUDDRAADJE AAN DE HALS ,dan heeft u een kerstjurkje!!

Elisabetta 12.12.2012 - 14:11:

Eleganza della semplicità!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 148-10

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.