DROPS Extra / 0-1451

Shine Bright by DROPS Design

Hekluð stjarna fyrir jólin úr DROPS Cotton Merino. Hekluð í hring. Þema: Jól.

Leitarorð: jól, jólaskraut, skraut,

DROPS Design: Mynstur cm-100.
Garnflokkur B.
-------------------------------------------------------

MÁL:
Þvert yfir, frá horni að horni: ca. 10 cm.

EFNI:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
litur 01, natur.

1 Jólastjarna er ca. 4 g.

HEKLFESTA:
18 stuðlar á breidd og 9 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (3)

50% Ull, 50% Bómull
frá 814.00 kr /50g
DROPS Cotton Merino uni colour DROPS Cotton Merino uni colour 814.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 814kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 – A-2 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

STJARNA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring, frá miðju og út. Heklað er eftir mynsturteikningu A.1 og A.2, A.2 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. Byrjið með tákni í miðju, eða þannig: Heklið 8 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
Heklið síðan eftir mynsturteikningu: Heklið loftlykkju í A.2, A.1,endið með keðjulykkju í A.2. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram hringinn eftir mynsturteikningu, þegar A.1 og A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, klippið frá og festið enda.

Mynstur

= Heklið 8 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju
= fastalykkja um hringinn
= fastalykkja í lykkju
= 2 fastalykkjur í sömu lykkju
= loftlykkja
= umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð
= hálfur stuðull um loftlykkjuboga
= stuðull um loftlykkjuboga
= tvíbrugðinn stuðull um loftlykkjuboga
= 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í fyrstu loftlykkju
= heklið 20 loftlykkjur, festið með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju = lykkja til að hengja stjörnuna upp
= 7 loftlykkjur

Pierrette 24.12.2018 - 11:09:

Très chouette je la ferais pour Noël prochain

Bep Schou 24.12.2018 - 11:03:

Erg leuk patroon

Bep Schou 24.12.2018 - 11:02:

Leuk patroon

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1451

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.