Claudia skrifaði:
Hola con que técnica de montaje de puntos me recomienda empezar este sueter?
11.09.2012 - 05:11DROPS Design svaraði:
Hola Claudia, en nuestra videotéca gratis hay videos que enseñan como montar puntos. Nosotros no hemos utilizado ninguna técnica especial.
06.12.2012 - 13:47
Elena Vieth skrifaði:
Hallo, ich bin etwas irritiert, dass in der Anleitung werder knöpfe noch knopflöcher auftauchen oder habe ich diese übersehen. Vielen Dank für die tollen Anleitungen, mit denen ich bis jetzt immer gut klar gekommen bin und für die Mühe. Herzliche Grüße Elena Vieth
23.08.2012 - 11:20DROPS Design svaraði:
Vielen Dank für Ihr Feedback! Diese Jacke haben wir mit einer Nadel geschlossen, dann kann man sie auch gut offen tragen ohne dass Knöpfe und Knopflöcher stören.
23.08.2012 - 11:24
Jantien skrifaði:
Hallo, Ik ben bezig met het achterpand, maar nu ik 10cm gebreid heb is het achterpand niet 36cm breed, maar 40cm. De steekverhouding klopt echter wel. Wat kan ik het beste doen? Strakker breien (maar dan klopt steekverhouding niet), of wat minder steken aan de zijkant? Of iets ander?
30.07.2012 - 17:11DROPS Design svaraði:
Het is correct. Je hoeft verder niets te doen. Brei je met Nepal of Alaska, dan zou het goed komen. Door de kabels zal het werk wat samen gaan trekken en de juiste afmetingen krijgen.
31.07.2012 - 11:46
Hellingrath skrifaði:
Hellingrath 04.06.2012 kl. 16:39: Habe eine Frage zum Diagramm vom Vorderteil(M2).Ist das nur die Vorderseite und die Rückreihen werden gestrickt wie sie erscheinen
04.06.2012 - 16:42DROPS Design svaraði:
Siehe unten
05.06.2012 - 11:18
Hellingrath skrifaði:
Hellingrath 03.06.2012 kl. 20:11: Hallo,habe eine Frage zum Rückenteil.Ist es richtig,daß zwischen den Zöpfen linke Maschen sind ?
04.06.2012 - 16:41DROPS Design svaraði:
Siehe unten
05.06.2012 - 11:18
Hellingrath skrifaði:
Habe eine Frage zum Diagramm vom Vorderteil(M2).Ist das nur die Vorderseite und die Rückreihen werden gestrickt wie sie erscheinen?
04.06.2012 - 16:39DROPS Design svaraði:
Im Diagramm sind alle Reihen dargestellt.
05.06.2012 - 11:15
Hellingrath skrifaði:
Hallo,habe eine Frage zum Rückenteil.Ist es richtig,daß zwischen den Zöpfen linke Maschen sind?
03.06.2012 - 20:11DROPS Design svaraði:
Ja, siehe Diagramm: li. auf der Vorderseite und re. auf der Rückseite
05.06.2012 - 11:13
Elli skrifaði:
Aivan ihana! Selkakappale ja hihat valmiina ja juuri aloitan etukappaletta. Beautiful! I've got the back and the sleeves finished and am now starting the front.
17.05.2012 - 18:37
Hanneke skrifaði:
Vest in oranjerood gebreid: prachtig patroon. Heeft mij na de kleine projectjes van onze 4 kinderen weer aan het breien voor mezelf gekregen. Wel drie houtje-touwtje knopen en aangehaakte lussen op gezet. Een speld trekt zo door de wol heen.
06.05.2012 - 19:38
Lisbeth skrifaði:
Når man skal tage ud til krave er det så efter retmaskerne og før mønster M2 eller skal det gøres i begge sider? også i kravesiden midt for?
04.05.2012 - 10:21DROPS Design svaraði:
Hej, du tager ud idenfor M.2 hvilket da er mellem retmaskerne og M.2. De nye masker strikkes i retstrik. God fornøjelse!
