DROPS / 190 / 10

Chella by DROPS Design

Toppur með gatamynstri og A-formi, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Bomull-Lin eða DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur l-146
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BOMULL-LIN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
400-400-450-500-550-600 g litur 03, ljós beige
Eða notið:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
400-450-500-550-600-650 g litur 26, dökk beige

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKARPJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (5)

53% Bómull, 47% Hör
frá 638.00 kr /50g
DROPS Bomull-Lin uni colour DROPS Bomull-Lin uni colour 638.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5104kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING (á við um handveg):
Aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið. Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn, það eiga ekki að myndast göt.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Framstykkin og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig niður að búk, síðan eru allar lykkjur settar á einn og sama hringprjón. Prjónið síðan í hring.

BAKSTYKKI:
VINSTRI ÖXL:
Fitjið upp 16-17-17-18-18-19 lykkjur á hringprjón 5 með Bomull-Lin eða Paris. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan þannig – frá réttu: 3 lykkjur með garðaprjón, 10-11-11-12-12-13 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 3 cm, endið eftir 1 umferð frá röngu. Klippið frá og geymið stykkið.

HÆGRI ÖXL:
Fitjið upp og prjónið eins og vinstri öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 3 cm, endið eftir 1 umferð frá röngu. Prjónið 1 umferð frá réttu, fitjið upp 27-27-29-29-31-31 nýjar lykkjur og prjónið til baka lykkjur frá vinstri öxl á prjóninn = 59-61-63-65-67-69 lykkjur. Prjónið þannig – frá röngu: 3 lykkjur garðaprjón,10-11-11-12-12-13 lykkjur brugðnar, 33-33-35-35-37-37 lykkjur garðaprjón, 10-11-11-12-12-13 lykkjur brugðnar, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 33-33-35-35-37-37 lykkjurnar, prjónið síðan sléttprjón með 3 lykkjur garðaprjón á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 17-17-17-16-16-16 cm aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 2-4-5-7-8-9 sinnum = 63-69-73-79-83-87 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm frá öxl, endið eftir umferð frá röngu.

FRAMSTYKKI:
VINSTRI ÖXL:
Fitjið upp 16-17-17-18-18-19 lykkjur á hringprjón 5 með Bomull-Lin eða Paris. Prjónið 2 umferðir garðaprjón, prjónið síðan þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, 10-11-11-12-12-13 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Í lok næstu umferðar frá röngu eru fitjaðar upp 15-15-16-16-17-17 nýjar lykkjur = 31-32-33-34-35-36 lykkjur. Prjónið þannig – frá réttu: Garðaprjón yfir fyrstu 18-18-19-19-20-20 lykkjurnar, 10-11-11-12-12-13 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir fyrstu 18-18-19-19-20-20 lykkjurnar í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: A.1 yfir fyrstu 16 lykkjurnar, sléttprjón yfir næstu 12-13-14-15-16-17 lykkjurnar, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram þar eftir er 1 umferð í A.1, þ.e.a.s. endið eftir umferð frá röngu. Klippið frá og geymið stykkið.

