Magali C skrifaði:
Golden Harvest Golden farm
21.01.2024 - 08:48
Lynda Kuit skrifaði:
Golden Wheat
19.01.2024 - 09:56
Melanie skrifaði:
Golden Sunbeam, Sun-kissed Lace, Buttercup Whisper
19.01.2024 - 09:30
Patrycja Młynarska skrifaði:
Range Top
19.01.2024 - 09:21
Codilla skrifaði:
Golden Spring
19.01.2024 - 09:07
Daniela skrifaði:
Bouquet
18.01.2024 - 23:13
Beate Junker skrifaði:
Sommerlich
18.01.2024 - 19:57
Pia Charlotte Nicolaisen skrifaði:
Påfugl
18.01.2024 - 15:42
Happy Sunshine Top#happysunshinetop |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Muskat. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með stuttum ermum og öldumynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 249-23 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað fram og til baka fyrir sig. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp og prjónað er fram og til baka á hringprjóna. Stykkin eru saumuð saman. Í lokin eru lykkjur prjónaðar í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 172-188-208-232-248-276 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Muskat. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 4-4-4-4-4-4 cm. Prjónið síðan með hringprjóni 4, prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 16-14-18-20-22-22 lykkjur jafnt yfir í umferðinni = 156-174-190-212-226-254 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 15-15-15-15-15-15 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig (með byrjun í hlið): 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón, * A.1, 4-5-5-6-3-4 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 3-3-3-3-4-4 sinnum, A.1, 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón, setjið 1 merki (= hlið), 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón, prjónið frá *-* alls 3-3-3-3-4-4 sinnum, endið með A.1 og 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón, setjið 1 merki í lok umferðar (= hlið) = 172-190-206-228-246-274 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð þannig (með byrjun í hlið): 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón, * A.2, 4-5-5-6-3-4 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 3-3-3-3-4-4 sinnum, A.2, 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón (= hlið), 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón, prjónið frá *-* alls 3-3-3-3-4-4 sinnum, endið með A.2 og 11-14-18-22-23-28 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm frá uppfitjunarkanti (og mynstrið mælist ca 11-12-13-14-15-16 cm), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg mitt undir ermi í hvorri hlið (það eru felldar af 3 lykkjur hvoru megin við merkiþráð í hvorri hlið) og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig (passsið uppá að mynsturumferð sé enn frá réttu eftir skiptingu). BAKSTYKKI: = 80-89-97-108-117-131 lykkjur. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna héðan. Haldið áfram með mynstur eins og áður, jafnframt eru felldar af lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg, fellið af í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 2-3-5-7-7-9 sinnum og 1 lykkju 1-2-2-2-3-4 sinnum = 70-73-73-76-83-87 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstri eins og áður. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm (stillið af eftir 1 heila mynstureiningu A.2 á hæðina), fellið af miðju 30-33-33-36-43-45 lykkjur fyrir hálsmáli í næstu umferð og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Síðan eru felldar af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli = 18-18-18-18-18-19 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm (stillið af eftir heila mynstureiningu A.2 á hæðina). Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 80-89-97-108-117-131 lykkjur. Fellt er af fyrir handvegi í hvorri hlið á sama hátt og á bakstykki = 70-73-73-76-83-87 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstri eins og áður. Þegar stykkið mælist 34-36-38-40-42-44 cm (stillið af eftir 1 heila mynstureiningu A.2 á hæðina) setjið miðju 30-31-31-34-41-45 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er fellt af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 0-1-1-1-1-0 sinnum = 18-18-18-18-18-19 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm (stillið af eftir bakstykki og heila mynstureiningu A.2 á hæðina). Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMAR: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 61-65-71-75-81-85 lykkjur á hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – lesið útskýringu að ofan. Prjónið síðan með hringprjóni 4, næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið slétt yfir næstu 20-22-25-27-30-32 lykkjur, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 67-71-77-81-87-91 lykkjur. Uppslátturinn hvoru megin við A.2 er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð, svo ekki myndist gat, uppslátturinn í A.2 er prjónaður brugðið, svo það myndist gat. Haldið áfram með mynstur og sléttprjón á hæðina, með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 15-15-15-15-15-15 cm, fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2-2-2-1-1-1 sinni, 1 lykkja 8-9-11-16-16-18 sinnum, síðan eru felldar af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-25-26-28-28-30 cm, fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af. Ermin mælist nú ca 25-26-27-29-29-31 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið saum undir ermi innan við 1 lykkju. Saumið ermar í. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp ca 92-100-100-105-118-122 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði) í kringum hálsmál á stuttan hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – lesið útskýringu að ofan. Fellið af. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happysunshinetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.