Cecile skrifaði:
Bonjour, Pour les augmentations, après 1 cm et en ajustant sur l’endroit, je dois faire A1 : 1 rang endroit 1 rang envers 1 rang endroit avec jetés = 3 rangs. Comment le rang d’après peut il être à l’endroit ? Et est-ce sur ce rang que je dois tricoter les jetés en mailles torses pour éviter les trous ? Merci de me permettre de continuer !
25.02.2024 - 19:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, vous tricotez les 4 rangs de A.1, ainsi le rang suivant est sur l'endroit. Les jetés de A.1 se tricotent torse également pour éviter des trous. Bon tricot!
26.02.2024 - 09:35
Lis skrifaði:
Jeg har problemer med at læse diagrammmerne. Hvor mange masker er der imellem udtagningerne?
01.03.2023 - 23:34DROPS Design svaraði:
Hei Lis. Det kommer an på hvilken str. du strikker. Husk at det også skal økes jevnt fordelt i noen str. mvh DROPS Design
06.03.2023 - 13:40
Arantza skrifaði:
Hola! No cuando dice " En la hilera siguiente por el lado derecho aumentar 0-2-0-2 puntos distribuidos equitativamente " se refiere a la vuelta del A.1 o hay que aumentar una vuelta cada dos puntos? Gracias
11.01.2023 - 11:11DROPS Design svaraði:
Hola Arantza, dependiendo de la talla que estés trabajando aumentas 0 (es decir, no aumentas) o 2 puntos en una misma fila. Si aumentas 2 puntos, tienes que aumentarlos distribuidos en la fila, no seguidos.
15.01.2023 - 11:22
Rita Devriese skrifaði:
Maat l meerder2 breien tot je 18 cm meet Meerder3 breien tot je 17 cm meet hoe kan dat ....
30.09.2022 - 16:19DROPS Design svaraði:
Dag Rita,
Bij de paragraaf over maat L tot en met XL begint de nummering in maat L, dus 17 cm geldt voor maat L. De daarop volgende paragraaf pak je de draad weer op voor alle maten en geldt het eerste getal voor maat S. In maat L brei je dus tot het werk 20 cm meet.
30.09.2022 - 16:39
Undine skrifaði:
Ich meinte natürlich Alpaka Silk... die Rechtschreibautomatik machte Alaska daraus.
27.05.2021 - 14:29
Undine skrifaði:
Ich möchte diese Jacke gerne in der Garnkombination Sky + Alaska Silk stricken, was nach Ihrer Empfehlung A+B= D bedeutet. Demnach müsste das gehen. Ist das so korrekt von Ihnen angegeben ? Bei den anderen Kombinationen zwischen A+B kommt sonst immer nur C heraus. Der Garnumrechner gibt als Ersatz für Alpaka Boucle aber dickere Garne wie Air oder Nepal an. Wie ist es richtig und wie ermittle ich dann due Garnmenge für die Kombination Sky plus Alpaka Silk?
27.05.2021 - 14:27DROPS Design svaraði:
Liebe Undine, mit SKy + Brushed Alpaca Silk bekommen Sie ca 14 M = 10 cm (siehe hier), d.h. sieht gut für Anleitung der Garngruppe D bzw 15 M = 10 cm - am besten stricken Sie immer eine Maschenprobe zuerst, so wissen Sie, ob Ihnen die Textur gefällt.
Chiara skrifaði:
Buongiorno, ho provato a lavorare A1. Ho fatto un gettato tra due diritti fino alla fine (tranne la banda a legaccio). Ma ho capito che avevo aumentato troppo. Non riesco a capire dal diagramma ogni quanto devo aumentare. Grazie!
23.04.2021 - 17:50DROPS Design svaraði:
Buonasera Chiara, la terza riga del diagramma A.1 deve essere lavorata in questo modo: 1 maglia diritto, 1 gettato, 1 maglia diritto, 1 gettato, 2 maglie diritto. Buon lavoro!
24.04.2021 - 22:10
Helena Lijnema skrifaði:
Oh, ik heb het verkeerd geïnterpreteerd. Na de beschrijving voor de grotere maten gaat het weer verder voor alle maten. Staat niet echt duidelijk aangegeven.
29.03.2021 - 15:48
Helena Lijnema skrifaði:
De stekenverdeling voor maat L bij het punt waar de mouwen moeten beginnen klopt niet. Als ik alles (exclusief extra opgezette steken) optel, kom ik tot 214 en je hebt 258 steken op je naald na de laatste meerdering.
29.03.2021 - 15:44
Barbro skrifaði:
Klarar inte av att få mönstret att stämma. Har stickat oket st. L. Har nu 258 maskor och ska dela upp oket. Står att jag skall sticka 35 sen 42 ärm sen 60 rygg ärm 42 framstycke 35. Jag får det till 214. Får 44 maskor över.
10.03.2021 - 10:15DROPS Design svaraði:
Hej Barbro, næste stykke gælder alle størrelser: 41 forstykke, 52 ärm, 72 bakst, 52 ärm, 41 forstykke = 258 m. Lycka till :)
10.03.2021 - 15:39
Casual Indulgence Jacket#casualindulgencejacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-29 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Kid-Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 5 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 8 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 6. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið eins og áður, í fyrstu umferð er fækkað um 2 lykkjur = 74-78-82-86-90-94 lykkjur. Þegar stykkið mælist 1 cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu – prjónið mynstur og aukið út þannig: STÆRÐ S-M: FYRSTA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 16-17 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 32-34 lykkjur = 106-112 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 0-2 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat) = 106-114 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 8½-9½ cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÖNNUR ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 24-26 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 48-52 lykkjur = 154-166 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er lykkjufjöldinn jafnaður út til 155-165 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 15-17 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÞRIÐJA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 29-31 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.2 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 58-62 lykkjur = 213-227 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1-3 lykkjur jafnt yfir = 214-230 lykkjur. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL FYRSTA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 18-19-20-21 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 36-38-40-42 lykkjur = 118-124-130-136 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 0-2-0-2 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat) = 118-126-130-138 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 10-11-12-13 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÖNNUR ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 27-29-30-32 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 54-58-60-64 lykkjur = 172-184-190-202 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 2-2-0-0 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 174-186-190-202 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18-20-22-24 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÞRIÐJA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 41-44-45-48 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 82-88-90-96 lykkjur = 256-274-280-298 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 2-0-18-24 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 258-274-298-322 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 17-19-20-22-24-26 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá röngu: Prjónið fyrstu 35-38-41-44-48-53 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 42-44-52-54-58-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 60-66-72-78-86-96 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 42-44-52-54-58-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 35-38-41-44-48-53 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 142-154-166-182-198-218 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og garðaprjón þar til stykkið mælist 21-21-22-22-22-22 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 2-2-2-2 lykkjur jafnt yfir = 144-156-168-184-200-220 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ATH! SJÁ AFFELLING – það er mikilvægt að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Peysan mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 42-44-52-54-58-60 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 6 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-50-58-62-66-68 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6½-6½-3½-3-2½-2 cm millibili alls 5-5-9-10-11-12 sinnum = 38-40-40-42-44-44 lykkjur. Prjónið með sléttprjóni þar til ermin mælist 36-34-34-33-32-30 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-0-0-2-0-0 lykkjur = 40-40-40-44-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ATH! SJÁ AFFELLING. Ermin mælist ca 40-38-38-37-36-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #casualindulgencejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.