Mary-Anne skrifaði:
Thank you so much for your quick response. I just thought that for the size of the button, the buttonhole would be larger. Anyways, I just love all of your patterns and have made quite a few of them for gifts. There is only one shop here that sells only a small amount of 'drops' yarn. I just wish there were more shops in BC that sold your yarn. But unfortunately that is not the case. I buy drops yarn anytime I see it!!! Thanks again!
06.12.2023 - 06:14
Mary-Anne skrifaði:
I have a question about pattern 172-39 concerning the buttonholes. I have read everything in the pattern & have done the buttonhole according to the instructions which says sl 1st st, work 2 sts in next st and work the next 2 tog & I assume I continue the rest of the row (rows) according to chart. I am an experienced knitter. What am I missing?? I am making for a Christmas gift. Also the picture looks like the buttonholes are on the left side and the buttons on the right. Thanks!
04.12.2023 - 20:13DROPS Design svaraði:
Dear Mary-Anne, that's the way the buttonholes are worked on this jacket; the hole will not be that large, just enough; but feel free to adjust the way to work them with your own favorite technique, the picture might have been flipped, reason why the buttonholes look to be on the left front piece. Happy knitting!
05.12.2023 - 09:20
Laurence skrifaði:
Bonjour Pour le montage des mailles au tout début faut il rajouter 7m pour la bordure ou est elle déjà comptée dans les mailles indiquées (ex 147 m+7 ou seulement 147 m ?
31.12.2022 - 06:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Laurence, ces 7 mailles de bordure devant de chaque côté sont déjà comprises dans le nombre de mailles à monter et n'ont pas besoin d'être ajoutées. Bon tricot!
02.01.2023 - 13:42
Meike skrifaði:
Guten Tag, ich möchte die Jacke länger stricken (Kleidergröße 84) und dachte daran, einen Zopf mehr in der Höhe zu arbeiten. Würde es genügen, erst ab 30cm Gesamtlänge der Anleitung und dem Abnehmen zu folgen, damit der Schnitt erhalten bleibt? Mit freundlichen Grüßen Meike
14.10.2022 - 09:34DROPS Design svaraði:
Liebe Meike, leider können wir nicht jede Anleitung nach jeder Anfrage anpassen, am besten inspirieren Sie sich von einer ähnlichen aber längere Jacke. Gerne kann Ihnen auch Ihr DROPS Händler damit (auch per Telefon oder per E-Mail) weiterhelfen. Viel Spaß beim stricken!
14.10.2022 - 13:22
Eyrún Halla skrifaði:
Það virðist vanta útskýringar á leiðbeiningunum, því það stendur í textanum sjá að ofan en svo eru engar útskýringar um það að ofan.
19.10.2021 - 15:40DROPS Design svaraði:
Eyrún Halla. Takk fyrir ábendinguna. Útskýringarnar hafa eitthvað orðið viðskila við textann. Það er búið að laga þetta.
21.10.2021 - 13:09
Rosemarie Lavway skrifaði:
I am just starting DROPS 172-39. .I noticed at first it states Garter st back & forth knit all rows. But in the instructions it refers to stockinette st. Help. I love your patterns and am very anxious to complete this one
10.11.2019 - 01:49DROPS Design svaraði:
Dear Rosemary, after the ribbing there are reverse stockinett stitches between the cable which are in the charts and the back (and later the sleeves) are knitted with stockinett stitches. happy Knitting!
10.11.2019 - 11:03
MARIA skrifaði:
Your largest width is 76cm is too small.. How to resize to a larger size?
30.06.2019 - 02:20DROPS Design svaraði:
Dear Maria, we are unfortunately not able to adjust every single pattern to every request, please contact your DROPS store - even per mail or telephone - or any knitting forum for any further individual assistance. Happy knitting!
01.07.2019 - 07:10
MARIA skrifaði:
How to find which size to knit for the bust size?
