DROPS / 190 / 13

Loving Summer by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Cotton Light.

DROPS Design: Mynstur cl-087
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
350-400-450-500-550-600 g litur 02, hvítur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2310kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Aukið er út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni. Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það á að myndast gat.

ÚTAUKNING-2 (fram- og bakstykki): Aukið út hvoru megin við prjónamerki + 1 lykkja á hvorri hlið. Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það á að myndast gat.
---------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Framstykkin og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig niður að búk, síðan eru allar lykkjur settar á sama hringprjón. Prjónið síðan í hring.

BAKSTYKKI:
VINSTRI ÖXL:
Fitjið upp 18-18-18-18-18-18 lykkjur á hringprjón 4 með Cotton Light. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, A.1 (= 12 lykkjur), 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 2 cm, endið með 1 umferð frá röngu. Klippið frá og geymið stykkið.

HÆGRI ÖXL:
Fitjið upp og prjónið eins og vinstri öxl, en prjónið A.2 í stað A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 2 cm, endið með 1 umferð frá röngu. Prjónið 1 umferð frá réttu, fitjið upp 33-33-35-37-39-41 nýjar lykkjur og prjónið til baka lykkjur frá vinstri öxl á prjóninn = 69-69-71-73-75-77 lykkjur. Prjónið þannig – frá röngu: 3 lykkjur garðaprjón, A.2, 39-39-41-43-45-47 lykkjur með garðaprjóni, A.1, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni yfir miðju 39-39-41-43-45-47 lykkjurnar. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, 0-0-1-2-0-1 lykkjur með sléttprjóni, A.3 A yfir næstu 60-60-60-60-66-66 lykkjurnar, A.3 B (= 3 lykkjur),0-0-1-2-0-1 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón – ATH! Passið uppá að A.3 passið yfir A.2 og A.1. Þegar stykkið mælist 14-12-11-11-9-8 cm (mælt frá öxl) aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-1. Aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 5-9-11-13-17-20 sinnum = 79-87-93-99-109-117 lykkjur, útauknar lykkjur í hlið eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3. Þegar útaukningarnar í hlið hafa verið gerðar til loka er stykkið geymt, endið eftir heila umferð frá röngu, stykkið mælist ca 17-18-19-20-21-22 cm frá öxl.

FRAMSTYKKI:
VINSTRI ÖXL:
Fitjið upp 18-18-18-18-18-18 lykkjur á prjón 4 með Cotton Light. Prjónið 2 umferðir garðaprjón, prjónið síðan þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, A.1 (= 12 lykkjur), 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm, endið með 1 umferð frá röngu. Klippið frá og geymið stykkið.

HÆGRI ÖXL:
Fitjið upp og prjónið eins og vinstri öxl, en prjónið A.2 í stað A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 6 cm, endið með 1 umferð frá röngu. Prjónið 1 umferð frá réttu, fitjið upp 33-33-35-37-39-41 nýjar lykkjur og prjónið til baka lykkjur frá vinstri öxl á prjóninn = 69-69-71-73-75-77 lykkjur. Prjónið þannig – frá röngu: 3 lykkjur garðaprjón, A.2, 39-39-41-43-45-47 lykkjur garðaprjón, A.3, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 39-39-41-43-45-47 lykkjurnar. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 3 lykkjur garðaprjón, 0-0-1-2-0-1 lykkjur sléttprjón, A.3 A yfir næstu 60-60-60-60-66-66 lykkjur, A.3 B (= 3 lykkjur),0-0-1-2-0-1 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón – ATH! Passið uppá að A.3 passi yfir A.2 og A.1. Þegar stykkið mælist 14-12-11-11-9-8 cm (mælt frá öxl) aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjón á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-1. Aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 5-9-11-13-17-20 sinnum = 79-87-93-99-109-117 lykkjur, útauknar lykkjur í hlið eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3. Þegar útaukningar í hlið hafa verið gerðar til loka er stykkið geymt, endið eftir umferð frá röngu, stykkið mælist ca 17-18-19-20-21-22 cm frá öxl.

Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 79-87-93-99-109-117 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6-6-8-12-14-20 nýjar lykkjur, prjónið 79-87-93-99-109-117 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 6-6-8-12-14-20 nýjar lykkjur.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 170-186-202-222-246-274 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið – mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp.
Prjónið næstu 3 umferðir þannig: Haldið áfram með sléttprjón, en prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 12-12-14-18-20-26 lykkjur á hvorri hlið (1 umferð brugðin, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðin) fyrir handveg. Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin í hlið (= 4 lykkjur fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING-2, endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð þar til stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, nú eru ca 244-262-280-302-328-358 lykkjur í umferð. Prjónið A.4 yfir allar lykkjur, fellið síðan af. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuð lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja
= takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman


Merete 20.08.2018 - 16:14:

Tak for svar på tidligere. Matematikken passer fint hvis jeg kun skal strikke A3, men det kommer ikke til at passe med både A1og A2. Jeg tilføjer 37 masker mellem A1 og A2. Hvis de skal kunne strikkes sammen med mønsteret i A1 og A2 burde dette masketal fratrukket 3 være deleligt med 6. Uanset hvad der så foregår at retstrik i kanten. Jeg kan i hvert fald ikke få det til at passe på nogen måde. Til gengæld fungerer det smukt hvis jeg tilføjer 39 masker i midten i stedet for 37!

Henny 14.08.2018 - 21:26:

Op een hoogte van 14 cm moet je aan de goede kant meerderen en de gebreide steken aan de zijkant in patroon A3 inbreien. Hoe doe je dit zonder dat het patroon verspringt?

DROPS Design 15.08.2018 kl. 10:15:

Dag Henny, Je breit de gemeerderde steken in A.3, zodra er genoeg steken zijn om ze in patroon te breien. Als er nog niet genoeg steken zijn, brei je ze in tricotsteek.

Merete 11.07.2018 - 16:02:

Jeg strikker denne top i str XL og kan ikke få mønsteret til at passe. Når jeg samler højre og venstre skulder med opslag har jeg 73 masker. Jeg strikker 3 masker retstrik og 2 masker glatstrik og fortsætter med diagram A3, så det stemmer med mønsteret på diagram A2 og videre over de opslagene masker frem til den anden skulder. Og her passer mønsteret så ikke længere over det der på skulderen er strikket efter A1, men er forskudt med 2 masker. Er der mon en fejl i opskriften?

DROPS Design 20.08.2018 kl. 15:51:

Hej Merete, Du har 73 masker, de yderste 5 masker i hver side strikkes i retstrik/glatstrik, det vil sige at du har 63 masker tilbage til A.3. Hvis du strikker A.3A over 6 masker 10 gange, så har du 3 masker tilbage hvor du strikker A.3B (så mønsteret bliver ens i hver side). God fornøjelse!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.