Nú er komið að ermum!
Passaðu uppá að velja rétta uppskrift þegar þú byrjar með ermarnar. Ef þig vantar aðstoð og kennsluleiðbeiningar þá getur þú byrjað á að skoða leiðbeiningar og kennslumyndbönd sem eru neðst á síðunni.
Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærð (hæði í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermi):
Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett í miðju á 2 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
ERMI:
Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 28-28-30-30-32-32 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með litnum milligrár Air eða grár Nepal. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 5,5 og síðan er prjónað sléttprjón, skiptið e.t.v. yfir á hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-4-4-4-4-4 cm millibili alls 5-7-7-9-10-11 sinnum = 38-42-44-48-52-54 lykkjur. Þegar stykkið mælist 27-32-36-40-44-48 cm fellið LAUST af. Prjónið hina ermina á sama hátt.
Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>
Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
ÚTAUKNING (laskalína):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið – það eiga að myndast göt.
ÚRTAKA (á við um ermar):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman.
ERMI:
Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður.
Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Fitjið upp 10-12-12-12-10-8 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 8 með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – munið eftir ÚTAUKNING! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-19 sinnum = 36-40-42-44-44-46 lykkjur. Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukninga. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Fijtið síðan upp 2-2-3-3-4-4 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 40-44-48-50-52-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum svona með 7-5-4-3½-3½-3 cm millibili alls 6-8-9-10-10-11 sinnum = 28-28-30-30-32-32 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 41-40-39-39-39-37 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-0-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 30-30-30-30-34-34 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið svona í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið hina ermina á sama hátt.
![]() | = | slétt frá réttu, brugðið frá röngu |
![]() | = | brugðið frá réttu, slétt frá röngu |
Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu hér >>
Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hana hér!
Hér er listi yfir hjálpargögn sem geta leitt þig áfram þegar þú prjónar bakstykki á barnapeysuna eða fullorðins peysuna: