Shirley skrifaði:
Orchid yarn available in Canada?
25.03.2025 - 13:29DROPS Design svaraði:
Dear Shirley, please find the list of stores shipping to Canada here. Happy crocheting!
26.03.2025 - 07:42
Lilou skrifaði:
Bonjour\r\nDommage que vous ne fournissiez plus les catalogues, pour ce modèle, 8 pages à imprimer.!!... je renonce
18.03.2025 - 08:45
Beach Dream Top |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Muskat. Stykkið er heklað neðan frá og upp með stuðlum og fastalykkjum með litlum hekluðum ferningum / ömmuferningum. Stærð S - XXXL.
DROPS 257-33 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Munið eftir að mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri þegar heklað er frá röngu. LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju / hálfur stuðull / stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Hver umferð með fastalykkjum byrjar með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur í stað fyrstu fastalykkju. Í lok umferðar er heklað með 1 keðjulykkju í þessa loftlykkju. Hver umferð með hálfum stuðlum byrjar með 2 loftlykkjur, þessar 2 loftlykkjur koma í stað fyrsta hálfa stuðul. Í lok umferðar er hekluð 1 keðjulykkja í 2. loftlykkju frá byrjun umferðar. Hver umferð með stuðlum byrjar með 3 loftlykkjur, þessar 3 loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðul. Í lok umferðar er hekluð 1 keðjulykkja í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til að reikna út hvernig auka á út jafnt yfir, teljið lykkjufjöldann sem auka á út yfir (t.d. 131 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 21,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að hekla 2 stuðla í ca 22. hverja lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru ferningarnir heklaðir og saumaðir saman í lengju / hring. Síðan er heklað í hring meðfram annarri hlið á hringnum, upp á við fyrir sjálfan toppinn, en til að ná fram réttu áferðinni er heklað í hring til skiptist frá réttu og frá röngu. Í lokin er heklað í hring meðfram hinni hliðinni á hringnum, niður á við að kanti. FERNINGAR: Notið heklunál 4 og DROPS Muskat. Heklið í hring eftir mynsturteikningu A.1. Klippið og festið þráðinn. Heklið alls 12-14-15-17-19-21 ferninga. FRÁGANGUR FERNINGAR: Passið uppá að allir ferningarnir liggi með réttuna út. Saumið ferningana saman einn og einn þannig að þeir myndi langa lengju – saumið 1 spor í hverja lykkju. Lengdin á lengjunni á að jafngilda máli á toppi að neðan = ca 72-84-90-102-114-126 cm. Í lokin er fyrsti og síðasti ferningurinn á lengjunni saumaður saman, þannig að ferningarnir mynda hring. Nú á að hekla toppinn áfram í hring meðfram efri hlið á hringnum með ferningunum og upp að handvegi. TOPPUR: Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í saumnum á milli 2 ferninga (þessi byrjun skilgreinir aðra hliðina á toppnum), lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 131-151-161-183-205-227 fastalykkjur meðfram kanti á hring – lykkjurnar skiptast þannig: Heklið 1 fastalykkju í sauminn á milli hverra ferninga og 10 fastalykkjur meðfram hverjum ferningi (þ.e.a.s. meðfram 1 ferningi eru heklaðar 2 fastalykkjur um hornbogann, 3 fastalykkjur um hvorn af næstu 2 loftlykkjubogum og 2 fastalykkjur um hornbogann), en til að lykkjufjöldinn gangi jafnt upp verður að hekla 1 fastalykkju færri yfir 1-3-4-4-4-4 ferninga jafnt yfir. Nú er heklað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og heklið frá réttu þannig: Heklið A.2A í fyrstu lykkju, heklið A.2B umferðina hringinn. Haldið svona áfram með mynstur og athugið vel að eftir 2. umferð er stykkinu snúið þannig að síðasta umferð í A.2 er hekluð frá röngu. Þegar A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið þannig: Heklið A.3A í fyrstu lykkju, heklið A.3B umferðina hringinn. Haldið svona áfram með mynstur, til skiptis 1 umferð fastalykkjur frá réttu og 1 umferð stuðlar frá röngu. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu! Jafnframt í 2. umferð með stuðlum í A.3 er aukið út um 6-4-6-4-4-4 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Heklið 5 umferðir án útaukningar. Í næstu umferð með stuðlum er aukið út um 6-4-6-4-4-4 lykkjur jafnt yfir = 143-159-173-191-213-235 lykkjur. Heklið A.3 síðan eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm (ásamt kanti með hekluðum ferningum), endið umferð með fastalykkjum frá réttu. Klippið og festið þráðinn. KANTUR NEÐST: Nú er heklaður kantur neðst meðfram annarri hlið á hringnum með ferningum (finnið sömu 2 ferningana þar sem byrjað var á milli þegar efstu stykkin voru hekluð). Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í saumnum á milli 2 ferninga, munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 131-151-161-183-205-227 fastalykkjur meðfram kanti á hring – lykkjurnar skiptast á sama hátt eins og meðfram ofan á hringnum. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.4A í fyrstu lykkju, heklið A.4B umferðina hringinn. Haldið svona áfram með mynstur (hver umferð er hekluð frá réttu) þar til A.4 hefur verið heklað til loka á hæðina, ekki klippa þráðinn. Nú er heklaður blúndukantur eins og útskýrt er að neðan. BLÚNDUKANTUR NEÐST: Heklið A.5A í fyrstu lykkju, heklið A.5B umferðina hringinn, stillið af það loftlykkjubogarnir verði á sléttri tölu í umferð. Heklið A.5 til loka á hæðina. Klippið og festið þráðinn. AXLABAND: Fyrst er heklað band fram og til baka með fastalykkjum og stuðlum, síðan er heklaður blúndukantur meðfram langhlið á bandinu. Notið heklunál 4 og DROPS Muskat. Heklið 47-51-53-57-61-67 LOFTLYKKJUR – lesið leiðbeiningar að ofan (loftlykkjuröðin á að mælast ca 26-28-29-32-34-37 cm). Snúið stykkinu og heklið þannig: Heklið A.6A yfir fyrstu lykkju, heklið A.6B þar til eftir eru 2 lykkjur, heklið A.6C í síðustu 2 lykkjur, snúið stykkinu. Heklið svona fram og til baka (munið eftir að mynsturteikningin er lesin frá vinstri til hægri þegar heklað er frá röngu) og heklið þar til A.6 hefur verið heklað til loka á hæðina. Ef óskað er eftir breiðara bandi er hægt að endurtaka síðustu 2 umferðir í A.6 á hæðina að óskaðri breidd á bandinu, endið með umferð með fastalykkjum frá réttu. Nú er hægt að hekla blúndukant meðfram báðum langhliðum á bandinu. Byrjið frá röngu í ystu lykkju í byrjun umferðar, heklið A.7C yfir fyrstu 1½ cm (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri), heklið A.7B þar til ca 3 cm eru eftir, endið með A.7A. Snúið stykkinu og heklið síðustu umferð frá réttu. Klippið og festið þráðinn. Heklið á sama hátt meðfram hinni langhliðinni á bandinu. Heklið hitt bandið á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlabandið í hvora hlið á framstykki og bakstykki – það á að vera ca 18-19-20-22-24-26 cm á milli axlabanda fyrir miðu að framan og miðju að aftan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 257-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.