Nú erum við með hálsmálið klárt á peysunni okkar, næsta skref er berustykkið!
Fylgdu þessari vísbendingu til að bæta við jólasveinum eða jólatrjám á berustykkið – passaðu bara uppá að fylgja réttri mynsturteikningu!
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 10.
Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 10. hverja lykkju.
Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat.
Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi 9. og 10. hver lykkja slétt saman.
ÚTAUKNING fyrir dömur/herra (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5.
Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 (jólasveinamynstur) og mynsturteikningu A.4, A.5 og A.6 (jólatrjáamynstur). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman.
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð; berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Skiptið yfir á prjóna í stærð 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-8-14-10-16-12-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA börn = 66-72-78-78-84-84-90 lykkjur.
Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.1 (jólasveinn = 6 lykkjur) eða A.4 (jólatré = 6 lykkjur) endurtakið mynsturteikningu 11-12-13-13-14-14-15 sinnum hringinn á berustykki.
ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNAI! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 176-192-208-208-224-224-240 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með grunnlit, þar sem fækkað er um 4-8-12-8-12-4-8 lykkjur jafnt yfir = 172-184-196-200-212-220-232 lykkjur.
Haldið áfram með sléttprjón og grunnlit þar til stykkið mælist ca 15-15-16-17-18-19-20 cm frá prjónamerki.
Mynsturteikning (barnastærð)
![]() |
= | grunnlitur: milligrár (peysa með jólasveinum), perlugrár (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | natur (peysa með jólasveinum) eða gulur (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | hindber (peysa með jólasveinum) eða mosagrænn (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | hveiti (peysa með jólasveinum) |
![]() |
= | svartur (peysa með jólasveinum) eða brúnn (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt |
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Skiptið yfir á hringprjón í stærð 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-16-18-26-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING dömur = 84-96-102-114-120-126 lykkjur.
Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.2 (jólasveinn = 6 lykkjur) eða A.5 (jólatré = 6 lykkjur) endurtakið mynsturteikningu 14-16-17-19-20-21 sinni hringinn á berustykki.
ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 eða A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 224-256-272-304-320-336 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með grunnlit þar sem aukið er út um 8-0-0-0-4-8 lykkjur jafnt yfir = 232-256-272-304-324-344 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og grunnlit þar til berustykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki.
Mynsturteikning (dömustærð)
![]() |
= | grunnlitur: milligrár (peysa með jólasveinum), perlugrár (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | natur (peysa með jólasveinum) eða gulur (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | hindber (peysa með jólasveinum) eða mosagrænn (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | hveiti (peysa með jólasveinum) |
![]() |
= | svartur (peysa með jólasveinum) eða brúnn (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt |
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Skiptið yfir á hringprjóna í stærð 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-26-28-30-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING herrar = 96-102-114-120-126-138 lykkjur.
Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.3 (jólasveinn = 6 lykkjur) eða A.6 (jólatré = 6 lykkjur) endurtakið mynsturteikningu 16-17-19-20-21-23 sinnum hringinn á berustykki.
ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.3 eða A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 256-272-304-320-336-368 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með grunnlit þar sem aukið er út um 0-0-0-4-8-0 lykkjur jafnt yfir = 256-272-304-324-344-368 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjóni og grunnlit þar til stykkið mælist ca 26-28-29-31-33-35 cm frá prjónamerki.
Mynsturteikning (herrastærð)
![]() |
= | grunnlitur: milligrár |
![]() |
= | natur (peysa með jólasveinum) eða gulur (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | hindber (peysa með jólasveinum) eða skógargrænn (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | hveiti (peysa með jólasveinum) |
![]() |
= | svartur (peysa með jólasveinum) eða brúnn (peysa með jólatrjám) |
![]() |
= | á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt |
Hér getur þú séð hvernig við mælum frá prjónamerki í stærðinni sem við erum að prjóna (dömur XS)
Nú þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, þá er vísbending #2 í þessu KAL klár. Ertu tilbúin að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að byrja á næsta skrefi á peysunni.
Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum til okkar. Smelltu hér til að samþykkja linkinn!
Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að prjóna berustykkið á jólapeysunni þinni.
Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!