Vísbending #1 - Svona byrjum við!

Fyrsta vísbendingin í þessu Crochet-Along verkefni samanstendur af mynsturteikningu, texta og myndum sem leiða þig áfram, skref fyrir skref. Ef þig langar til að byrja og sleppa við myndirnar, þá finnur þú mynsturteikninguna í heild sinni og kennslumyndböndin neðst á síðunni!

Nú skulum við byrja!

Litir

Í þessu fyrsta þrepi (A.1) notum við eftirfarandi litasamsetningu:

UPPFITJUN + 1. UMFERÐ: 01 hvítur
2.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
3.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
4.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
5.UMFERÐ: 16 fjólublár

HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með hvítum, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér.

1. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull).

Heklið * 1 loftlykkju, 1 stuðul um loftlykkjuhringinn *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 1 loftlykkja = 12 stuðlar um loftlykkjuhringinn.

Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, lesið LITASKIPTI að neðan, skiptið yfir í ljós þveginn og klippið frá hvíta þráðinn.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta keðjulykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

2. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur.

Heklið * 2 stuðla um næstu loftlykkju, 1 stuðul í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 2 stuðlar um síðustu loftlykkju.

Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í ljós gallabuxnabláan og klippið ljós þvegna þráðinn frá.

3.UMFERÐ:
Heklið 4 loftlykkjur (samsvarar 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í lokin í gegnum báða tvíbrugðu stuðlana, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið bandið í lokin í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, 5 loftlykkjur.

Heklið * 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í lokin í gegnum báða þessa tvíbrugðnu stuðla, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í ljós fjólubláan og klippið frá ljós gallabuxnabláa þráðinn.

4. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið 6 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga umferðina hringinn (= 72 fastalykkjur).

Endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar. Skiptið yfir í fjólubláan, lesið LITASKIPTI að ofan, ekki klippa frá ljós fjólubláa þráðinn.

5.UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið * 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 6 lykkjum, 1 hálfur stuðull um toppinn á tvíbrugðnastuðlahópnum frá 3. umferð *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn (= 12 sinnum).

Endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan. Skiptið yfir í hvítan og klippið fjólubláa þráðinn frá. 72 fastalykkjur og 12 hálfir stuðlar.

Geymið stykkið og gerið annað stykki með nýrri litasamsetningu:

UPPFITJUN + 1.UMFERÐ: 01 hvitur
2.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
3.UMFERÐ: 16 fjólublár
4.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
5.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár

Tilbúið!

Svona líta báðar litasamsetningarnar út með mynsturteikningu A.1 ásamt umferð 5.

Niðurstaða vísbendingar#1 eru 2 stk hringir þar sem hvor þeirra mælist 14,5 cm að þvermáli.

Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu 1

= 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér.
= loftlykkja
= keðjulykkja í /um lykkju
= fastalykkja um loftlykkjuboga
= fastalykkja í lykkju
= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuhringinn
= stuðull í lykkju
= 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN Í BYRJUN UMFERÐAR: 4 loftlykkjur (samsvarar 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í lokin í gegnum báða þessa tvíbrugðnu stuðla, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum bandið í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni
= 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin á þessum tveimur tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni
= 5 loftlykkjur
= Heklið 1 hálfan stuðul um toppinn á tvíbrugðna-stuðlahópnum frá 3. umferð.

Myndband

Athugasemdir (148)

Evy wrote:

Finns ledtrådarna som pdf,? är lättare att skriva ut.

04.03.2017 - 14:18

DROPS Design answered:

Hej Evy. Vi arbejder med at faa lavet en printervenlig version, den kan du saa evt gemme som pdf.

06.03.2017 - 13:37

Yvonne Ann-Mari Marfelti Omgang wrote:

I omgang 1og 2 står der treble crochets og det er en tre dobbelt stangmaske. I omgang 6 og 7 står der double crochets som er en dobbelt stangmaske og der bliver lavet fastmasker som heder single crochets

04.03.2017 - 13:20

DROPS Design answered:

Hej Yvonne. Pröv lige at se skemaet med US/UK terms i forhold til de danske her

09.03.2017 - 14:08

Meena Rihal-Vinterhed wrote:

Oops. I think I made a mistake. In part 12 the instructions were NOT to cut the the light coloured strand but I did just that. Looking at some of the pictures it seems that they have done the same thing. The question is how bad a mistake is this and should begin again?

04.03.2017 - 12:17

DROPS Design answered:

Hi Meena, No problem, you will solve it in the next clue. Good Luck!

06.03.2017 - 10:49

Laurie wrote:

Bonjour, à quelle fréquence les indices vont-ils être dévoilés ? quelle sera la durée totale du CAL ? Merci d'avance.

04.03.2017 - 07:48

DROPS Design answered:

Bonjour Laurie, plus d'informations seront prochainement indiquées. Bon crochet!

06.03.2017 - 11:03

Bodil Skriver wrote:

Hæklenål str.?

04.03.2017 - 07:40

DROPS Design answered:

Hej Bodil, Vi anbefaler hæklenål nummer 4,5. Det står også på siden med materiale. God fornøjelse!

06.03.2017 - 10:45

Mette Schou wrote:

Er det med vilje i Skriver hvid i sidste omgang (16) men på billedet er den yderste kant pink??

03.03.2017 - 22:28

DROPS Design answered:

Hej Mette, den sidste omgang er i syren, men det sidste vi gør inden vi lægger cirklen til siden er at vi skrifter til hvid (se billedet).