HÆGRI ÖXL:
Fitjið upp 16-17-17-18-18-19 lykkjur á hringprjón 5 með Bomull-Lin eða Paris. Prjónið 2 umferðir garðaprjón, prjónið síðan þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, 10-11-11-12-12-13 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Í lok næstu umferðar frá réttu eru fitjaðar upp 15-15-16-16-17-17 nýjar lykkjur = 31-32-33-34-35-36 lykkjur. Prjónið þannig – frá röngu: Garðaprjón yfir fyrstu 18-18-19-19-20-20 lykkjurnar, 10-11-11-12-12-13 lykkjur brugðnar, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir fyrstu 18-18-19-19-20-20 lykkjurnar í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið fyrstu 29-30-31-32-33-34 lykkjurnar eins og áður (nú er prjónuð síðasta umferð í A.2), prjónið næst síðustu lykkju frá hægri öxl slétt saman við fyrstu lykkju frá vinstri öxl, prjónið síðustu lykkju frá hægri öxl slétt saman við aðra lykkju frá vinstri öxl, prjónið 2 næstu lykkjur frá vinstri öxl slétt saman, prjónið þær lykkjur sem eftir eru á vinstri öxl eins og áður (nú er prjónuð síðasta umferð í A.1) = 59-61-63-65-67-69 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 3 lykkjur garðaprjón, brugðnar lykkjur yfir næstu 53-55-57-59-61-63 lykkjurnar, 3 lykkjur garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 12-13-14-15-16-17 lykkjurnar, A.3 (= 29 lykkjur), sléttprjón yfir næstu 12-13-14-15-16-17 lykkjurnar, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með A.3, sléttprjón og garðaprjón. Þegar stykkið mælist 17-17-17-16-16-16 cm aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið, aukið út alveg eins og á bakstykki, alls 2-4-5-7-8-9 sinnum á hvorri hlið = 63-69-73-79-83-87 lykkjur. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 63-69-73-79-83-87 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6-6-8-12-18-24 nýjar lykkjur, prjónið 63-69-73-79-83-87 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 6-6-8-12-18-24 nýjar lykkjur (setjið 1 prjónamerki mitt í þessar lykkjur).

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 138-150-162-182-202-222 lykkjur. Prjónið næstu 3 umferðir þannig: Haldið áfram með mynstur og sléttprjón eins og áður, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir miðju 12-12-14-18-24-30 lykkjurnar á hvorri hlið (1 umferð brugðin, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðin). Klippið frá. Næsta umferð byrjar 7 lykkjum á undan prjónamerki á milli bakstykkis og hægra framstykkis – þetta er núna byrjun á umferð. Prjónið þannig: A.4 (= 15 lykkjur), 12-15-18-23-28-33 lykkjur með sléttprjóni eins og áður, A.3, 12-15-18-23-28-33 lykkjur með sléttprjóni eins og áður, A.4 (= 15 lykkjur), 55-61-67-77-87-97 lykkjur með sléttprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.4 + 1 lykkja á hvorri hlið. Endurtakið þessa útaukningu í 4. hverri umferð fram þar til toppurinn er tilbúinn, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með sléttprjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm frá öxl, nú eru ca 242-258-274-294-318-338 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan af.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma kant í kant, saumið í ystu lykkjuboga í ystu lykkju.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= slétt frá röngu
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður slétt frá réttu/brugðið frá röngu svo að það myndist gatElen WARTEL 08.04.2019 - 13:42:

I’m not so sure how to understand the 1 increase on each side the A4 + 1 increase on each side. Can you help?

DROPS Design 08.04.2019 kl. 13:59:

Dear Mrs Wartel, you will increase on the sides as follows, beginning 1 stitch before A.4: increase 1 stitch (= yarn over), K1, work A.4, K1, increase 1 stitch (= yarn over). Happy knitting!

Barbara Krause 29.03.2019 - 08:16:

Moin warum werden bei den vorderen Schultern keine zunahmen für den Ärmel Ausschnitt gestrickt? Gruß Barbara

DROPS Design 01.04.2019 kl. 10:16:

Liebe Frau Krause, es wird auch bein dem Vorderteil zugenommen, wenn die Arbeit 17-16 cm misst - siehe am Ende VORDERTEIL/ RECHTE SCHULTER. Viel Spaß beim stricken!

Ekaterina 19.07.2018 - 22:39:

Sollte es hier vielleicht einen Absatz "Fertigstellen" geben (mit einer Bemerkung, dass die Schulternaehte zu schliessen sind)?

Chrissie 20.12.2017 - 23:05:

Zeitlos, elegant, schön, ein Musthave

Nadine 12.12.2017 - 11:49:

Stylé, j'aime, plus long en robe aussi

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-10

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.