Nú er komið að því að nýi vinurinn okkar fái andlit. Fylgdu leiðbeiningunum okkar – eða hannaðu þinn eigin kall sem passar við þinn stíl.
Ekki gleyma að þú getur fengið aðstoð í gegnum leiðbeiningarnar okkar og kennslumyndböndum neðst á síðunni.
NEF:
Fitjið upp 8 lykkjur með 2 þráðum í litnum appelsínugulur Air eða Nepal á prjón 5,5 (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður í fyllingu í lokin). Prjónið síðan með 1 þræði.
Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt = 7 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt = 6 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt = 5 lykkjur. Klippið frá (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður síðar í frágang), dragið endann í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið saman hliðina og leggið löngu endana frá uppfitjuninni inn í nefið sem fyllingu. Saumið nefið saman mitt á höfuðið á snjókarlinum.
TREFILL:
Fitjið upp 62 lykkjur á prjón 5,5 með litnum páfuglablár Air eða litnum djúpsævi Nepal. Prjónið 2 umferðir í sléttprjóni. Fellið af. Dragið hálsklútinn í gegnum peysuna við háls á snjókarli og upp að réttu á hinni hlið á hálsi. Hnýtið hálsklútinn saman með tvöföldum hnút á framhlið.
SNJÓR, TÖLUR OG AUGU:
Gerið 12 hnúta með litnum natur Air eða Nepal fyrir snjó og 5 hnúta með afgang af litnum svartur Air eða Nepal fyrir tölur og augu þannig: 1 hnútur: Klippið 1 þráð ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5,5 sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 hnút til viðbótar og herðið á þræðinum á þessum hnút = 1 hnútur). Leggið hnútana yfir framstykki á peysu, dragið endana í gegn hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið á röngu – sjá mynd.
![]() | = | einfaldur hnútur |
NEF:
Fitjið upp 8 lykkjur með 2 þráðum í litnum appelsínugulur á prjón 7 (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður í fyllingu í lokin). Prjónið síðan með 1 þræði.
Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt = 7 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt = 6 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt = 5 lykkjur. Klippið frá (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður síðar í frágang), dragið endann í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið saman hliðina og leggið löngu endana frá uppfitjuninni inn í nefið sem fyllingu. Saumið nefið saman mitt á höfuðið á snjókarlinum.
TREFILL:
Fitjið upp 62 lykkjur á prjón 7 með litnum turkos. Prjónið 2 umferðir í sléttprjóni. Fellið af. Dragið hálsklútinn í gegnum peysuna við háls á snjókarli og upp að réttu á hinni hlið á hálsi. Hnýtið hálsklútinn saman með tvöföldum hnút á framhlið.
SNJÓR, TÖLUR OG AUGU:
Gerið 12 hnúta með litnum natur fyrir snjó og 5 hnúta með afgang af litnum svartur fyrir tölur og augu þannig: 1 hnútur: Klippið 1 þráð ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 8- sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 hnút til viðbótar og herðið á þræði á þessum hnút = 1 hnútur). Leggið hnútana yfir framstykki á peysu, dragið endana í gegn hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið á röngu – sjá mynd.
![]() | = | einfaldur hnútur |
Nú erum við tilbúin með þessa skemmtilegu snjókallapeysu og okkur hlakkar til að sjá þína útfærslu! Sendu inn þínar myndir í okkar galleri!
Hér færðu aðstoð við að ljúka við peysuna þína.