08.03.2017 - 14:09

Julia wrote:

Liebes Drops-Team, ich häkele mit der originalen Wolle (DROPS YOU 8) und der angegebenen 4,5 er Häkelnadel. Der Durchmesser meiner Kreise beträgt nur 13 cm. Was soll ich tun? Liebe Grüße Julia

03.03.2017 - 17:57

DROPS Design answered:

Hi Julia, you could try no 5,0 or just let it be 13 cm. Good luck!

06.03.2017 - 10:53

Coralie wrote:

Bonjour ! Merci pour ce super premier indice ! Ma question c'est : Du coup, à la fin, on a les deux en attente avec du blanc ? Merci

03.03.2017 - 17:21

DROPS Design answered:

Bonjour Coralie, tout à fait, au dernier tour de chacun des cercles, on termine par 1 mc en blanc. Bon crochet!

06.03.2017 - 11:00

Anni Gade wrote:

Hvor tit kommer der ledetråde?

03.03.2017 - 17:05

DROPS Design answered:

Hej Anni. Her kan du se hvornår ledetrådene kommer.

08.03.2017 - 14:07

Trude Paulsen wrote:

Hvor mange skal det lages av hver type mønstre? Er det bare to? Jeg har laget en av hver farge.

03.03.2017 - 15:20

DROPS Design answered:

Hej Trude, Ja du skal kun lave en av hver farge. God fornøjelse!

03.03.2017 - 15:28

Johanna wrote:

Beste Margriet, Deken wordt 90 x 115 cm. Staat bij de beschrijving.

03.03.2017 - 14:51

Margriet Van Dijk-Meijer wrote:

Ik heb 2 vragen: 1. Hoe groot wordt de deken? Zou beter zijn dit te vermelden bij de informatie. 2. Hoeveel weken gaat deze CAL duren? Misschien heb ik deze informatie over het hoofd gezien, en ligt het tempo niet erg laag als je maar 2 bloemen per week hoeft te haken? Het wordt een leuk project zo te zien!

03.03.2017 - 14:05

DROPS Design answered:

Hoi Margriet. De afmetingen staat hier. Wij zullen later een overzicht toevoegen met hoeveel clues er komen. Wij beginnen rustig omdat er ook veel beginners meedoen en wij willen graag iedereen de kans geven om de CAL goed te kunnen volgen.

06.03.2017 - 13:37

Sanne Adamsen wrote:

Hvordan tilmelder man sig til at få det må mail , eller er det kun her på siden vi kan lave det . Er nervøs for jeg misser noget når der går en uge imellem . 😊

03.03.2017 - 13:45

DROPS Design answered:

Hej Sanne, Klik på "Tilmeld dig her" lige under Spring Lane billedet øverst til venstre på siden. Så får du alle ledetråde tilsendt pr mail. God fornøjelse!

03.03.2017 - 15:30

Yvonne Ann-Mari Marfelt wrote:

Der er en forskel på videoen og tegn i opskriften de stemmer ikke overens med hvad der laves og hvad der står skrevet. Jeg håber at i kan se det på mit foto af en hvid og grøn prøve som jeg hæklet. Hilsen Yvonne Marfelt

03.03.2017 - 13:02

DROPS Design answered:

Hej Yvonne, Hvilken omgang, billede og maske er det som ikke stemmer med videoen?

03.03.2017 - 15:31

Cloty wrote:

Cuantos diagramas hay que hacer de este modelo?

03.03.2017 - 12:54

DROPS Design answered:

Hola Cloty. Con la primera pista hay que hacer un total de 2 círculos de aprox 14,5 cm de diámetro cada uno.

04.03.2017 - 11:37

Jan Dunn wrote:

Is there an option to download the clues. I have widows 10 and can print but don't seem to be able to download.

03.03.2017 - 12:28

Lotte wrote:

Ik wil mijn deken graag groter maken. Hebben jullie tips? (Bij The Meadow heb ik van alle vierkantjes vier keer zo veel gemaakt en de rand volgens patroon; zo werd mijn deken groot genoeg als sprei voor een 1 persoonsbed, dat wil ik nu weer).

03.03.2017 - 11:49

DROPS Design answered:

Hoi Lotte. Op dit moment heb ik nog geen informatie over hoe je precies het deken groter kan maken. Je kan het dubbele aantal haken (dus vier vierkantjes ipv 2 in de eerste clue) of wacht de volgende clues eerst af om te zien of er andere manieren zijn hoe je het liever groter wilt maken.

06.03.2017 - 13:35

Gabriele Meier wrote:

In der Anleitung steht "hell lila Faden nicht abschneiden". Was mach ich denn dann damit? Bleibt das Knäuel dran? Ich werde es doch sicherlich noch für weitere Motive brauchen? Ich bin wirklich gespannt. Das ist eine wunderschöne Idee! Liebe Grüße

03.03.2017 - 11:13

DROPS Design answered:

Liebe Frau Meier, einfach so lassen, und nächste Clue warten :)

06.03.2017 - 11:01

Birgitta Donnerholt wrote:

Då ni har tre olika paket med varierande färger, varför skriver ni bara en i mönstret. Undrar hur ni har tänkt att vi andra ska räkna ut vilka färger som är rätt att använda?

03.03.2017 - 11:01

Agnetha wrote:

Hej garnstudion. Det vore lättare om ni använde färg 1,2 och 3 osv. Skulle det vara möjligt? Jättefint mönster hittills.

03.03.2017 - 10:29

DROPS Design answered:

Hej Agnetha, Gör en anteckning om vilket färgnummer som ersätter vilket innan du börjar genom att se på original materialet. Lycka till!

06.03.2017 - 10:47

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.