Brigitte skrifaði:
Bonjour. Je ne saisis comment procéder pour le 1er rang du diagramme A.2B lorsqu'on demande de glisser l'aiguille droite entre les deux mailles de l'aiguille auxiliaire de l'arrière vers l'avant pour ensuite tricoter la maille gauche puis la droite. Auriez-vous une vidéo s.v.p.? Merci.
09.03.2025 - 04:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Brigitte, dans cette vidéo, nous montrons comment tricoter ce type de point fantaisie A.2 / A.5 (la différence des diagrammes est le début et la fin du motif: diagrammes A et C). Bon tricot!
10.03.2025 - 09:20
Civario skrifaði:
Daisy drops groupe B+ kid silk groupe A= C . Flora groupe A + kid silk A = C Pourquoi ?
23.10.2024 - 15:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Civario, on tricote ici avec 1 laine du groupe de fils B + 1 laine du groupe de fils A avec une tension légèrement plus serrée qu'avec 2 fils du groupe A ou 1 fil du groupe C, mais c'est l'échantillon qui compte avant tout (la taille des aiguilles est à adapter si besoin); pour obtenir le résultat/la texture du modèle photographié. Bon tricot!
23.10.2024 - 16:01
Dorota Lagoda skrifaði:
Witam Mam problem ze zrozumieniem opisu. Dopiero zaczynam projekt i już pojawił się kłopot . Nie rozumiem, który schemat należy powtórzyć 6 razy( rozmiar S)- A2A czy A2B? Żaden nich mi nie pasuje przy liczbie 177 oczek i ilosci 6 powtórzeń. Pozdrawiam
29.01.2024 - 16:57DROPS Design svaraði:
Witaj Doroto, musisz powtórzyć 6 razy schemat A.2B. Powodzenia!
29.01.2024 - 18:36
Florence Garrigues skrifaði:
Bonjour, je voudrais tricoter le modèle 243-32 mais je ne comprends pas l'explication du diagramme A2B. merci beaucoup de votre aide.
01.01.2024 - 14:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Garrigues, vous commencez le diagramme A.2 par A.2A, au 7ème rang, tricotez les 2 dernières mailles de A.2A avec la 1ère maille de A.2B: les 2 mailles glissée sont celles de A.2A, la maille tricotée celle de B, ainsi, la dernière des 2 mailles de l'aiguille à torsades est maintenant la 1ère maille de B. De même quand on répète A.2B: les 2 dernières mailles de A.2B vont être tricotées avec la 1ère du A.2B suivant (de A.2C). Placez des marqueurs entre chaque motif peut vous aider à bien suivre le motif. Bon tricot!
02.01.2024 - 12:06
Juana Idigoras skrifaði:
Realice el sueter Snow Flake fue muy facil seguir las instrucciones, me quedo muy lindo, muchas gracias, aunque noto diferencia en A.1 con el modelo y el mio, lo hice tal y como decian las indicaciones.
10.12.2023 - 14:14
Annemieke Tijsseling skrifaði:
IK zou graag een kruispatroon breien en heb tientallen keren de instructievideo bekeken. er wordt uitgelegd hoe je schuin van rechts naar links gaat, maar niet schuin van links naar rechts! Moet dat op de achterkant van het werk? En hoe dan? Kunnen jullie daar ook nog een video van maken? Nu ben ik genoodzaakt een ander breipatroon te kiezen. Ik kom hier niet uit.
19.11.2023 - 10:50DROPS Design svaraði:
Dag Annemieke,
Wat bedoel je precies met een kruispatroon. In de telpatronen staat precies aangegeven wat je moet doen bij de symboolverklaring. Je kabelt steeds aan de goede kant, niet aan de verkeerde kant. De telpatronen lees je van onder naar boven en iedere naald staat aangegeven in de telpatronen, dus zowel de goede als de verkeerde kant
21.11.2023 - 23:15
Helene skrifaði:
Bonjour, J'aime beaucoup la forme du pull mais les motif sont encore trop complexe pour moi. Existe-t-il un modèle similaire plus simple ? Merci
09.10.2023 - 13:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Hélène, retrouvez nos pulls tricotés traversalement ici, ou bien modifiez les filtres pour trouver votre modèle préféré. Bon tricot!
