DROPS / 190 / 16

Rocky Bay by DROPS Design

Prjónaður toppur með gatamynstri. Stærð S – XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Paris.

Leitarorð: gatamynstur, toppar,

DROPS Design: Mynstur w-691
Garnflokkur C
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
400-400-450-500-550-600 g litur 19, ljós gulur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (6)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2464kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA-1 (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 204 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 38) = 5,3. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 4 og 5. hver lykkja saman.

ÚRTAKA-2 (á við um fram- og bakstykki):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman.

ÚRTAKA-3 (á við um handveg):
Fækkið lykkjum innan við A.5/A.7 á hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir A.5 þannig: Takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum á undan A.7 þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan A.7: Prjónið 2 lykkjur slétt saman.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna upp að handveg, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 204-221-238-255-272-289 lykkjur á hringprjón 5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan eftir A.1 (= 12-13-14-15-16-17 mynstureiningar á breidd). Prjónið A.1 3 sinnum á hæðina. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 38-43-44-45-42-39 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA-1 = 166-178-194-210-230-250 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, 1 í byrjun á umferð og 1 eftir 83-89-97-105-115-125 lykkjur (= hliðar). Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hliðum (= 4 lykkjur færri) – LESIÐ ÚRTAKA-2.
Fækkið lykkjum með 4-4-4-4-4½-4½ cm millibili alls 7 sinnum = 138-150-166-182-202-222 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm prjónið A.2 yfir allar lykkjur, í síðustu umferð í A.2 er fækkað um 0-0-4-2-4-0 lykkjur jafnt yfir = 138-150-162-180-198-222 lykkjur. Prjónið A.3, í síðustu umferð í A.3 er aukið út um 0-0-4-2-4-0 lykkjur jafnt yfir = 138-150-166-182-202-222 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 7-7-8-8-9-10 lykkjurnar, A.4 yfir næstu 55-61-67-75-83-91 lykkjurnar (endið með 1 lykkju slétt), garðaprjón yfir næstu 14-14-16-16-18-20 lykkjurnar, A.4 yfir næstu 55-61-67-75-83-91 lykkjurnar og endið með 7-7-8-8-9-10 lykkjur garðaprjón. Prjónið A.4 1 sinni á hæðina (haldið áfram með garðaprjón á hvorri hlið). Síðan er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 3-3-4-4-5-6 lykkjurnar, prjónið 63-69-75-83-91-99 lykkjur, fellið af næstu 6-6-8-8-10-12 lykkjur, prjónið 63-69-75-83-91-99 lykkjur slétt og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-6 lykkjurnar. Prjónið fram- og bakstykki til loka fram og til baka hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 63-69-75-83-91-99 lykkjur. Prjónið síðan þannig, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu: A.7, byrjið á 2. umferð í mynstri (frá vinstri hlið í mynsturteikningu) (= 4 lykkjur), 55-61-67-75-83-91 lykkjur brugðnar, A.5 (byrjið á 2. umferð í mynstri). Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: A.5, fækkið um 1 lykkju – lesið ÚRTAKA-3, prjónið 0-3-3-7-8-12 lykkjur sléttprjón, A.6 A yfir næstu 48-48-54-54-60-60 lykkjurnar, A.6 B (= 3 lykkjur), 0-3-3-7-8-12 lykkjur sléttprjón, fækkið um 1 lykkju, A.7. Haldið áfram með þetta mynstur og fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu 0-3-3-7-8-12 sinnum til viðbótar = 61-61-67-67-73-73 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 56-60-62-64-66-68 cm, fellið af miðju 25-25-29-29-33-33 lykkjurnar. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð er felld af 1 lykkja frá hálsi = 17-17-18-18-19-19 lykkjur eftir á hvorri öxl. ATH: Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri við háls þegar lykkjum er fækkað, prjónið þær með sléttprjóni. Fellið af þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm.

FRAMSTYKKI:
= 63-69-75-83-91-99 lykkjur. Prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm = 61-61-67-67-73-73 lykkjur. Setjið nú miðju 19-19-23-23-27-27 lykkjurnar á band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 17-17-18-18-19-19 lykkjur eftir á öxl – ATH: Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri við háls þegar lykkjum er fækkað, prjónið þær með sléttprjóni. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið af þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Endurtakið á hinni öxlinni.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma, saumið kant í kant í ystu lykkjuna til að koma í veg fyrir að saumurinn verði of þykkur.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp 65 til 80 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur á bandi) á stuttan hringprjón 5. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fellið síðan af með sléttum lykkjum.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= prjónið 2 lykkjur í eina lykkju
= fellið af 1 lykkju


Clare Little 22.04.2019 - 21:04:

The chart A7 is wrong. The yarn over should be before the k2tog and not after as on chart

DROPS Design 23.04.2019 kl. 15:32:

Dear Mrs Little, diagram is correct, the 3rd row in A.7 will be worked from WS and will be read from the left towards the right, so that from WS you will first make a YO then the K2 tog. Happy knitting!

Ann-Britt Landin 10.04.2019 - 11:08:

Hej jag beställde garn den 3 april och jag väntar på garnet

DROPS Design 10.04.2019 kl. 14:55:

Hei Ann-Britt. Vi sender ikke ut garn direkte til kunder, så om du har spørsmål vedrørende leveringstid ol må du ta direkte kontakt med butikken du handlet hos - det er de som er ansvarlige for din bestilling. hilsen DROPS

Lolih 28.03.2019 - 18:49:

Est ce possible traduire en français les 2premiers com. il semblerait qu on y parle d’erreur de mailles . merci Bonjour depuis chez moi

Diana Hart 26.08.2018 - 20:35:

I have just started the back piece size small, but number of stitches don't match the pattern. It says work A5 decrease 1 stitch, (no stitches in stocking stitch), A6A over next 48 stitches then A6 B for 3 stitches decrease 1 stitch (no stitches in stocking stitch ), A7. Continue this pattern upwards, but I have 5 stitches before and after A6. Should I decrease 1 more stitch each side or work the extra stitch each side in stocking stitch.

DROPS Design 30.08.2018 kl. 13:15:

Dear Diana, Please keep in mind that decreses are knitted in A.5 and A.7 and not after/before. However, since you have to make more decresases and in order not to frog your project, you can decrease those extra stitches on each side. Happy Knitting!

Beti 22.12.2017 - 19:45:

Eine traumhaftes Modell. Ich würde es gern nacharbeiten.

Amyah 11.12.2017 - 18:49:

Ooooooh! Nice!!!!!!! Another want...

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-16

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.