DROPS Extra / 0-1441

Knock Knock Santa by DROPS Design

Prjónaðir vettlingar úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri. Þema: Jól.

Leitarorð: grafísk, jól, norrænt, vettlingar,

DROPS Design: Mynstur u-875
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
EIN STÆRÐ

EFNI:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100 g litur 21, milligrár
50 g litur 01, natur

PRJÓNFESTA:
23 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1584kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Neðst niðri á vettlingi er uppábrot sem er saumað upp í lokin.

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjið upp 52 lykkjur á sokkaprjón 3 með milligrár. Prjónið 8 umferðir slétt. Prjónið síðan umferð með gati (= uppábrot) þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn.
Prjónið síðan eftir mynsturteikningu A.1 (= 52 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar prjónað hefur verið upp að 3 svörtu rúðunum í mynsturteikningu, prjónið A.2 (= þumall) síðan yfir þessar 3 lykkjur, aðrar lykkjur halda áfram eins og útskýrt er í A.1.
Þegar A.2 hefur verið prjónað til og með umferð 13 (sjá ör í mynsturteikningu A.1) og aukið hefur verið út 5 sinnum, setjið 13 þumallykkjurnar á 1 band. Fitjið upp 3 nýjar lykkjur aftan við lykkjur á bandi = 52 lykkjur. Prjónið síðan eftir A.1. Eftir allar úrtökur eru 12 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 23 cm frá uppábroti (26 cm öll lengdin). Brjótið inn kantinn að röngu og saumið niður með smáu spori.

ÞUMALL:
Setjið til baka 13 þumallykkjurnar á sokkaprjón 3. Prjónið upp 9 lykkjur aftan við þumal = 22 lykkjur. Haldið áfram hringinn eftir A.2. Eftir allar úrtökur eru 8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, dragið saman og festið vel.

HÆGRI VETTLINGUR:
Fitjið upp og prjónið eins og vinstri vettlingur, en fyrstu 23 lykkjurnar í A.1 eru prjónaðar eins og útskýrt er í A.3 þannig að þumallinn komi á gagnstæða hlið. Saumið niður kant með uppábroti

Mynstur

= slétt með natur
= slétt með milligrár
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat
= 2 lykkjur slétt saman með milligrár
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt með milligrár, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman með milligrár, steypið óprjónuðu lykkjuna yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= hér er þumall prjónaður, þ.e.a.s. A.2
= hér eru þumal lykkjur settar á 1 bandСветлана Ефанова 11.01.2019 - 05:40:

Очень красивый дизайн ! Скорее хочется связать такие чудные варежки !

Monica 24.12.2018 - 18:27:

Un meraviglioso classico senza tempo. Io ne ho un paio appartenuti a mia madre e avranno 50 anni! Sono molto felice di poterne fare un paio con le mie mani 😉

Sharon Munsey 18.12.2018 - 09:30:

In the photo these lovely mittens look very long between the crook of the thumb and fingertips and there are no measurements in the instructions. I have wide palms and short fingers and would hate to knit these only to find an inch or two of excess space at the end of my fingertips. Please could you give measurements and advice on how to adjust lengthwise. Thank you.

DROPS Design 19.12.2018 kl. 09:48:

Dear Mrs Munsey, with a tension of 23 stitches and 32 rows in stockinette = 4"x4" (= 10 x 10 cm), you will have the 52 sts for the mitten measuring 22.6 cm / 8.90 inches and there are 42 rows from the top of thumb to tip of mittens = 13 cm/5.12 inches. Maybe you can then adjust to your own size. Your store can assist you for any further help - even per mail or telephone. Happy knitting!

Lora Huey 14.12.2018 - 13:41:

Beautiful. These and the socks are next to go on my knitting needles . I hope their is going to be a hat that matches the mittens ? It's such a beautiful pattern I would love to knit the hole set. Thank you , for such a wonderful Christmas calendar. I look forward to them . And get excited about opening the doors every day in December. Your designers are awesome !

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1441

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.