Hvernig er hægt að prjóna einfalt gatamynstur
											Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna einfalt gatamynstur, sem m.a. er í hálsklútnum Warm Bordeaux í DROPS 192-33. Við höfum nú þegar fitjað upp 21 lykkju (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið), prjónað 2 umferðir garðaprjón og endurtekið mynstur 3 sinnum. 
GATAMYNSTUR UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju garðaprjón, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju slétt.
UMFERÐ 3: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju slétt.
UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju slétt. Endurtakið síðan umferð 1-4 upp úr. 
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
										 
									
Jag är så glad över Drops videos, jag är nybörjare och det är svårt om man inte har någon som visar en hur man gör. Så TACK =)
06.07.2013 - 13:56