DROPS / 190 / 14

Gentle Waves by DROPS Design

Toppur með gatamynstri og A-formi, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Belle.

DROPS Design: Mynstur vs-040
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
300-300-350-350-400-450 g litur 15, gallabuxnablár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3300kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING-1:
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar með sléttprjóni.

ÚTAUKNING-2:
Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki í hlið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið á hinni hliðinni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar með sléttprjóni.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er fram- og bakstykki prjónað hvort fyrir sig, fram og til baka niður að handveg, síðan er fram- og bakstykki prjónað í hring.

BAKSTYKKI:
Prjónið hægri öxl þannig:
Fitjið upp 16-17-17-18-19-20 lykkjur á hringprjón 4,5 með Belle.
UMFERÐ 1 (= rétta): 3 lykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= að hálsi), 10-11-11-12-13-14 lykkjur slétt, 3 lykkjur garðaprjón (= að handveg).
UMFERÐ 2: 3 lykkjur garðaprjón, brugðnar lykkjur þar til eftir eru 3 lykkjur, 3 lykkjur garðaprjón.
Endurtakið umferð 1 og 2 8 sinnum til viðbótar (= alls 9 sinnum) = 18 umferðir.
Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni að hálsi – lesið ÚTAUKNING-1 = 17-18-18-19-20-21 lykkja. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu og geymið stykkið. Stykkið mælist ca 8 cm frá uppfitjunarkanti og niður.
Prjónið vinstri öxl þannig:
Fitjið upp og prjónið eins og hægri öxl, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. þegar aukið er út um 1 lykkju við háls er aukið út um 1 lykkju á undan 3 lykkjum með garðaprjóni að hálsi í 19. umferð. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu.
Prjónið nú vinstri og hægri öxl saman þannig:
Snúið stykkinu (= vinstri öxl) og prjónið eins og áður yfir allar lykkjur og fitjið upp 35-35-37-37-39-39 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar, síðan eru prjónaðar 17-18-18-19-20-21 lykkja frá hægri öxl inn á prjóninn = 69-71-73-75-79-81 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir háls við miðju að aftan eru prjónaðar með garðaprjóni, aðrar lykkjur á bakstykki eru prjónaðar með sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður.

Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni yfir nýjar lykkjur fyrir hálsmáli er mynstur prjónað jafnframt því sem aukið er út fyrir handveg. Byrjið frá réttu og prjónið þannig: 3 lykkjur garðaprjón, 13-14-15-16-18-19 lykkjur með sléttprjóni, A.1 (= 7 lykkjur), A.2 (= 23 lykkjur), A.1, 13-14-15-16-18-19 lykkjur með sléttprjóni, 3 lykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-12-12-10-10-9 cm frá uppfitjunarkanti á öxl er aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið fyrir handveg. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 3-5-7-10-12-16 sinnum = 75-81-87-95-103-113 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu og geymið stykkið. Stykkið mælist 15-16-17-18-19-21 cm frá öxl og niður.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið alveg eins og bakstykki.
Þegar allar útaukningar fyrir handveg er lokið eru = 75-81-87-95-103-113 lykkjur í umferð. Á eftir síðustu útaukningu er prjónuð 1 umferð til baka frá röngu.

Prjónið nú frá réttu þannig: Snúið og prjónið yfir allar lykkjur á framstykki, fitjið upp 4-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur fyrir handveg, setjið eitt prjónamerki mitt á milli þessa nýju lykkja (= 2-3-4-5-6-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerki), prjónið 75-81-87-95-103-113 lykkjur frá bakstykki inn á sama hringprjón og fitjið upp 4-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur fyrir handveg, setjið eitt prjónamerki mitt í þessar nýju lykkjur (= 2-3-4-5-6-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 158-174-190-210-230-254 lykkjur. Prjónið síðan stykkið í hring á hringprjón. Prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður, en yfir miðju 10-12-14-16-18-20 lykkjurnar á hvorri hlið (þ.e.a.s. 5-6-7-8-9-10 lykkjur hvoru megin við prjónamerki á hvorri hlið) er prjónað garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir lykkjur inn á hvorri hlið er haldið áfram með sléttprjóni, A.1 og A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 lykkjur hvoru megin á stykki – lesið ÚTAUKNING-2! Aukið svona út í 6.-6.-7.-7.-7.-7. hverri umferð alls 13 sinnum = 210-226-242-262-282-306 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 40-41-42-4.-44-44 cm (alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl). Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af með sléttum lykkjum. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma með lykkjuspori. Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir
= prjónið hnút þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt í sömu lykkju, steypið 2. lykkjunni yfir síðustu lykkju á hægri prjóni, steypið næstu lykkju yfir síðustu lykkju á prjóni og haldið áfram þar til steyptar hafa verið yfir alls 4 lykkjur yfir síðustu lykkjuna.


Comnie 04.08.2019 - 18:57:

Når modellen er strikket oppefra og ned, skal jeg så strikke mønsterrsporten oppefra og ned, eller er der taget højde for det i opskriften, så jeg bare starter nedefra i diagrammet?

DROPS Design 09.08.2019 kl. 09:07:

Hej Comnie, ja du starter bare nedefra i diagrammet som du plejer. God fornøjelse!

Barbara Krause 29.06.2019 - 23:11:

Moin wann beginnt das Muster? Ist Vorderteil wie Rückseite mit Muster? Dankeschön

DROPS Design 01.07.2019 kl. 07:05:

Liebe Frau Krause, Rücken und Vorderteil sind beide gleich, dh Sie stricken zuerst Rückenteil (1. Schulter, dann 2. Schulter, dann schlagen Sie die Maschen für den Halsauschnitt und stricken Muster in der Mitte und nehmen für die Armlöcher zu), Nach der letzen Zunahmen werden Sie beide Teile in der Runde stricken (und neuen Maschen für die Armlöcher dazwischen anschlagen). Viel Spaß beim stricken!

Margret 10.06.2019 - 20:24:

Hallo liebe Dropse,bei A1 sind doch die Rückreihen links gestrickt so wie abgebildetes Original zeigt.Dann wäre die Strickanleitungen. Falsch,da die Rückreihen fehlen(linke R) Oder sind nur die Hinreihen angegeben,dann wären es sicher aber nur 2rechte Reihen!? Komme gerad nicht klar bitte Info,danke und freundlichen Gruß Margret

DROPS Design 11.06.2019 kl. 12:06:

Liebe Magret, die Diagramme zeigen alle Reihen, da bei den Rückreihen stricken Sie: 1 M re (= sieht wie eine linke Masche von der Vorderseite), 5 M links (= glatt rechts) und 1 M re (= sieht wie eine linke Masche von der Vorderseite). Viel Spaß beim stricken!

Lyfit 12.09.2018 - 15:47:

I would appreciate the type of yarn to be specified such as lace, dk, worsted etc.

DROPS Design 13.09.2018 kl. 09:09:

Dear Mrs Lyfit, you will find all relevant informations about the yarn under its shadecard - Remember your DROPS store will provide you any further informations even per mail or telephone. Happy knitting!

Sleyp Linda 10.01.2018 - 11:42:

Prachtig model voor de zomer. dit wordt mijn volgende project

Silvia 09.01.2018 - 23:38:

Si può avere lo schema anche all'uncinetto? Grazie

SARRASIN NATHALIE 05.01.2018 - 14:31:

Modèle sublime pour les journées chaudes d'été

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-14

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.