DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Vísbending #1 - Svona byrjum við!

DROPS-Along Spring Lane

Fyrsta vísbendingin í þessu Crochet-Along verkefni samanstendur af mynsturteikningu, texta og myndum sem leiða þig áfram, skref fyrir skref. Ef þig langar til að byrja og sleppa við myndirnar, þá finnur þú mynsturteikninguna í heild sinni og kennslumyndböndin neðst á síðunni!

Nú skulum við byrja!

Litir

Í þessu fyrsta þrepi (A.1) notum við eftirfarandi litasamsetningu:

UPPFITJUN + 1. UMFERÐ: 01 hvítur
2.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
3.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
4.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
5.UMFERÐ: 16 fjólublár

HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með litnum hvítur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér.

1. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull).

Heklið * 1 loftlykkju, 1 stuðul um loftlykkjuhringinn *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 1 loftlykkja = 12 stuðlar um loftlykkjuhringinn.

Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, lesið LITASKIPTI að neðan, skiptið yfir í litinn ljós þveginn og klippið frá þráðinn í litnum hvítur.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta keðjulykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

2. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur.

Heklið * 2 stuðla um næstu loftlykkju, 1 stuðul í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 2 stuðlar um síðustu loftlykkju.

Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í litinn ljós gallabuxnablár og klippið þráðinn með litnum ljós þveginn frá.

3.UMFERÐ:
Heklið 4 loftlykkjur (samsvarar 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í lokin í gegnum báða tvíbrugðu stuðlana, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið þráðinn í lokin í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, 5 loftlykkjur.

Heklið * 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í lokin í gegnum báða þessa tvíbrugðnu stuðla, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í litinn ljós fjólublár og klippið frá þráðinn í litnum ljós gallabuxnablár.

4. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið 6 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga umferðina hringinn (= 72 fastalykkjur).

Endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar. Skiptið yfir í litinn fjólublár, lesið LITASKIPTI að ofan, ekki klippa frá þráðinn í litnum ljós fjólublár.

5.UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið * 1 fastalykkju í hverja af næstu 6 lykkjum, 1 hálfur stuðull um toppinn á tvíbrugðnastuðlahópnum frá 3. umferð *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn (= 12 sinnum).

Endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan. Skiptið yfir í litinn hvítur og klippið frá þráðinn í litnum fjólublár. 72 fastalykkjur og 12 hálfir stuðlar.

Geymið stykkið og gerið annað stykki með nýrri litasamsetningu:

UPPFITJUN + 1.UMFERÐ: 01 hvitur
2.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
3.UMFERÐ: 16 fjólublár
4.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
5.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár

Tilbúið!

Svona líta báðar litasamsetningarnar út með mynsturteikningu A.1 ásamt umferð 5.

Niðurstaða vísbendingar#1 eru 2 stk hringir þar sem hvor þeirra mælist 14,5 cm að þvermáli.

Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu 1

= 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér.
= loftlykkja
= keðjulykkja í /um lykkju
= fastalykkja um loftlykkjuboga
= fastalykkja í lykkju
= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuhringinn
= stuðull í lykkju
= 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN Í BYRJUN UMFERÐAR: 4 loftlykkjur (samsvarar 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í lokin í gegnum báða þessa tvíbrugðnu stuðla, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum þráðinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni
= 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á þessum tveimur tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni
= 5 loftlykkjur
= Heklið 1 hálfan stuðul um toppinn á tvíbrugðna-stuðlahópnum frá 3. umferð.

Athugasemdir (148)

Country flag Sannelaura wrote:

Hvis man vil lave tæppet større, kan man så lave flere af disse blomstercirkler? Jeg mener, at på det sidste tæppe kunne man f.eks. bare have lavet nogle flere firkanter og sat sammen inden man begyndte på kanterne. Kan det også lade sig gøre her? Kan I evt, sige hvor mange blomstercirkler man skal lave for at få eks. 180 x 115 cm? På forhånd tusind tak. OG jeg glæder mig heeeeelt vildt:)

02.03.2017 - 10:48

DROPS Design answered:

Hej Sannelaura, Ja du kan lave tæppet større, men det er for tidligt at afsløre for meget, så vent til du har flere ledetråde med at vælge hvilke du vil lave flere af. God fornøjelse!

02.03.2017 - 13:53

Country flag Polizoakis wrote:

Freue mich sehr auf den Clue!! Habe aber eine Frage, die ich mich fast nicht zu stellen wage. Was wird das eigentlich, wenns fertig ist? Habe ich was überlesen? Danke

02.03.2017 - 10:33

Country flag Ana Maria wrote:

Muy bien explicado todo. Esta genial hasta para los que comienzan por primera vez. Muchas gracias por este cal. Me siento súper feliz.

02.03.2017 - 10:28

Country flag Janne Dahl wrote:

De er så fine! Kan vi ikke få nogle ca. mål på den færdige blomst?

02.03.2017 - 10:27

DROPS Design answered:

Hej Janne, De to cirkler i første ledetråd bliver ca 14,5 cm i diameter. Rigtig god fornøjelse!

02.03.2017 - 13:28

Country flag Vania wrote:

Combien de motifs de ce type devront être réalisés ?

02.03.2017 - 10:21

Irene Porter wrote:

Excellent instructions. Thank you.

02.03.2017 - 10:20

Country flag Marianne Sørensen wrote:

Hvor mange skal jeg lave? Skal der laves en af hver farvekombination?

02.03.2017 - 10:11

DROPS Design answered:

Hej Marianne, ja det stemmer, du laver en af hver her i første ledetråd. Rigtig god fornøjelse!

02.03.2017 - 12:21

Gisele wrote:

So happy :D

02.03.2017 - 10:07

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.