DROPS / 192 / 20

Polar Winter by DROPS Design

Prjónaður hálsklútur úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað fram og til baka með áferð.

Leitarorð: hálsklútur,

DROPS Design: Mynstur ai-172
Garnflokkur C + C eða E
-------------------------------------------------------

Mál: Breidd: ca 30 cm. Lengd: ca 156 cm
Efni:
DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
150 g litur 01, natur
Og notið:
DROPS BRUSHED ALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
100 g litur 01, natur

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
12 lykkjur á breidd og 16 umferðir á hæð með sléttprjóni og 1 þræði af hvorri tegund = 10 x 10 cm. 1 mynstureining A.1 mælist 4 cm á breidd.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 7: lengd 60 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (2)

65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
frá 1188.00 kr /50g
DROPS Air mix DROPS Air mix 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Air uni colour DROPS Air uni colour 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta

77% Alpakka, 23% Silki
frá 704.00 kr /25g
DROPS Brushed Alpaca Silk uni colour DROPS Brushed Alpaca Silk uni colour 704.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6380kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------

HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón.

HÁLSKLÚTUR:
Fitjið upp 36 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði Air og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu, síðan er prjónað mynstur frá réttu þannig: 2 lykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 (= 5 lykkjur) alls 6 sinnum á breidd, prjónið 2 fyrstu lykkjurnar í A.1, 2 lykkjur með garðaprjóni. Í fyrstu umferð er fækkað um 6 lykkjur (úrtakan er teiknuð inn í mynsturteikningu) = 30 lykkjur.
Í 3. umferð er aukið út um 7 lykkjur (útaukning er teiknuð inn í mynsturteikningu) = 37 lykkjur. Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru endurteknar síðustu 6 umferðirnar í mynsturteikningu þar til stykkið mælist 151 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú A.2 (= 5 lykkjur) yfir hverja mynstureiningu A.1. Í 5. umferð í A.2 er fækkað um 7 lykkjur í umferð (úrtaka er teiknuð inn í mynsturteikningu) = 30 lykkjur. Í 7. umferð í A.2 er aukið út um 6 lykkjur í umferð (útaukning er teiknuð inn í mynsturteikningu) = 36 lykkjur. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist hálsklúturinn ca 156 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= prjónið 2 lykkjur í eina lykkju, þ.e.a.s. prjónið bæði í fremri og aftari lykkjubogann (= 1 lykkja fleiri)
= þræðið hægri prjón í gegnum miðju af 3 lykkjum slétt 4 umferðum fyrir neðan, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið bandið til baka að réttu þannig að uppslátturinn verði 4½ cm langur (uppslátturinn má ekki vera of stífur – þá kemur prjónfestan að verða of stíf á hæðina), prjónið 3 lykkjur slétt, þræðið hægri prjón í gegnum sömu lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið bandið til baka að réttu þannig að uppslátturinn verði 4½ cm langur.
= leggðu þráðinn yfir stykkið þannig að hann snúi að þér, taktu uppsláttinn óprjónaðan laust af prjóninum eins og prjóna eigi hann brugðinn, 3 lykkjur brugðnar, leggðu þráðinn yfir stykkið þannig að hann snúi að þér, taktu uppsláttinn óprjónaðan af prjóni eins og prjóna eigi hann slétt
= prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= þessi rúða er engin lykkja þar sem fækkað var um þessa lykkju áður, farðu beint í næsta tákn í mynsturteikningu

Athugasemdir (2)

Cathy 29.12.2018 - 18:05:

Ik vind het patroon onduidelijk of mis ik iets? 36 steken opzetten, de eerste 2 steken in ribbelsteek, 6x 5steken in A1 en dan blijf ik met 4 steken over... Als het patroon alle naalden langs de goede zijde weergeeft, hoe wordt de teruggaande naald gebreid? Dank voor uw reactie.

DROPS Design 01.01.2019 kl. 19:15:

Dag Cathy,

Nadat je 6 keer A.1 hebt gebreid, brei je de volgende 2 steken alleen de eerste 2 steken van A.1, dan nog 2 steken in ribbelsteek.

Stephanie 20.11.2018 - 03:57:

These are the most confusing directions I've EVER encountered and I'm an experienced knitter

DROPS Design 20.11.2018 kl. 08:44:

Dear Stephanie, we are sorry to read that you have worries with our pattern. There maybe as many ways to write patterns than there are knitters – you are welcome to ask your questions here, or for any individual assistance reading our patterns and diagrams you are welcome to contact the store where you bought your yarn (even per mail or telephone). Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-20

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.