29.06.2019 - 21:22DROPS Design svaraði:
Dear Maria, you can find the relevant measurements on the schematic drawing below the pattern, at the bottom of the page. Happy Knitting!
30.06.2019 - 01:04
Lesley Hooser skrifaði:
I am not sure what I did, but the back shoulder has 15 stitches at cast off and the fronts both have 23 stitches at the shoulder at cast off, what do I do with the extra 8 on the fronts? or have I messed up the pattern? thank you
30.04.2019 - 23:35DROPS Design svaraði:
Hello Lesley. On both front pieces, you must knit the sts in the cables together 2 by 2 (so you decrease 8 sts); you then remain with 15 sts for the shoulder. Happy knitting!
01.05.2019 - 09:38
Coraline skrifaði:
Merci beaucoup pour votre réponse !
24.04.2019 - 21:33
Winter Orchid#winterorchidjacket |
||||||||||
|
||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow með köðlum og kraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 172-39 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN: Kantar að framan eru prjónaðir í mynstri eftir mynsturteikningu A.1 að loka máli – ATH: Fyrsta lykkjan í byrjun á hverri umferð frá miðju að framan er lyft af prjóni (eins og prjóna eigi slétt). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 73 lykkjur) og deilið þeim með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 13) = 5,6. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 4. og 5. hverja lykkju og 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Byrjið 4 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 4 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um í hliðum á fram- og bakstykki og mitt undir ermi): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni): HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 HNAPPAGAT = byrjið frá réttu, lyftið fyrstu lykkju yfir eins og áður, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (þ.e.a.s. prjónið framan og aftan í sömu lykkju = 1 lykkja fleiri) og prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 5, 14, 23, 32, 41, 50 og 59 cm. STÆRÐ M: 7, 16, 25, 34, 43, 52 og 61 cm. STÆRÐ L: 9, 18, 27, 36, 45, 54 og 63 cm. STÆRÐ XL: 7, 15, 23, 31, 39, 47, 55 og 63 cm. STÆRÐ XXL: 9, 17, 25, 33, 41, 49, 57 og 65 cm. STÆRÐ XXXL: 11, 19, 27, 35, 43, 51, 59 og 67 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan og upp að handveg. Síðan er fram- og bakstykki prjónað áfram hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stutta hringprjóna og prjónað er neðan frá og upp FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 135-147-156-168-183-195 lykkjur (meðtaldar 7 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna 8 með Snow. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 lykkjur KANTUR AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan, prjónið stroff eftir mynstri A.2A (= 24 lykkjur), * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 32 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, A.2B (= 24 lykkjur) og endið með 7 kantlykkjur að framan. Haldið svona áfram með stroff með 7 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 16 cm er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.3A (= 24 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir næstu 73-85-94-106-121-133 lykkjur. JAFNFRAMT er fækkað um 13-17-18-18-21-21 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – LESIÐ ÚRTAKA-1, prjónið A.3B (= 24 lykkjur) og endið með 7 kantlykkjur að framan eins og áður = 122-130-138-150-162-174 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjóna 9. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 36-38-40-43-46-49 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 50-54-58-64-70-76 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki). Haldið áfram í sléttprjón + A.3 og 7 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 18 cm í öllum stærðum er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 28 cm í öllum stærðum = 114-122-130-142-154-166 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 42-42-44-44-46-46 cm = 122-130-138-150-162-174 lykkjur. Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 33-35-37-40-43-46 lykkjur (= vinstra framstykki), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg (þ.e.a.s. 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin), prjónið sléttprjón yfir næstu 44-48-52-58-64-70 lykkjur (= bakstykki), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg og prjónið eins og áður yfir þær 33-35-37-40-43-46 lykkjur sem eftir eru (= hægra framstykki). Framstykkin og bakstykki er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 33-35-37-40-43-46 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með 7 kantlykkjur að framan. A.3A og sléttprjón. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar frá hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-0-1-1 sinni, 2 lykkjur 1-1-2-3-3-3 sinnum og 1 lykkju 1-2-2-2-2-4 sinnum = 30-31-31-32-32-33 lykkjur á prjóni. