DROPS / 190 / 41

Liliana by DROPS Design

Toppur með gatamynstri og öldumynstri, prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Muskat.

DROPS Design: Mynstur r-726
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS MUSKAT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
550-600-650-700-800-850 g litur 05, púðurbleikur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 og 80 cm) NR 4 - eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3,5 fyrir kant með garðaprjóni – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 45 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

100% Bómull
frá 506.00 kr /50g
DROPS Muskat uni colour DROPS Muskat uni colour 506.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5566kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring – á við um kant í hálsi):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚTAUKNING (á við um berustykki):
Öll útaukning er gerð frá réttu.
Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 2 kantlykkjur með garðaprjóni. Uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt.

ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= alls 2 lykkjur færri). Endurtakið við bæði prjónamerkin (= alls 4 lykkjur færri).

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð í A.3b. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður að handveg, síðan er prjónað áfram hringinn. Hvor öxl er prjónuð hvor fyrir sig, áður en stykkið er sett saman.

BAKSTYKKI:
Fyrst eru prjónaðar 2 axlir, síðan eru fitjaðar upp lykkjur fyrir hálsmáli, axlirnar eru settar saman og síðan er prjónað fram og til baka niður að handveg.

VINSTRI ÖXL (þegar stykkið er mátað):
Fitjið upp 18-23-22-27-26-31 lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur) á hringprjón 3,5 með Muskat. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og 1 umferð slétt frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið frá röngu: Prjónið brugðnar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= að handveg).
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu lykkju, prjónið A.2 (= 10 lykkjur) yfir næstu 10-20-10-20-20-20 lykkjur (= 1-2-1-2-2-2 sinnum á breidd), endið með 5-0-9-4-3-8 lykkjur sléttprjón (= að hálsi). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 2 cm er stykkið lagt til hliðar og prjónuð er hægri öxl (stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu).

HÆGRI ÖXL (þegar stykkið er mátað):
Fitjið upp 18-23-22-27-26-31 lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur) á hringprjón 3,5 með Muskat. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og 1 umferð slétt frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið frá röngu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni (= að handveg), prjónið brugðnar lykkjur út umferðina.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu (= frá hálsi): Prjónið 6-1-10-5-4-9 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 yfir næstu 10-20-10-20-20-20 lykkjur (= 1-2-1-2-2-2 sinnum á breidd) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur.
Þegar stykkið mælist 2 cm, stillið af mál við vinstri öxl, það eiga nú að vera prjónaðar jafn margar umferðir og á vinstri öxl (þ.e.a.s. síðasta umferð er prjónuð frá réttu), fitjið upp lykkjur fyrir háls á milli hægri og vinstri axlar frá röngu þannig: Prjónið yfir hægri öxl þannig: 2 kantlykkjur með garðaprjóni, mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru, fitjið upp 39-39-41-41-43-43 nýjar lykkjur, prjónið mynstur eins og áður yfir vinstri öxl þar til eftir eru 2 lykkjur og endið með 2 kantlykkjur með garðaprjóni.

BERUSTYKKI AÐ AFTAN:
= 75-85-85-95-95-105 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu lykkju eins og áður, prjónið A.2 yfir næstu 70-80-80-90-90-100 lykkjur (= 7-8-8-9-9-10 sinnum á breidd) og endið með 2 kantlykkjur með garðaprjóni.
Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 14-15-15-16-13-14 cm. Aukið nú um 1 lykkju – lesið ÚTAUKNING – fyrir handveg innan við 2 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið á stykki í hverri umferð frá réttu (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út alls 4-4-6-6-11-11 sinnum = 83-93-97-107-117-127 lykkjur. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með sléttprjóni. Fitjið upp 4-3-5-5-7-8 lykkjur í lok næstu umferðar frá röngu og 5-4-6-6-8-9 lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 92-100-108-118-132-144 lykkjur.
Prjónið 1 umferð frá röngu, lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar slétt frá röngu. Stykkið mælist nú ca 18-19-20-21-22-23 cm. Geymið stykkið og prjónið framstykki.

FRAMSTYKKI:
VINSTRI ÖXL:
Fitjið upp 18-23-22-27-26-31 lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur) á hringprjón 3,5 með Muskat. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og 1 umferð slétt frá réttu. Skiptið út hringprjón 4. Prjónið frá röngu: Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni (= við handveg), prjónið brugðnar lykkjur út umferðina.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu (= frá hálsi): Prjónið 6-1-10-5-4-9 lykkjur með sléttprjóni, prjónið A.2 yfir næstu 10-20-10-20-20-20 lykkjur (= 1-2-1-2-2-2 sinnum á breidd) og endið með 2 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram.
Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmál í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 4 sinnum, 2 lykkjur 3 sinnum = 28-33-32-37-36-41 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu.

HÆGRI ÖXL:
Fitjið upp 18-23-22-27-26-31 lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur) á hringprjón 3,5 með Muskat. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og 1 umferð slétt frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið frá röngu: Prjónið brugðnar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (= frá handveg): Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu lykkju, prjónið A.2 yfir næstu 10-20-10-20-20-20 lykkjurnar (= 1-2-1-2-2-2 sinnum á breidd) og endið með 5-0-9-4-3-8 lykkjur með sléttprjóni.
Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir háls í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 4 sinnum og 2 lykkjur 3 sinnum = 28-33-32-37-36-41 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Setjið nú axlir saman þannig: prjónið yfir hægri öxl: 2 kantlykkjur með garðaprjóni, mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru, fitjið upp 19-19-21-21-23-23 nýjar lykkjur, prjónið mynstur eins og áður yfir vinstri öxl þar til 2 lykkjur eru eftir og endið með 2 kantlykkjur með garðaprjóni.

BERUSTYKKI AÐ FRAMAN:
= 75-85-85-95-95-105 lykkjur. Prjónið eins og berustykki á bakstykki = 92-100-108-118-132-144 lykkjur.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Prjónið nú stykkin saman frá réttu þannig:
Prjónið þannig: Prjónið * 6-5-7-7-9-10 lykkjur garðaprjón, 4-4-6-6-11-11 lykkjur með sléttprjóni, A.1 yfir næstu lykkju, A.2 yfir næstu 70-80-80-90-90-100 lykkjur eins og áður (= 7-8-8-9-9-10 sinnum á breidd), 4-4-6-6-11-11 lykkjur með sléttprjóni og 7-6-8-8-10-11 lykkjur með sléttprjóni *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum. Nú eru 184-200-216-236-264-288 lykkjur í umferð, setjið stykkið saman og prjónið síðan hringinn. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir lykkjur á milli framstykki og bakstykkis, síðan er prjónað sléttprjón yfir þessar lykkjur = alls 21-19-27-27-41-43 lykkjur sléttprjón á milli framstykki og bakstykki á hvorri hlið á stykki.
Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Prjónið síðan áfram hringinn.
Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin (= 4 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA.
Fækkið lykkjum svona með 2-2-3-3-2-9 cm millibili alls 6-5-4-4-6-2 sinnum = 160-180-200-220-240-280 lykkjur.
Nú eru eftir 9-9-19-19-29-39 lykkjur með sléttprjóni á milli framstykkis og bakstykkis á hvorri hlið á stykki.
Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15-16 cm frá prjónamerki, stillið af að endað sé með heila mynstureiningu af A.2, prjónið A.3a yfir allar lykkjur (= 16-18-20-22-24-28 sinnum á breidd). Haldið svona áfram með mynstur. Aukið út um A.3a. Þegar A.3a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 256-288-320-352-384-448 lykkjur í umferð. Prjónið A.3b yfir A.3a.
Þegar allar lykkjur í A.3b hafa verið auknar út eru 336-342-360-396-432-448 lykkjur í umferð. Þegar eftir eru 4 umferðir í A.4b, skiptið yfir á hringprjón 3,5. Í síðustu umferð í A.3b er fellt af eins og útskýrt er í mynsturteikningu, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Stykkið mælist alls ca 62-64-66-68-70-72 cm.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma í ystu lykkjubogana.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp 90-112 lykkjur í kringum háls á hringprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, hringinn. Fellið síðan af, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= fellið af 1 lykkju
= fellið af 1 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, fellið uppsláttinn af, þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki stífur.
= prjónstefna
Gisèle Houle 11.07.2018 - 05:22:

Bonjour,\r\nFélicitation pour votre site.\r\nSi je fais des manches courtes, je me demandes si le modèle serait aussi beau?\r\nEt combien de fil/laine il faudrait en surplus? Merci

DROPS Design 11.07.2018 kl. 07:55:

Bonjour Mme Houle, merci pour votre retour. Nous ne sommes toutefois pas en mesure de pouvoir ajuster chacun de nos modèles à chaque demande individuelle. Consultez d'autres modèles de ce type avec manches courtes pour vous faire une idée, votre magasin DROPS saura vous aider et vous conseiller, même par mail ou téléphone. Bon tricot!

Lise T. D'Amours 09.01.2018 - 16:02:

So airy and feminine! I need this in my wardrobe!

Jutta 30.12.2017 - 11:36:

Tolles Muster, toller Schnitt, würde ich gerne stricken.

Beti 22.12.2017 - 19:44:

Eine traumhaftes Modell. Ich würde es gern nacharbeiten.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-41

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.