DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Vísbending #5 - Nú fær nýi vinurinn okkar andlit!

DROPS-Along Christmas KAL 2017

Nú er komið að því að nýi vinurinn okkar fái andlit. Fylgdu leiðbeiningunum okkar – eða hannaðu þinn eigin kall sem passar við þinn stíl.

Ekki gleyma að þú getur fengið aðstoð í gegnum leiðbeiningarnar okkar og kennslumyndböndum neðst á síðunni.


Barnapeysa

NEF:
Fitjið upp 8 lykkjur með 2 þráðum í litnum appelsínugulur Air eða Nepal á prjón 5,5 (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður í fyllingu í lokin). Prjónið síðan með 1 þræði. Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt = 7 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt = 6 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt = 5 lykkjur. Klippið frá (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður síðar í frágang), dragið endann í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið saman hliðina og leggið löngu endana frá uppfitjuninni inn í nefið sem fyllingu. Saumið nefið saman mitt á höfuðið á snjókarlinum.

TREFILL:
Fitjið upp 62 lykkjur á prjón 5,5 með litnum páfuglablár Air eða litnum djúpsævi Nepal. Prjónið 2 umferðir í sléttprjóni. Fellið af. Dragið hálsklútinn í gegnum peysuna við háls á snjókarli og upp að réttu á hinni hlið á hálsi. Hnýtið hálsklútinn saman með tvöföldum hnút á framhlið.

SNJÓR, TÖLUR OG AUGU:
Gerið 12 hnúta með litnum natur Air eða Nepal fyrir snjó og 5 hnúta með afgang af litnum svartur Air eða Nepal fyrir tölur og augu þannig: 1 hnútur: Klippið 1 þráð ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5,5 sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 hnút til viðbótar og herðið á þræðinum á þessum hnút = 1 hnútur). Leggið hnútana yfir framstykki á peysu, dragið endana í gegn hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið á röngu – sjá mynd.

=einfaldur hnútur

Fullorðins peysa

NEF:
Fitjið upp 8 lykkjur með 2 þráðum í litnum appelsínugulur á prjón 7 (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður í fyllingu í lokin). Prjónið síðan með 1 þræði. Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt = 7 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt = 6 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt = 5 lykkjur. Klippið frá (skiljið eftir ca 30 cm enda, hann er notaður síðar í frágang), dragið endann í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið saman hliðina og leggið löngu endana frá uppfitjuninni inn í nefið sem fyllingu. Saumið nefið saman mitt á höfuðið á snjókarlinum.

TREFILL:
Fitjið upp 62 lykkjur á prjón 7 með litnum turkos. Prjónið 2 umferðir í sléttprjóni. Fellið af. Dragið hálsklútinn í gegnum peysuna við háls á snjókarli og upp að réttu á hinni hlið á hálsi. Hnýtið hálsklútinn saman með tvöföldum hnút á framhlið.

SNJÓR, TÖLUR OG AUGU:
Gerið 12 hnúta með litnum natur fyrir snjó og 5 hnúta með afgang af litnum svartur fyrir tölur og augu þannig: 1 hnútur: Klippið 1 þráð ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 8- sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 hnút til viðbótar og herðið á þræði á þessum hnút = 1 hnútur). Leggið hnútana yfir framstykki á peysu, dragið endana í gegn hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið á röngu – sjá mynd.

=einfaldur hnútur

Tilbúið!

Nú erum við tilbúin með þessa skemmtilegu snjókallapeysu og okkur hlakkar til að sjá þína útfærslu! Sendu inn þínar myndir í okkar galleri!


Vantar þig aðstoð?

Hér færðu aðstoð við að ljúka við peysuna þína.

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.