04.05.2012 - 15:14
Chocolate Passion#chocolatepassioncardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alaska með hringlaga framstykki og með köðlum. Stærð S - XXXL
DROPS 134-55 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1, M.2 og M.3 – allar umf í mynstri eru sýndar frá réttu. Umf 1 í mynstri er prjónuð frá röngu. ÚRTAKA (á við um handveg): Fækkið lykkjum frá réttu innan við 3 l. Fækkið lykkjum Á EFTIR 3 l þannig: Prjónið 2 l sl saman. Fækki lykkjum Á UNDAN 3 l þannig: Prjónið 2 l snúnar sl saman. STUTTAR UMFERÐIR: Prjónaðir eru stuttar umferðir til að ná fram hringlaga sniði á stykkinu. Einnig er snúið við á milli kaðla í mynstri, þá getur verið aðeins erfitt að lesa mynstur – passið uppá að það verði alltaf 5 umf á milli í hvert skipti með köðlum. Stuttar umferðir eru prjónaðir þannig: UMFERÐ 1 og 2: Prjónið 10 l í öllum stærðum, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 3 og 4: Prjónið 16 l í öllum stærðum, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 5 og 6: Prjónið 20 l í öllum stærðum, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 7 og 8: Prjónið 26 l í öllum stærðum, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 9 og 10: Prjónið 28-28-29-29-31-30 l, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 11 og 12: Prjónið 31-31-32-32-34-33 l, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram að prjóna 3 l fleiri í hvert skipti áður en snúið er við, þar til prjónað hefur verið yfir allar l. Nú eru prjónað 18-20-22-24-26-30 umf í garðaprjóni í ytri kanti og 2 umf garðaprjón innst. Endurtakið frá umf 1 alls 5 sinnum. Bogalaga brúnin mælist nú ca 28-31-34-37-41-46 cm yst og 3 cm innst. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-80-88-98-108 l á prjóna nr 5 með Alaska. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 10-13-16-20-25-30 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 6 l br, prjónið 2 l sl í hverja af þeim 4 næstu l (= 8 l sl), 6 l br *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 10-13-16-20-25-30 l í garðaprjóni. Nú eru 80-86-92-100-110-120 l á prjóni. Prjónið nú (umf 1 = ranga) þannig: Prjónið 10-13-16-20-25-30 l í garðaprjóni, M.1A (= 60 l) og 10-13-16-20-25-30 l í garðaprjóni. Eftir M.1A haldið áfram með M.1B 2 sinnum á hæðina, þar á eftir M.1C til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við síðustu l – í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið útaukningu með 5 cm millibili alls 3 sinnum = 86-92-98-106-116-126 l. Þegar stykkið mælist 20 cm í öllum stærðum, fellið af 3-4-5-6-7-8 l í byrjun á næstu 2 umf fyrir handveg. Haldið áfram að fella af fyrir handveg í hverri umf frá réttu: 1 l 2-3-4-5-7-10 sinnum í hvorri hlið – SJÁ ÚRTAKA! Það eru nú 76-78-80-84-88-90 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 37-38-39-41-42-43 cm, prjónið 8 l yfir miðjan kaðal saman 2 og 2. Í næstu umf eru felldar af miðju 20-20-22-22-24-24 l fyrir hálsmáli = 26-27-27-29-30-31 l eftir á hvorri öxl. Prjónið 3 umf eins og áður, í næstu umf eru prjónaðar 8 l yfir kaðal saman 2 og 2 = 22-23-23-25-26-27 l. Fellið nú af allar l í næstu umf. Stykkið mælist ca 39-40-41-42-43-44 cm á hæðina. HÆGRA KANTSTYKKI/FRAMSTYKKI: Öll mál eru gerð í styttri hliðinni! Fitjið upp 34-37-41-44-49-54 l á prjóna nr 5 með Alaska. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 8 l sl, 2 l br. Prjónið 2 l sl í hverja af næstu 3 l (= 6 l sl), 2 l br, 2 l sl, prjónið 2 l br í hverja af 3 næstu l (= 6 l) 2 l sl, 12-15-19-22-27-32 l í garðaprjóni. Nú eru 40-43-47-50-55-60 l á prjóni. Haldið áfram svona: Prjónið 12-15-19-22-27-32 l í garðaprjóni og M.2 (= 28 l) – umf 1 = ranga. Þegar stykkið mælist 17-19-21-23-26-29 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – umf 1 er prjónuð frá réttu! Þegar allar stuttar umferðir hafa verið gerðar, setjið 1 prjónamerki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram að prjóna yfir allar l eins og áður. Þegar stykkið mælist 7 cm byrjar útaukning í hlið eins og á bakstykki (þ.e.a.s. í styttri hlið). Eftir útaukningu eru 43-46-50-53-58-63 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 20 cm, fellið af fyrir hálsmáli í hlið eins og á bakstykki (fellið af á sömu hlið og aukið var út). Jafnframt þegar stykkið mælist 23 cm, byrjar útaukning fyrir kraga. Aukið er út um 1 l að innanverðu við M.2 með því að gera 1 uppslátt, í umf á eftir er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til þess að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf alls 10-10-12-13-14-14 sinnum – allar útauknu l eru prjónaðar í garðaprjóni. Eftir alla úrtökur fyrir handveg og útaukningu fyrir kraga eru 48-49-53-55-58-59 l á prjóni. Þegar stykkið mælist ca 39-40-41-42-43-44 cm, passið uppá að næsta umf sé frá röngu, fellið af fyrstu 22-23-23-25-26-27 l í garðaprjóni fyrir öxl, prjónið út umf = 26-26-30-30-32-32 l eftir fyrir kraga. Prjónið nú þannig: * Prjónið 2 umf yfir allar l, 2 umf yfir einungis síðustu 18-18-20-20-26-26 l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-7½-7½-8-8 cm innst (hann kemur þá til með að mælast tvöfaldur yst). Í næstu umf eru prjónaðar allar 6 l yfir báða kaðlana saman 2 og 2 = 20-20-24-24-26-26 l. Fellið nú af. VINSTRA KANTSTYKKI/FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra kantstykki/framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. að umf 2 er prjónuð þannig: Prjónið 12-15-19-22-27-32 l í garðaprjóni, 2 l sl, prjónið 2 l br í hverja af 3 næstu l (= 6 l br), 2 l sl, 2 l br, prjónið 2 l sl í hverja af þeim 3 næstu l (= 6 l sl), 2 l br og 8 l sl. Það eru nú 40-43-47-50-55-60 l á prjóni. Haldið áfram (umf 1 = ranga) þannig: M.3 (= 28 l), 12-15-19-22-27-32 l í garðaprjóni. Prjónið nú á sama hátt og í hægri hlið, nema þegar prjóna á stuttar umferðir, prjónið umf 1 frá RÖNGU! Fellið af axlarlykkjur frá réttu svo að ekki þurfi að klippa frá til þess að prjóna kraga. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 42-42-44-44-46-48 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 5 með Alaska. Prjónið 10 cm í garðaprjóni. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 4-3-3-2½-2-2 cm millibili alls 9-11-11-13-14-15 sinnum = 60-64-66-70-74-78 l. Þegar stykkið mælist 50-49-48-47-46-45 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla), fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 3 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum og 1 l 1-2-3-4-5-6 sinnum, fellið nú af 2 l í hvorri hlið þar til ermin mælist 57 cm, fellið nú af 3 l 1 sinni í hvorri hlið, fellið af þær l sem eftir eru. Stykkið mælist ca 58 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið uppfitjunarkantinn á kantstykki við miðju að aftan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið síðan kantinn við neðri kant á bakstykki. Saumið axlarsauma. Saumið hliðarsauma kant í kant. Saumið kragann saman við miðju að aftan og saumið hann við hálsmál. Saumið ermasauma innan við 1 kantlykkju – saumið þannig að rangan snúi út og saumið ermar í fram- og bakstykki. Peysan er lokuð með nál eða nælu. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chocolatepassioncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 134-55
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.