Nú þegar við erum með tvöfalt hálsmál á peysunni okkar er næsta skref að byrja á berustykkinu og mynstrinu.
ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni.
BERUSTYKKI:
Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu.
Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-30-32-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING að ofan = 104-110-114-118-122-126-130 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki.
Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – lesið útskýringu að neðan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, haltu áfram eins og útskýrt er að neðan. Við notum fjólublá prjónamerki til að sýna hvar við snúum við.
UPPHÆKKUN:
Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað í hring, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan:
Byrjið frá réttu og prjónið 9-10-11-12-13-14-15 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði í byrjun umferðar (mitt að aftan), snúið, herðið á þræði og prjónið 18-20-22-24-26-28-30 lykkjur brugðið.
Snúið, herðið á þræði og prjónið 27-30-33-36-39-42-45 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-40-44-48-52-56-60 lykkjur brugðið.
Snúið herðið á þræði og prjónið 45-50-55-60-65-70-75 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 54-60-66-72-78-84-90 lykkjur brugðið.
Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að merkiþræði mitt að aftan.
Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er í uppskrift.
Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun og haltu áfram að prjóna eins og útskýrt er hér.
Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA.
Þegar 2 umferðir eru eftir þar til berustykkið mælist 3-3-4-4-5-5-6 cm frá prjónamerki, aukið út 24-26-30-34-38-42-46 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 128-136-144-152-160-168-176 lykkjur. Eftir þessar 2 umferðir er prjónað mynstur jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningu eins og útskýrt er að neðan – lesið LEIÐBEININGAR og MYNSTUR í útskýringu að neðan. Skiptið yfir á lengri hringprjón eftir þörf.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.
LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað.
A.1:
Mundu að velja mynsturteikningu fyrir stærðina sem þú ert að prjóna. Umferðin byrjar við merkiþráðinn.
Prjónið A.1 alls 16-17-18-19-20-21-22 sinnum berustykkið hringinn.
JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er aukið út eins og útskýrt er að neðan:
ÖR-1: Aukið út 32-32-32-40-40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-192-200-208-224 lykkjur.
ÖR-2: Aukið út 32-32-32-32-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 192-200-208-224-240-248-264 lykkjur.
ÖR-3: Aukið út 16-16-16-16-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 208-216-224-240-256-264-280 lykkjur.
ÖR-4: Aukið út 0-4-8-4-0-4-0 lykkjur jafnt yfir = 208-220-232-244-256-268-280 lykkjur.
Þegar A.1 er lokið, prjónið sléttprjón með litnum 85, ljós beige.
![]() |
= | DROPS Karisma litur 85, ljós beige |
![]() |
= | DROPS Karisma litur 55, ljós brúnn |
![]() |
= | DROPS Karisma litur 48, vínrauður |
![]() |
= | DROPS Karisma litur 87, mosagrænn |
![]() |
= | DROPS Karisma litur 45, ljós ólífa |
![]() |
= | útaukningsumferð |
Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki.
Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjurnar), prjónið 62-66-70-74-78-82-86 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er núna prjónað áfram hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt!
Klippið þráðinn og byrjið umferðina við prjónamerkið, eða prjónið fram að prjónamerki með litnum 85, ljós beige (umferðin byrjar núna hér).
Nú erum við búin með berustykkið og #2. vísbendingin í þessu KAL hefur verið leyst. Ertu klár í framhaldið? Smelltu á Næst > til að komast í næsta skref.
Mundu að senda myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar. Smelltu hér til að senda inn tengil!
Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni.
Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig!
Tere. Peale 1noole kasvatust on suurus 7/8 varrastel 192 silma. 2 noole juures tuleb kasvatada 40 silma=232 s. Juhendis kirjas 224. Sarnane viga ka suurusel 13/14. Siit alates viga neil suurustel kuni kehaosa ja varrukate jagamiseni.
24.10.2023 - 09:27