Hvernig á að hekla mismunandi aðferðir sem notaðar eru í 1. vísbendingu í DROPS Mystery Blanket Spri

Keywords: teppi,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hekla á mismunandi aðferðir sem notaðar eru í 1. vísbendingu í DROPS Mystery Blanket Spring Lane. Þetta teppi er heklað úr DROPS ♥ You #8, en í myndbandinu heklum við með grófara garni; DROPS Snow.
1= 4 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
2= loftlykkja
3= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuhring
4= keðjulykkja í/um lykkju
5= stuðull í lykkju
6= 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN Í BYRJUN UMFERÐAR: 4 loftlykkjur (jafngilda 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin á báðum þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið bandið í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni.
7= 5 loftlykkjur
8 = 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina í lokin og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin á báðum þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni.
9 = fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjubogi
10 = fastalykkja í loftlykkju/loftlykkjuboga
11= Heklið 1 hálfan stuðul um toppinn á tvíbrugðna stuðlahópnum frá 3. umferð. Til að lesa meira um DROPS CAL Spring Lane, sjá: Vertu með í DROPS-Along

Athugasemdir (4)

Corinne Ruelle wrote:

Je voudrais savoir comment on fait 1 bride autour de l'arceau je n'ai jamais vu ce point là Merci d'avance

21.12.2022 - 11:48

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Ruelle, dites-nous si la réponse précédente et sa vidéo a pu vous aider. Bon crochet!

21.12.2022 - 13:18

Ruelle wrote:

Bonjour je voudrais savoir comment on fait 1 bride autour de l'arceau comme point Merci d'avance

21.12.2022 - 11:46

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Ruelle, pour crocheter 1 bride autour d'un arceau, insérez votre crochet dans l'arceau = sous la/les mailles en l'air du rang/tour précédent - cette vidéo montre comment crocheter dans/autour des mailles. Bon crochet!

21.12.2022 - 13:17

Paulet wrote:

Et le 11

08.11.2022 - 20:30

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Paulet, merci pour votre retour, c'est en fait le 10 qui manquait, tout est en ordre maintenant Bon crochet!

09.11.2022 - 08:54

Petra Bonnacker wrote:

Wie ist die Farbkombination? Z.B. Reihe 1 in Farbe 08 usw.

02.03.2017 - 14:18

DROPS Design answered:

Liebe Frau Bonnacker, in der Anleitung Clue #1 finden Sie alle nützlichen Erklärungen. Viel Spaß beim häkeln!

02.03.2017 - 14:50

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.