Nina skrifaði:
Hei. Jeg forstår ikke forklaringen til ermene. Det skal strikkes 2 m rett, mønster A1 over de neste to maskene,så rett ut omgangen. Så kommer det til øking: sånn jeg forstår det ,utifra øketipset,skal det økes to ganger( kast) i begynnelsen av omg? Da blir jo mønsterrapporten helt skjev... Er det meningen at mønsterrapporten går over første og siste maske på omgangen,også skal det økes på hver side av denne??
13.04.2025 - 00:27DROPS Design svaraði:
Hei Nina. Du strikker 2 masker rett, deretter A.1 (= midt under ermet) og så rett pinnen ut = hullmønster under ermet og resten av maskene strikkes i glattstrikk. Omgangens start blir da 2 masker før A.1, men A.1 = midt under ermet. Ved økning: Lag et kast, strikk 2 masker rett, strikk A.2 (= 2 masker), strikk 2 masker rett, gjør 1 kast, resten av maskene strikkes i glattstrikk. Du vil nå få: Økning, 6 masker, økning. mvh DROPS Design
22.04.2025 - 13:56
Ypie Postma skrifaði:
Hoe werk je de hals af?
16.02.2025 - 17:13DROPS Design svaraði:
Dag Ypie,
De hals wordt niet achteraf gebreid, maar tijdens het breien van de panden. Dus als je de instructies volgt, brei je gelijk ook de halsrand.
19.02.2025 - 09:33
Christine skrifaði:
Bonjour, Puisqu'il y a un Dos et un Devant, il est possible de tricoter avec des aiguilles droites, n'est-ce pas ? Par avance merci.
01.02.2025 - 19:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, tout à fait, on tricote ici en allers et retours sur aiguille circulaire pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles, ainsi, vous pouvez naturellement tricoter sur aiguilles droites, vos mailles seront juste plus serrées. Retrouvez plus d'infos sur les aiguilles circulaires ici. Bon tricot!
03.02.2025 - 08:41
Nour skrifaði:
Bonjour J’ai une petite question vu que je me suis bloquée au niveau du devant. Sur l’explication c’est écrit : le diagramme montre 3 diminutions) jusqu'à ce que on ait diminué 8-8-9-9-10-10 fois au total. 3 dimunitions de chaque côté cad 6 dim pourquoi c’est écrit 8? Parceque le nombre de mailles qui restent dans chaque épaule est 41 pas 35. Merci
21.09.2024 - 15:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Nour, en taille L vous avez 96 mailles, vous diminuez 2 m dans A.2 = 94 / 2 côtés(devants/épaules) = 47 mailles, vous diminuez 8 fois 1 maille pour l'encolure et vous rabattez 4 mailles pour l'emmanchure: 47-8-4=35 mailles pour l'épaule. Bon tricot!
23.09.2024 - 09:06
Anne skrifaði:
Bonjour, je n'arrive pas à tricoter en rond, puis je avoir le modèle pour tricoter avec des aiguilles droites ? Merci beaucoup
22.07.2023 - 13:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Anne, la plupart de nos modeles qui sont tricotes en rond peuvent etre tricotes en aller retours. Regardez la lecon DROPS ICI. Nos modeles plus anciens sont en majorite executes en aller retours. Recherchez sur notre site parmi nos modèles gratuits. Bon tricot!
22.07.2023 - 19:42
Maren skrifaði:
Hi liebes Drops Team, wie nähe ich bei einen Rand, der aus Kraus Rechts besteht, den Ärmel ein , wenn die abgekettete Seite vom Ärmel glatt ist? Also wenn es zwei unterschiedliche Randformen sind. Auch mit einem Maschenstich? Was ist der Vorteil von einem Rand, der aus Kraus Rechts besteht , dem Knötchenrand ? Wie nähe ich die Seiten zusammen? Dankeschön für die Hilfe.
05.03.2023 - 22:13DROPS Design svaraði:
Liebe Maren, dieses Video zeigt, wie man einen glattgestrickten Ärmel in einem Armausschnitt, mit 1 Randmasche krausrechts näht. Das sollte Ihnen helfen. Viel Spaß beim fertigstellen!
06.03.2023 - 10:30
Josette skrifaði:
Bonjour où puis-je trouver les explications en français si elles existes ? Merci
18.02.2023 - 18:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Josette, tous nos modèles sont disponibles en français: cliquez sur le menu déroulant sous la photo et choisissez "français". Bon tricot!
20.02.2023 - 09:44
Giovanna skrifaði:
Buongiorno, sono arrivata alle maniche che sto lavorando in tondo con i ferri circolari. Ho un dubbio, il motivo A.1, una volta confezionato il maglione, sarà nella parte sottostante delle maniche, dove praticamente dovrebbe esserci la cucitura? Grazie
25.01.2023 - 12:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Giovanna, esatto, il motivo A.1 sarà sotto la manica. Buon lavoro!
25.01.2023 - 22:08
Pascale skrifaði:
Bonjour. Peut-on tricoter les manches sur aiguilles circulaires de 40 ou en magic loop ?
21.01.2023 - 16:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Pascale, tout à fait, vous pouvez tricoter les manches soit sur une aiguille circulaire de 40 cm, soit en magic loop sur une aiguille circulaire de 80 cm (ou plus). Bon tricot!
23.01.2023 - 09:03
Arianna skrifaði:
Salve, ho un dubbio sulla descrizione del DIETRO, al momento in cui si sta per finire la spalla. La descrizione dice: "Sul ferro successivo dal diritto del lavoro AUMENTARE 1 maglia all’interno delle 2 maglie a maglia legaccio verso il collo – leggere il SUGGERIMENTO PER LE DIMINUZIONI-2 = 31-33-35-37-40-44 maglie". Dunque devo diminuire e non aumentare 1 maglia, corretto? Grazie mille.
