Vísbending #2 - Nú prjónum við framstykkið!

Nú ertu búin með bakstykki og þá er komið að því að prjóna framstykkið. Hér sérðu uppskriftirnar fyrir barnapeysuna og fullorðins peysuna, passaðu þig á að fylgja réttri uppskrift!

Hér að neðan er uppskriftin á framstykki bæði fyrir barnapeysuna og fullorðins peysuna og neðst á síðunni finnur þú kennslumyndbönd sem aðstoða þig.


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.2.
Mynsturteikning A.2 (snjókall): Öll mynsturteikningin er prjónuð með sléttprjóni. Prjónið með 3 dokkur þannig sleppur maður við löng hopp með þráðinn á bakhlið. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku milligráum Air/gráum Nepal hvoru megin á peysu og 1 dokku mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan. Sjá kennslumyndband: Hvernig prjóna á með 3 dokkum samtímis

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 52-54-58-60-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með milligráum Air eða gráum Nepal. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin) þar til stykkið mælist 5 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5 og síðan er prjónað sléttprjón. Þegar stykkið mælist ca 6-7-8-9-10-11 cm prjónið frá réttu þannig: 13-14-16-17-19-21 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 26 lykkjur) – lesið MYNSTUR og skoðið myndband, 13-14-16-17-19-21 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 23-25-27-30-33-35 cm. Fellið af 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.2, þegar A.2 er lokið er haldið áfram með sléttprjón og milligráum Air/gráum Nepal þar til stykkið mælist 31-34-37-40-43-47 cm. Setjið nú miðju 10-12-14-16-16-18 lykkjurnar á 1 band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum = 16-16-17-17-19-20 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 34-37-40-44-48-52 cm, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan LAUST af. Stykkið mælist ca 35-38-41-45-49-53 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Mynsturteikning

=natur DROPS Air / natur DROPS Nepal
=milligrár DROPS Air / grár DROPS Nepal
=svartur DROPS Air / svartur DROPS Nepal

Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>

Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!


Fullorðins peysa

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Mynsturteikning A.2 (snjókall): Öll mynsturteikningin er prjónuð með sléttprjóni. Prjónið með 3 dokkur þannig sleppur þú við löng hopp á röngunni. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku milligráum hvoru megin á peysu og 1 dokku með mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til þess að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina um hvern annan. Sjá kennslumyndband: Hvernig prjóna á með 3 dokkum samtímis

FRAMSTYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður með laskaútaukningu í hliðum.

Fitjið upp 22-24-24-28-30-34 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 8 með milligráum. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Í næstu umferð byrjar útaukning eins og á bakstykki. Haldið síðan áfram með útaukningu eins og á bakstykki – JAFNFRAMT þegar það eru 40-40-44-44-50-56 lykkjur í umferð byrjar mynstur. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig (meðtalin útaukning á hvorri hlið): Lesið MYNSTUR að ofan! Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 5-5-7-7-10-13 lykkjur slétt, MYNSTUR A.2 (= 26 lykkjur), prjónið 5-5-7-7-10-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 42-42-46-46-52-58 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, útaukning heldur áfram á hvorri hlið eins og á bakstykki = 48-52-54-60-64-72 lykkjur.

Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukningar. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fitjið upp nýjar lykkjur fyrir handveg eins og á bakstykki = 52-56-60-66-72-80 lykkjur.

Haldið áfram með sléttprjón og mynstur með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.2 er lokið á hæðina mælist stykkið ca 29-27-27-27-26-25 cm. Prjónið síðan með milligráum. Haldið áfram eins og áður þar til stykkið mælist 30-29-30-31-32-30 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-2-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62-66-74-82 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið áfram þar til A.1 er lokið á hæðina. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.

Mynsturteikning

=slétt frá réttu, brugðið frá röngu
=brugðið frá réttu, slétt frá röngu
=natur
=milligrár
=svartur

Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>

Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir hjálpargögn sem geta leitt þig áfram þegar þú prjónar bakstykki á barnapeysuna eða fullorðins peysuna:

Athugasemdir (2)

Mary wrote:

Do you have instructions in English language? Are the instructions in knitting English as I know European knitting instruction is different?

29.04.2023 - 19:39

DROPS Design answered:

Dear Mary, you can select the language of the instructions right under the big, main picture in the webpage. You can select between US English and UK English terms. Happy knitting!

30.04.2023 - 19:22

Verena Brocker wrote:

Hallo, wird der Schneemann nur in der Hinreihe nach Diagramm gestrickt? Oder sind das Hin und Rückreihen in dem Diagramm? Lg Verena

03.12.2017 - 16:00

DROPS Design answered:

Liebe Frau Brocker, im Diagram sind alle Reihen gezeigt, dh die Hin- sowie die Rückreihen. Viel Spaß beim stricken!

04.12.2017 - 11:15

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.