Lotte skrifaði:
Hallo! Mir ist nicht ganz klar, wann genau man in der Passe nach Stricken von Diagramm A2 das erste Mal wieder Maschen zugenommen werden. In der Anleitung steht “Bei einer Länge von 18-19-20-22-23-24 cm”. Ist das ab Anschlagsrand oder ab dem Markierer? ( bei der nächsten Längenangabe steht es explizit dabei, deshalb etwas zweideutig). Danke für die Hilfe!
09.04.2023 - 17:25DROPS Design svaraði:
Liebe Lotte. Bei einer Länge von 18-19-20-22-23-24 cm ab dem Markierer am Rundenbeginn (= hintere Mitte) Maschen gleichmäßig verteilt zunehmen. Viel Spass beim stricken
10.04.2023 - 12:10
Dorte Henriksen skrifaði:
Jeg kan ikke finde diagram til str XL ( A1 og A2 ? ) Hvorfor er der firkant med spørgsmålstegn ud for forklaring ? Og hvad betyder det ? Mvh Dorte Henriksen Ka I give mig brystmål ud for str XL og XXL ?
21.01.2023 - 21:02DROPS Design svaraði:
Hei Dorte. Diagrammer og målskisse (med brystmål) finner du nederst på oppskriften. Det høres ut som din nettleser ikke har lastet ned diagrammene og målskissen. Sjekk nedlastningen din eller koble deg på et annet nett som er kraftigere. Alt er OK når jeg tester ut. mvh DROPS Design
23.01.2023 - 13:14
Heather skrifaði:
In order to determine the correct size, what's the intended ease?
28.09.2022 - 14:31DROPS Design svaraði:
Dear Heather, measure a similar garment you have and like the shape and compare these measurements to those in the chart, this is the best way to find out your size. Read more here. Happy knitting!
28.09.2022 - 15:36
Sandra Giorgis skrifaði:
Ciao! Non capisco cosa significa "lavorare in piano in tondo" come descritto nel modello (CORPO: = 140-152-164-176-192-212 maglie. Continuare in piano in tondo per 28 cm). Grazie Ciao
17.06.2022 - 23:43DROPS Design svaraði:
Buonasera Sandra, abbiamo corretto il testo, grazie per la segnalazione: si deve lavorare in tondo. Buon lavoro!
19.06.2022 - 15:24
Anna skrifaði:
Sorry! Missade första diagrammet A.1 som gör det hela helt begripligt :-) Stryk min förra fråga.
28.04.2022 - 21:46
Anna skrifaði:
Hur många partier m A.2 ska det vara på första varvet? Det står att ökning ska ske mellan de 2 aviga maskorna, i A.2 är det räta maskor. Hur många aviga maskor ska det vara emellan A.2?
28.04.2022 - 20:33DROPS Design svaraði:
Så fint att det löste sig! Mvh DROPS Design
29.04.2022 - 13:42
Konny skrifaði:
Warte schon ganz ungeduldig auf die Ableitung!
22.03.2022 - 07:27
Boris skrifaði:
Forget me not
17.01.2022 - 16:11
Drahomíra Rezlerová skrifaði:
Modrá krása
16.01.2022 - 16:42
Francesca Di Rito skrifaði:
Giaggiolo
14.01.2022 - 17:51
Round Lake#roundlakesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-14 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð – á við um A.2). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 100 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 3,1. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 8 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 8 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 75-81-81-87-90-96 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið A.1 hringinn í 4 cm. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hverri einingu með brugðnum lykkjum með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkjur brugðið (= 25-27-27-29-30-32 lykkjur fleiri) = 100-108-108-116-120-128 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið áfram þar til stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki (= 8 cm frá uppfitjunarkanti). Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið A.2 hringinn í umferð (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð), jafnframt er lykkjum aukið út þannig: Ör-1: Aukið út 32-38-40-40-46-52 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 132-146-148-156-166-180 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Ör-2: Aukið út 30-34-36-40-42-48 lykkjur jafnt yfir = 162-180-184-196-208-228 lykkjur. Ör-3: Aukið út 31-35-37-41-41-49 lykkjur jafnt yfir = 193-215-221-237-249-277 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 18-19-20-22-23-24 cm, prjónið 1 umferð í sléttprjóni þar sem aukið er út um 23-25-27-31-31-31 lykkjur jafnt yfir = 216-240-248-268-280-308 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki (ca 24-26-28-30-32-34 cm frá uppfitjunarkanti), skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 32-35-37-40-43-48 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 44-50-50-54-54-58 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 64-70-74-80-86-96 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44-50-50-54-54-58 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 32-35-37-40-43-48 lykkjur (= hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-152-164-176-192-212 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi stykkið saman, aukið út lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-25-25-31-30-34 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 165-177-189-207-222-246 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið A.1 hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 44-50-50-54-54-58 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-56-58-62-64-68 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 0-6½-6-3-2½-2 cm millibili alls 1-4-4-6-7-7 sinnum = 48-48-50-50-50-54 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist 26-24-23-22-20-18 cm. Fækkið nú lykkjum alveg eins hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í öðrum hverjum cm alls 4 sinnum = 40-40-42-42-42-46 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-32-31-30-28-26 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-1-0-0-0-1 lykkju = 39-39-42-42-42-45 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið A.1 hringinn í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 42-40-39-38-36-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #roundlakesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.