Hvernig á að prjóna fallegt og einfalt kúlumynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum einfalt kúlumynstur. Við höfum nú þegar fitjað upp 14 + 2 lykkjur, prjónað 1 umferð slétt og byrjum myndbandið þannig:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, sleppið lykkjunum ekki af vinstri prjóni, en prjónið 1 sinni til viðbótar í sömu lykkju = 4 lykkjur á prjóni (+ kantlykkja), sleppið lykkjunum af vinstri prjóni *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 kantlykkju slétt = 28 lykkjur/uppsláttur + 2 kantlykkjur á prjóni, snúið.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 kantlykkju slétt, prjónið 2 lykkjur brugðnar saman út umferðina og endið með 1 kantlykkju slétt.
Endurtakið umferð 1 og 2 að óskaðri lengd. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.

Tags: kúla, áferð,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.