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 0-0-0-1-1-2 lykkjur sléttprjón fyrir handveg – ATH: Í stærð S er nú 1 lykkja færri í A.3A við handveg. Þegar stykkið mælist 60-62-64-64-66-68 cm setjið fyrstu 5-5-5-6-6-6 lykkjur í byrjun umferðar frá miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli (til að sleppa við að þurfa að klippa frá þráðinn sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn). Haldið áfram með mynstur eins og áður JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá miðju að framan þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 21-22-22-22-22-23 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til 2 umferðir eru eftir þar til stykkið mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm (passið að næsta umferð sé prjónuð frá réttu). Í næstu umferð eru lykkjur í tveimur köðlunum prjónaðar slétt saman 2 og 2 (= 8 lykkjur færri) = 13-14-14-14-14-15 lykkjur eftir á öxl. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með slétt frá réttu. Stykkið mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 33-35-37-40-43-46 lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd (þ.e.a.s. haldið áfram í sléttprjóni, A.3B og 7 kantlykkjur að framan). BAKSTYKKI: 44-48-52-58-64-70 l. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar frá hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 0-0-0-0-1-1 sinni, 2 lykkjur 1-1-2-3-3-3 sinnum og 1 lykkja 1-2-2-2-2-4 sinnum = 38-40-40-42-42-44 l á prjóni. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið nú af miðju 10-10-10-12-12-12 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 13-14-14-14-14-15 lykkjur eftir á hvorri öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm (passið að næsta umferð sé prjónuð frá röngu). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið síðan af með slétt frá réttu. Endurtakið í hinni öxlinni. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna neðan frá og upp, skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 24-27-27-27-30-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 8 með Snow. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 23 cm er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-5-3-3-4-4 lykkjur jafnt yfir = 20-22-24-24-26-26 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferð (= mitt undir ermi) og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 9 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 14-14-14-13-13-15 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 3½-3½-3½-3-2½-2 cm millibili alls 9-9-9-10-11-12 sinnum = 38-40-42-44-48-50 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-44-44-42-41-40 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af miðju 6 lykkjur mitt undir ermi og ermin er prjónuð til loka fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram í sléttprjóni og fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar frá hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum í öllum stærðum, 1 lykkju 2-2-2-4-5-6 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 54-54-55-55-56-56 cm, fellið síðan af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, ermin mælist ca 55-55-56-56-57-57 cm. Prjónið aðra hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 40 til 48 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjóna 8 með Snow. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem jafnframt eru auknar út lykkjur til 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Prjónið 3 umferðir sléttprjón, 1 umferðir slétt frá röngu og 3 umferðir sléttprjón, fellið síðan af. Brjótið kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan að röngu og saumið fallega niður. KRAGI: Byrjið frá réttu og prjónið upp 1 lykkju í hverja brugðna lykkju þar sem kanturinn í hálsmáli var brotinn niður á hringprjóna 9 með 1 þræði Snow = 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Prjónið síðan garðaprjón fram og til baka með 2 þráðum Snow. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum = 56-58-60-62-64-66 l. Þegar kraginn mælist 8-9-10-10-11-11 cm fellið af með slétt frá réttu. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kanti í lokin meðfram kanti að framan og í kringum kragann með heklunál 8 með 1 þræði Snow þannig: Byrjið frá réttu neðst niðri á hægra framstykki, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju/umferð, 1 flastalykkja í næstu lykkju/umferð*, endurtakið frá *-* upp meðfram öllu hægra framstykkinu, í kringum kragann og síðan niður meðfram vinstra framstykki. Klippið frá og festið enda. MEIRI FRÁGANGUR: Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. Saumið litu töluna ca 8-9-10-10-11-11 cm frá efstu tölu meðfram hálsmáli. Þessi tala er hneppt í gegnum heklaða kantinn í horninu á kraganum – sjá mynd. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterorchidjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 172-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.