Manosha skrifaði:
Your website is the best of all sites. The models , sizes and explaination are perfect, thanks a lot, I do many things for me, my mom, my kids
19.07.2016 - 10:38
Ragnhild Hjälmhult skrifaði:
Hei! Strikker størrelse L. Har 14 omganger igjen av A3, og økt til raglan slik oppskriften sier, og har nå 338 masker. Får ikke dette til å stemme. Øker tot 24 ganger annenhver pinne. Først 2 ganger med 16 masker pr omgang og så 22 omganger med 8 masker. Dvs tot 48 omganger. Mønster A3 går over 56 omganger. Takknemlig for en forklaring her :)
23.06.2016 - 00:12DROPS Design svaraði:
Hej Ragnhild. Du strikker videre paa A.3 naar ogsaa raglan er afsluttet.
23.06.2016 - 15:07
Britt Sperstad skrifaði:
Hei,strikker str S,garn Puna. Skjønner ikke helt oppskriften i avsnitt 3 under bærestykket. Har strikket ferdig A2, har igjen 14 omg på A3,arbeidet måler nå 14 cm. Skal jeg ta ermemaskene på en tråd nå eller når jeg er ferdig m A3??
13.06.2016 - 23:19DROPS Design svaraði:
Hej Britt. Du skal sette ermemaskene paa en traad naar du er faerdig med alle ökninger (du har 294 m) og arbejdet maaler 14 cm.
14.06.2016 - 15:42
Nadine skrifaði:
Hallo, ich stricke das Kleid (Größe L) mit Belle und komme mit der Einteilung des Raglan und Rückenteil nicht zurecht. Bis zur Einteilung 49 M + 1 (Markierer) , 26 M + 1, 49 M +1 , 26 M + 1 M (Vordere Runde) passt alles. Aber das Rückenteil mit 49 M sollte wie folgt gestrickt werden: 2 M Raglan, 3 M re., 43 M Muster , bis 2 vor M Markierer. Somit habe ich aber 50 M und das Muster ist micht nicht mittig !? Und wie viele M sollten zwischen Muster und 2 vor Maschenmarkierer sein?
17.05.2016 - 22:15
Hanne Gunnertoft Pedersen skrifaði:
Færdig med min kjole, er vildt glad for den. Har planer om een i en anden farve 😍
14.04.2016 - 15:56
Hanne Gunnertoft Pedersen skrifaði:
Når der laves mønster, hvor en masket tages løst af, en maske strikkes ret, den løse maske trækkes over: tages den løse maske af pinden, som om den skulle strikkes ret? Eller bare tages over, hvor pinden stikkes ind fra højre? Jeg gør det første, men synes hullerne derved bliver større end der hvor to masker strikkes sammen....
10.04.2016 - 14:36DROPS Design svaraði:
Hej Hanne, det kan man gøre som man synes er pænest (tror de fleste løfter m af som om den skulle strikkes vrang) God fornøjelse!
11.04.2016 - 14:32
Hanne Gunnertoft Pedersen skrifaði:
Undskyld, var for hurtig, mangler udtag X 4 = 32 masker + 326 = 358 masker 😊
24.03.2016 - 13:07DROPS Design svaraði:
Hej Hanne. Du starter med 166 m og tager först 2 m ud paa hver side af hvert maerke (dvs 16 masker per gang). Dette gentager du to gange = 32 m. Herefter tager du 1 m ud paa hver side af hver maske (dvs, 8 m per gang), dette gentager du i alt 20x = 160 m = 358 masker
24.03.2016 - 15:09
Hanne Gunnertoft Pedersen skrifaði:
326 masker efter raglanudtag i størrelse xl, der skulle være 358, synes jeg har fulgt opskriften fuldstændigt?
24.03.2016 - 13:01DROPS Design svaraði:
Se mit svar herover :-)
24.03.2016 - 15:09
Steffi H. skrifaði:
Hallo! Ich stricke das Kleid mit Belle und habe das Muster A2 und Raglanaufnahmen fertig, allerdings erst 2/3 vom Muster A.3. Wann soll ich die Ärmel abnehmen? Mein Strickstück ist bei Gr. S schon 18,5 cm lang....!? Wenn ich jetzt noch weiter stricke, also bis zum Übergang von A.3 zu A.4 bin ich bei über 20 cm bevor ich die Ärmel abnehme....?!
16.03.2016 - 21:03DROPS Design svaraði:
Liebe Steffi, haben Sie ab der im Schnitt gekennzeichneten Stelle gemessen? Wenn Sie die richtige Maschenprobe (21 M x 28 R = 10 x 10 cm) haben, ergeben sich die Masse wie im Schnitt eingezeichnet. Prüfen Sie bitte diese beiden Punkte nochmals.
