Monika skrifaði:
Czy w opisanym wzorze -przód najpierw zamykam po 2 oczka od strony dekoltu a potem je tam dodaję, czy zamykam po 2 oczka od strony rękawa a potem dodaję od strony dekoltu?
09.02.2017 - 19:29DROPS Design svaraði:
Witaj Moniko! Najpierw jest zamykane 1 oczko z każdej strony dekoltu. Następnie nabrać po 2 oczka z każdej strony dekoltu (między oczkami dekoltu i oczkami ramion). POWODZENIA!
10.02.2017 - 11:29
Binky Durran skrifaði:
I don't seem to be able to find quantities of yarn needed for various garments? I am probably being silly but can you help
06.02.2017 - 16:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Durran, you will find total weight of yarn for each size under tab "Materials", ie: 200-200-200-250-250-250 g DROPS ALPACA colour 9021, fog + DROPS KID-SILK: 75-75-100-100-100-125 g colour 01, off white+ 75-75-100-100-100-125 g colour 07, light steel blue. Alpaca = 50g a ball and Kid-Silk = 25 g a ball. Happy knitting!
07.02.2017 - 09:43Gloria Sanders skrifaði:
For pattern 177-2 I would like to use one yarn type,not several, to make this sweater. It is cute,but it tends to look sloppy at the hem because of the large size needle and yarn selection. Please inform me of a single yarn to make this sweater and being able to appear much neater looking. Thank you-Gloria Sanders
23.01.2017 - 16:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sanders, you will find here all informations about alternatives. Happy knitting!
23.01.2017 - 16:30
Debora skrifaði:
Un modello semplice, come piacciono a me, da l'idea di esssere un capo multiuso e confortevole. Lo realizzerò!
18.01.2017 - 07:47
Rita Occhi skrifaði:
Veramente delizioso
17.01.2017 - 17:27
Andrea skrifaði:
Really like this one!
17.01.2017 - 01:56
Pascale skrifaði:
Joli !!! tout simple, confortable... qui se portera en toutes circonstances... J'ai hâte d'avoir le modèle.
13.01.2017 - 19:14
Mirka skrifaði:
Krásne jednoduchý!
06.01.2017 - 14:36
Karin Jensen skrifaði:
Trøjen der ikke kan undværes
18.12.2016 - 10:58
Bente#bentesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa í sléttprjóni með stroffi úr 1 þræði DROPS Alpaca og 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-2 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið svona út mitt undir ermi – byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo að ekki myndast göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handvegi, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / hringprjóna og saumaðar í stykkið í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 144-152-164-176-192-208 lykkjur á hringprjóna 6 með 1 þræði í litnum þoka Alpaca, 1 þræði í litnum natur Kid-Silk og 1 þræði í litnum ljós gráblár Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 7 cm. Skiptið yfir á hringprjóna 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 12-12-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 132-140-152-164-180-196 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón. Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm prjónið einungis yfir fyrstu 66-70-76-82-90-98 lykkjur í umferð, síðustu 66-70-76-82-90-98 lykkjur eru settar á þráð. FRAMSTYKKI: = 66-70-76-82-90-98 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm setjið miðju 32-32-34-34-36-36 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu yfir fyrstu 17-19-21-24-27-31 lykkjur (fram að þræði), snúið við, prjónið fyrstu 2 lykkjur brugðið saman og prjónið brugðið út umferðina. Setjið lykkjurnar á þráð. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu yfir síðustu 17-19-21-24-27-31 lykkjurnar í umferð, snúið og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, í lok umferðar eru 2 síðustu lykkjurnar prjónaðar slétt saman. Setjið til baka allar lykkjur á prjóninn og prjónið 1 umferð slétt frá réttu og prjónið upp 2 lykkjur í hvorri hlið (á milli lykkja fyrir hálsmál og lykkjur fyrir öxl) að hálsi = 68-72-78-84-92-100 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem auknar eru út 6-6-4-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 74-78-82-90-98-106 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið frá réttu – þannig: 2 lykkjur slétt * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* út umferðina. Prjónið stroff í 7 cm, stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm, fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. BAKSTYKKI: Prjónið alveg eins og framstykki. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stutta hringprjóna þegar nægilegar margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 32-32-36-36-40-40 lykkjur á sokkaprjóna 6 með 1 þræði í litnum þoka Alpaca, 1 þræði í litnum natur Kid-Silk og 1 þræði í litnum ljós gráblár Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð sléttprjón, síðan er prjónað stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 7, prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 4-4-6-6-8-6 lykkjur jafnt yfir = 28-28-30-30-32-34 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón, þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið út með 5½-4½-4½-4-4-4 cm millibili alls 8-9-9-10-10-10 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 48-47-46-45-43-41 cm. ATH! Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma, skiljið eftir ca 26-27-28-29-30-31 cm fyrir hálsmál. Saumið ermar í. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bentesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.