09.10.2023 - 16:17
Cha skrifaði:
Hello me again!.. I have a question about the diamond shape pattern for the sleeves. Is the patten supposed to continue all around the whole sleeve? Or is the increase section meant to just be a stockinette stitch for the whole arm because I am trying to keep up with the diamond pattern but the stitch requirement do not match and I am left with a zigzag like stockinette section. Just wondering if I am doing it wrong or if it is supposed to be like this. Thankyou
20.09.2023 - 02:58DROPS Design svaraði:
Dear Cha, the new stitches increased on each side of sleeves are worked in stocking stitch, not in the diamond pattern as explained under INCREASE TIP (for sleeves):, this means the diamond pattern will be worked over the same stitches all the way, insert markers to mark where to start each diagram, this might help when there are always more sts at the beg or end of rows. Happy knitting!
20.09.2023 - 07:52
Cha skrifaði:
I am having trouble with the back piece. I am working a xl size The instruction states that i cast off 2 stitches =96stitches . Work the pattern till the 8th repeat of the patten then cast on 2 stitches which is supposed to equal to a total of 102 stitches? I don’t understand how that is possible where did the missing 4 stitches come from?
13.09.2023 - 12:51DROPS Design svaraði:
Dear Cha, there seems to be a mistake in the largest sizes. We will check in with the design department and correct it as soon as possible. You should have 98 stitches, instead of 102. Happy knitting!
17.09.2023 - 23:20
Grethe Haugen skrifaði:
Hvordan vaske denne blandingen, kid silk skal vaskes på 30 grader ullvask og ekstra fine på 40 grader normal vask, får ikke dette til å stemme helt
12.09.2023 - 11:58DROPS Design svaraði:
Hei Grethe, Da vasker du blandingen på 30 grader ullvask (den mest skånsomme av de 2). God fornøyelse!
13.09.2023 - 07:01
Snow Flake Sweater#snowflakesweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað frá hlið með köðlum, gatamynstri, tvöföldum kanti í hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð XS - XXL.
DROPS 243-32 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTLYKKJA: Prjónuð er 1 eða 2 kantlykkjur í byrjun og í lok umferðar eins og útskýrt er í uppskrift. Kantlykkjur eru prjónaðar slétt frá réttu og slétt frá röngu (garðaprjón). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.X og A.Y sýna útaukningu fyrir kaðal. ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermi): Byrjið einni lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÍTÖLSK AFFELLING: Fellt er af með því að sauma ítalska affellingu með nál. Með þessari aðferð þá fæst teygjanleg affelling. Þráðarendinn sem sauma á með verður að vera minnst 4 sinnum lengri en stykkið sem fella á af. Byrjið með að læsa fyrstu sléttu lykkjunni þannig: Nálinni er stungið í 1. lykkju eins og prjóna eigi brugðið og herðið að. Ekki sleppa lykkjunni af prjóninum. Nálinni er stungið frá bakhlið á milli 1. og 2. lykkju þannig að þráðurinn komi að framhlið, dragið þráðinn í gegn, nálinni er stungið inn í 2. lykkju eins og prjóna eigi slétt, dragið þráðinn í gegn. Nálinni er stungið inn í 1. lykkju eins og prjóna eigi slétt, dragið þráðinn í gegn, lyftið síðan 1. lykkju af prjóninum. Nálinni er stungið inn í 2. lykkju eins og prjóna eigi brugðið, dragið þráðinn í gegn, nálinni er stungið inn í 1. lykkju eins og prjóna eigi brugðið, dragið þráðinn í gegn, lyftið 1. lykkju af prjóni (þráðurinn er núna á bakhlið á stykki). Frá bakhlið, nálinni er stungið á milli 1. og 2. lykkju, dragið þráðinn í gegn. Frá framhlið, nálinni er stungið í 2. lykkju eins og prjóna eigi slétt, dragið þráðinn í gegn, nálinni er stungið í 1. lykkju eins og prjóna eigi slétt, dragið þráðinn í gegn, lyftið síðan 1. lykkju af prjóni. Nú byrjar affelling í stroffi. 