17.03.2016 - 07:23
Linda Læret skrifaði:
Hei.Hvor mange garnnøster trenger jeg for å strikke denne kjolen.Størrelse xxl og xxxl. 😉
03.03.2016 - 12:58
Summer Feeling#summerfeelingdress |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll úr DROPS Muskat eða DROPS Belle með gatamynstri. Prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL
DROPS 160-1 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.6. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út mismunandi fyrir laskalínu eftir stærðum: STÆRÐ S-M: Aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= alls 8 l fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l snúin sl, 1 l sl (= l með prjónamerki), 1 l snúin sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt. Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf 17-19 sinnum til viðbótar. ATH: Útaukning við 1. prjónamerki er gerð þannig: Í byrjun á umferð: 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í lok umferðar: Sláið 1 sinni uppá prjoninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki). STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Aukið út í annarri hverri umf þannig: Aukið út um 2 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= alls 16 l fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l snúin sl, 1 l sl (= l með prjónamerki), 1 l snúin sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn (fyrsti og síðast uppslátturinn er prjónaður snúinn sl í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt, en í 2 miðju uppsláttunum eiga að myndast göt. ATH: Útaukning við 1. prjónamerki er gerð þannig: Í byrjun á umferð: 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í lok umferðar: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki). Endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 1-1-1-3 sinnum til viðbótar. Aukið síðan út þannig: Aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= alls 8 l fleiri) þannig: sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l snúin sl, 1 l sl (= l með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt. Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf alls 19-20-22-21 sinnum. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndast göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 134-134-140-144-144-148 l á hringprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið A.1 (= 2 l) yfir allar l. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt og aukið út um 16-20-14-22-42-46 l jafnt yfir = 150-154-154-166-186-194 l. Í næstu umf eru sett 4 prjónamerki í stykkið, 1 prjónamerki í miðju l í laskalínu þannig: Setjið 1. prjónamerki í síðustu l frá fyrri umf, prjónið 45-47-49-55-65-71 l sl (= framstykki), prjónið 1 l og setjið 2. prjónamerki í þessa l, prjónið 28-28-26-26-26-254 l sl (= ermi), prjónið 1 l sl og setjið 3. prjónamerki í þessa l, prjónið 45-47-49-55-65-71 l sl (= bakstykki), prjónið 1 l og setjið 4. prjónamerki í þessa l, prjónið 28-28-26-26-26-24 l sl (= ermi). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú þannig – JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan: Prjónið hálfa útaukningu fyrir laskalínu að 1. prjónamerki (sjá útskýringu að ofan), prjónið 13-14-14-17-22-25 lykkjur slétt, A.2 (= 17 l), prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 2. prjónamerki, prjónið LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 3. prjónamerki, prjónið laskalínu, 0-1-1-4-9-12 lykkjur slétt, A.3 (= 43 l), prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 4. prjónamerki, prjónið laskalínu, prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 1. prjónamerki, prjónið laskalínu. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni þar þær prjónast inn í mynstur eins og útskýrt er í A.3. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón yfir þessar l. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.4 (= 57 l) yfir A.3. Eftir alla útaukningu eru 294-314-338-358-394-426 l á prjóni. Stykkið mælist ca 14-15-16-17-18-19 cm. Haldið áfram með mynstur og sléttprjón eins og áður JAFNFRAMT er prjónað þannig: Prjónið fyrstu 81-87-95-103-117-129 l (= framstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 l undir ermi (setjið prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja), prjónið næstu 81-87-95-103-117-129 l (= bakstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 l undir ermi (setjið prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja) = 174-186-202-222-250-274 l eftir á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram að prjóna A.4 og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki á hliðum (= 4 l færri) – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 2½-4-4-4-4-4 cm millibili 5-3-3-3-3-3 sinnum til viðbótar = 150-170-186-206-234-258 l. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón yfir allar l. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm setjið 4 ný prjónamerki þannig: Prjónið 15-17-19-21-25-27 l, setjið 1. prjónamerki, prjónið 45-51-55-61-67-75 l, setjið 2. prjónamerki, prjónið 30-34-38-42-50-54 l, setjið 3. prjónamerki, prjónið 45-51-55-61-67-75 l, setjið 4. prjónamerki, prjónið þær l sem eftir eru 15-17-19-21-25-27 l. prjónamerki 1. og 2. eru á framstykki og prjónamerki 3. og 4. eru á bakstykki. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Í næstu umf er aukið út um 1 l á undan 1. og 3. prjónamerki og 1. l á eftir 2. og 4. prjónamerki (= 4 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. ATH: Lykkjufjöldi við miðju að framan og við miðju að aftan verður sá sami, aukið út í hliðar-l. Endurtakið útaukningu í 6. hverri umf 1 sinni til viðbótar, síðan í 4. hverri umf alls 6-5-6-5-6-10 sinnum, síðan í annarri hverri umf alls 22-18-22-18-18-8 sinnum = 270-270-306-306-338-338 l. Í næstu umf er aukið út um 2-2-0-0-2-2 l jafnt yfir = 272-272-306-306-340-340 l. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 45-46-47-48-49-50 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 25 cm). Prjónið nú A.6 (= 34 l) alls 8-8-9-9-10-10 sinnum á breiddina. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið A.5 yfir allar l. Fellið af. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Setjið til baka l af þræði á sokkaprjóna nr 4 og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 l undir ermi = 72-76-80-84-88-92 l. Prjónið sléttprjón í 2 cm, í næstu umf er fækkað um 8 l jafnt yfir = 64-68-72-76-80-84 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið A.5 yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið op undir ermi. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summerfeelingdress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 160-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.