17.01.2023 - 09:45DROPS Design svaraði:
Buonasera Arianna, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo: in quel punto si devono diminuire le maglie. Buon lavoro!
17.01.2023 - 22:11
Robin Song#robinsongsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með v-hálsmáli úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-27 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 105 lykkjur) mínus kantlykkjur (2 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda lykkja sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 21) = 4,9. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um hálsmál á bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið um 1 lykkju á eftir 2 lykkjur garðaprjón frá hálsmáli þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið um 1 lykkju á undan 2 lykkjur garðaprjón við hálsmál: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.7 og undir ermi, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkjur slétt, A.7, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum og saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 105-111-117-129-141-153 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 4 cm. Prjónið nú 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 21-21-21-27-29-33 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1= 84-90-96-102-112-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum eru felldar af 3-4-4-5-6-6 lykkjur fyrir handveg = 78-82-88-92-100-108 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, prjónið garðaprjón yfir miðju 18-18-20-20-22-22 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju lykkjur, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 32-34-36-38-41-45 lykkjur og setjið þær á þráð fyrir hægri öxl, fellið af næstu 14-14-16-16-18-18 lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið þær 32-34-36-38-41-45 lykkjur sem eftir eru. Prjónið síðan axlir til loka hvora fyrir sig. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón við handveg, 2 lykkjur garðaprjón við háls og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju innan við 2 lykkjur garðaprjón við háls – sjá ÚRTAKA-2 = 31-33-35-37-40-44 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm. Fellið af. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 105-111-117-129-141-153 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) á hringprjón 5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið fyrstu 51-54-57-63-68-75 lykkjur og fækkið jafnframt um 10-10-10-13-14-16 lykkjur jafnt yfir, prjónið A.1 11-11-11-14-15-17 lykkjur jafnt yfir = 84-90-96-102-112-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Haldið áfram fram og til baka með A.1 yfir miðju 2 lykkjur í umferð, sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 34-36-37-39-40-42 cm, prjónið A.2 yfir miðju 20 lykkjur í umferð. Þær 2 miðju lykkjur í A.2 eiga að passa yfir tvær lykkjur í A.1. Þegar umferð með stjörnu hefur verið prjónuð til loka hefur fækkað um 2 lykkjur í A.2 og stykkið skiptist fyrir miðju þannig að fyrri helmingur af lykkjum (séða frá réttu) eru settar á þráð (= vinstra framstykki/öxl) og prjónað er síðan fram og til baka yfir hægra framstykki/öxl. Haldið áfram í sléttprjóni, 1 kantlykkju garðaprjón við handveg og A.2 við hálsmál, þ.e.a.s. lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli eins og útskýrt er í síðustu 6 umferðum í mynsturteikningu (3 af úrtökunum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu) þar til fækkað hefur verið alls 8-8-9-9-10-10 sinnum, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm fellið af 3-4-4-5-6-6 lykkjur í byrjun á umferð frá handveg. Þegar úrtaka fyrir hálsmáli hefur verið prjónuð til loka er prjónað eins og útskýrt er í A.3 yfir ystu 5 lykkjur á hægra framstykki við hálsmál til loka. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð fyrir hálsmáli og handveg eru 31-33-35-37-40-44 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til handvegur mælist ca 15-16-17-18-19-20 cm – stillið af eftir bakstykki. Fellið af. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Setjið til baka lykkjur af þræði á hringprjón og prjónið hægra framstykki/öxl alveg eins og vinstra framstykki/öxl, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. byrjið frá röngu við háls í umferð á eftir stjörnu í A.2 og prjónið þannig: Prjónið 9 lykkjur í A.2, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka svona og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og handveg alveg eins og vinstra framstykki. Þegar 8-8-9-9-10-10 úrtökur fyrir hálsmáli hafa verið gerðar til loka prjónið A.4 yfir ystu 5 lykkjur við hálsmáli til loka. Stillið lengdina eftir vinstra framstykki/öxl og bakstykki. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 42-42-45-48-48-51 lykkjur á sokkaprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 6. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1 yfir næstu 2 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur út umferðina og fækkið jafnframt um 9-8-8-10-9-11 lykkjur jafnt yfir = 34-35-37-38-39-40 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og A.1 mitt undir ermi, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8-9-9-9-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið út eftir mismunandi stærðum þannig: Stærð S: Aukið út til skiptis í 6. og 7. hverjum cm alls 6 sinnum. Stærð M: Aukið út í 5. hverjum cm alls 7 sinnum. Stærð L: Aukið út í 5. hverjum cm alls 7 sinnum. Stærð XL: Aukið út í 4. hverjum cm alls 8 sinnum. Stærð XXL: Aukið út til skiptis í 3. og 4. hverjum cm alls 9 sinnum. Stærð XXXL: Aukið út í 3. hverjum cm alls 10 sinnum. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar eru 45-48-51-54-57-60 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til stykkið mælist 45-44-43-42-40-38 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Endið umferð mitt í mynsturteikningu A.1 (= mitt undir ermi). Prjónið nú áfram fram og til baka með sléttprjóni yfir allar lykkjur þannig að mögulegt er að sauma ermina í handveginn. Þegar prjónað hefur verið fram og til baka í sléttprjóni í 2-3-3-4-4-4 cm mælist ermin alls 47-47-46-46-44-42 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermi í við fram- og bakstykki. Saumið hliðarsaum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Endurtakið í hinni hliðinni. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #robinsongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.