1: Þegar fella á af brugðna lykkju, saumið þannig: Nálinni er stungið í 2. lykkju (slétt lykkja) eins og prjóna eigi brugðið, dragið þráðinn í gegn, nálinni er stungið í 1. lykkju (brugðin lykkja) eins og prjóna eigi brugðið, dragið þráðinn í gegn, lyftið 1. lykkju af prjóni (þráðurinn er nú á bakhlið á stykki). 2. Þegar fella á af slétta lykkju, saumið þannig: Frá bakhlið, nálinni er stungið á milli 1. og 2. lykkju, dragið þráðinn í gegn. Frá framhlið, nálinni er stungið í 2. lykkju (brugðin lykkja) eins og prjóna eigi slétt, dragið þráðinn í gegn, nálinni er stungið í 1. lykkju eins og prjóna eigi slétt, dragið þráðinn í gegn, lyftið síðan 1. lykkju af prjóni. Endurtakið útskýringu 1 og 2 þar til allar lykkjur hafa verið felldar af (2 síðustu lykkjur eru felldar af á sama hátt, jafnvel ef það eru 2 lykkjur slétt á eftir hvorri annarri). Dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað samtímis í eitt stórt stykki. Prjónað er frá hlið frá hægri hlið yfir að vinstri hlið á stykki, séð þegar flíkin er mátuð. Þegar fellt er af fyrir hálsmáli mitt í stykki, er framstykkið og bakstykkið prjónað hvort fyrir sig þar til hálsmáli er lokið, síðan eru stykkin sett saman og prjónað eins og eitt stórt stykki að loknu máli. Ermar eru prjónaðar í hring, neðan frá og upp. Frágangur á stykki er útskýrður í uppskrift. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir stroff neðst á framstykki og neðst á bakstykki. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er tvöfaldur kantur í hálsmáli. HÆGRI HLIÐ Á STYKKI (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 169-169-185-185-201-201 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Merino Extra Fine og 1 þræði DROPS Kid-Silk sem haldið er saman (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 1 prjónamerki í 85.-85.-93.-93.-101.-101. lykkju í umferð. Það eru 84-84-92-92-100-100 lykkjur á undan lykkju með prjónamerki (séð frá réttu) = framstykki og 84-84-92-92-100-100 lykkjur á eftir lykkju með prjónamerki = bakstykki. Lykkja með prjónamerki merkir mitt á öxl – látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 KANTLYKKJA – lesið útskýringu að ofan, 6 lykkjur sléttprjón, A.1, 21-21-21-21-29-29 lykkjur sléttprjón, A.X, A.1, 61-61-77-77-77-77 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr í 31.-31.-39.-39.-39.-39. lykkju), A.1, A.Y, 21-21-21-21-29-29 lykkjur sléttprjón, A.1, 6 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja = 177-177-193-193-209-209 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, 6 lykkjur sléttprjón, A.1, A.2A, prjónið A.2B alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, A.2C, A.3, A.1, A.2A, prjónið A.2B alls 6-6-8-8-8-8 sinnum, A.2C, A.1, A.4, A.2A, prjónið A.2B alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, A.2C, A.1, 6 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til 1 umferð er eftir þar til A.2 hefur verið prjónað alls 3-3-4-4-5-5 sinnum á hæðina (þ.e.a.s. það er eftir ein umferð frá röngu). Í næstu umferð er fellt af fyrir hálsmáli, þ.e.a.s. prjónið eins og áður þar til 6 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, fellið af 16 lykkjur yfir öxl (6 lykkjur á undan prjónamerki á bakstykki, lykkja með prjónamerki í og 9 lykkjur á eftir lykkju með prjónamerki í á framstykki), prjónið eins og áður út umferðina. Stykkið mælist ca 19-19-25-25-31-31 cm frá uppfitjunarkanti. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað hvort fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: = 79-79-87-87-95-95 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka – JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur alls 3 sinnum = 73-73-81-81-89-89 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til 6 umferðir eru eftir þar til A.2 hefur verið prjónað alls 6-6-7-7-8-8 sinnum á hæðina frá uppfitjunarkanti. Nú er aukið út fyrir hálsmáli með því að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu alls 3 sinnum = 79-79-87-87-95-95 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu. Setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. BAKSTYKKI: = 82-82-90-90-98-98 lykkjur. Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir, fellið af 2 lykkjur fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu = 80-80-88-88-96-96 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður þar til 3 umferðir eru eftir þar til A.2 hefur verið prjónað alls 6-6-7-7-8-8 sinnum á hæðina frá uppfitjunarkanti (þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá röngu). Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar = 82-82-90-90-98-98 lykkjur. Í næstu umferð frá röngu eru fitjaðar upp 16 nýjar lykkjur í lok umferðar = 98-98-106-106-114-114 lykkjur. A.2 hefur nú verið prjónað 6-6-7-7-8-8 sinnum á hæðina frá uppfitjunarkanti. VINSTRI HLIÐ Á STYKKI (séð þegar flíkin er mátuð): Setjið lykkjur frá framstykki á sama prjón og bakstykkið = 177-177-193-193-209-209 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið mynstur áfram eins og áður. Prjónið þar til A.2 hefur verið prjónað alls 3-3-4-4-5-5 sinnum á hæðina á eftir hálsmáli (alls 9-9-11-11-13-13 sinnum á hæðina eftir uppfitjunarkanti í hægri hlið á stykki). Síðan er prjónuð 1 umferð frá réttu eins og áður til að rúður í A.2 lokist í toppi – JAFNFRAMT í þessari umferð er fækkað um 2 lykkjur yfir hvern kaðal í A.3 og A.4 með því að prjóna lykkjur í hverjum kaðli slétt saman 2 og 2 = 169-169-185-185-201-201 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Stykkið mælist ca 54-54-66-66-78-78 cm frá uppfitjunarkanti. STROFF NEÐST Á BAKSTYKKI: Prjónið upp frá réttu ca 113-113-139-139-163-163 lykkjur innan við 1 kantlykkju á hringprjón 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: 2 kantlykkjur – lesið KANTLYKKJA í útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 2 kantlykkjur. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 7 cm. Fellið af með ÍTÖLSK AFFELLING – lesið útskýringu að ofan, eða fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 59-59-64-64-69-69 cm frá prjónamerki á öxl. STROFF NEÐST Á FRAMSTYKKI: Prjónið upp jafnmargar lykkjur og á bakstykki og prjónið stroff á sama hátt og á bakstykki. ERMI: Fitjið upp 62-64-66-68-72-74 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 7 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 11-13-15-9-13-15 lykkjur jafnt yfir = 51-51-51-59-59-59 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og látið hann fylgja með í stykkinu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, A.5A, prjónið A.5B alls 5-5-5-6-6-6 sinnum, A.5C, 1 lykkja sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 10 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 12-6-4-7-3-3 cm millibili alls 3-5-6-4-6-7 sinnum = 57-61-63-67-71-73 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 43-45-40-41-36-37 cm – fallegast er að enda eftir 2. umferð eða 8. umferð í A.5. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Setjið 1 prjónamerki bæði í framstykkið og bakstykkið, ca 18-19-20-21-22-23 cm niður frá prjónamerki á öxl = handvegur (athugið mál efst á sjálfri erminni – breiddin efst á ermi á að passa við lengd á handvegi). Saumið hliðarsauma innan við affellingarkant / uppfitjunarkant á fram – og bakstykki (garðaprjón á að vera sýnilegt) – byrjið sauminn við botninn á handvegi og saumið niður að stroffi = 7 cm klauf í hvorri hlið. Saumið ermar í á milli prjónamerkja innan við affellingarkant / uppfitjunarkant á fram- og bakstykki (garðaprjón á að vera sýnilegt). TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið stuttan hringprjón 3,5 og 1 þráð í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið upp frá réttu ca 104 til 116 lykkjur í kringum hálsmál innan við 1 kantlykkju. Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í ca 14-14-15-15-16-16 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowflakesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.