frá:
1168kr
per 50 g
Innihald: 50% Ull, 25% Alpakka, 25% Viscose
Garnflokkur:
B (20 - 22 lykkjur)
/ 8 ply / DK
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 130 metrar
Mælt með prjónastærð: 4 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 l x 28 umf
Meðhöndlun: Handþvottur, hámark 30°C / leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Alpakka og ull frá Suður Ameríku, viscose frá Austurríki
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 24CX00064), Standard 100, Class II frá CENTRO TESSILE COTONIERO E. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Soft Tweed er eins og nafnið gefur til kynna ofur mjúkt tweed garn, búið til úr blöndu af merino ull, ofur fínni alpakka og viscose. Garnið er byggt upp með því að kemba þessar trefjar saman með litlum þæfðum „tweed hnöppum“ sem bæta við litablettum sem skilgreinir útlit þessa gæða. Það að vera kembt garn þýðir að DROPS Soft Tweed er léttara og andar betur – á sama tíma þá hentar það sérlega vel fyrir prjón.
Úfið og fallegt, þetta garn er auðvelt að prjóna úr og skilar fallegum, jöfnum lykkjum. Frábær kostur fyrir áferðarmynstur, tátiljur, peysur og jakkapeysur - DROPS Soft Tweed hentar mjög vel í mynstur sem eru hönnuð fyrir DROPS Karisma, DROPS Lima og DROPS Merino Extra Fine (garnflokkur B).
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Handþvottur, hámark 30°C / leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 4.00 mm
Fyrir: 20 l x 26 umf
Eftir: 22 l x 34 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Aila Koskinen wrote:
Uutuuslanka soft tweed, onko kutittava lanka? Saanko vastauksen nyt, en ole saanut edelliseenkään kysymykseeni vastausta. Katsotaan…
11.06.2021 - 09:35DROPS Design answered:
Hei, Soft Tweed -lanka voi kutittaa, koska langassa on villaa.
14.04.2022 kl. 17:18
Wrenful wrote:
Do you have any suppliers that will ship internationally to Australia please
10.06.2021 - 02:07DROPS Design answered:
Dear Mrs Wrenful, please find the list of DROPS Stores shipping worldwide here. Happy knitting!
10.06.2021 kl. 08:51
Mary wrote:
Obviously everybody in the launch team who approved this page forgot you hadn't finalized the fiber content yet
03.06.2021 - 05:11DROPS Design answered:
Dear Mary, thanks for your feedback, content is now updated in the US-English page. Happy knitting!
03.06.2021 kl. 16:38
Carolin wrote:
Hallo, schon beim Maschenanschlag ist 2x der Faden gerissen. Ich habe die Farben 06, Dyelot T199399, die Farbe 07, Dyelot 87007, die Farbe 08, Dyelot 87008, die Farbe 11, Dyelot 87011, die Farbe 10, Dyelot 87010 und die Farbe 18, Dyelot 87018 getestet, alle diese Garne reißen sehr schnell, zu schnell. Ich hatte mich so gefreut, dass Drops wieder ein Tweed-Garn anbietet, aber das ist nicht schön. VG Carolin
01.06.2021 - 18:25DROPS Design answered:
Liebe Carolin, wenden Sie sich bitte an dem Laden, wo Sie die Wolle gekauft haben, gerne hilft man Ihnen weiter - auch telefonisch oder per Mail. Danke im voraus!
02.06.2021 kl. 08:01
Carolin wrote:
Garn reisst sehr schnell.
01.06.2021 - 18:25
Alessandra Del Torso wrote:
Will it be possible a shipping parcel to Rome Italy and if yes, when?
01.06.2021 - 15:49DROPS Design answered:
Dear Mrs Del Torso, please find the list of DROPS Stores in Italy here -feel free to contact them to check when they will get the desired yarn/colour. Happy knitting!
02.06.2021 kl. 08:05
Laetitia Del Gallo wrote:
Vorrei sapere come poter comprare soft tweed in Italia grazie
29.05.2021 - 16:09DROPS Design answered:
Buonasera Laetitia, a questo indirizzo ouò trovare l'elenco dei rivenditori DROPS a cui rivolgersi per la disponibilità del filato. Buon lavoro!
29.05.2021 kl. 19:26
Ulrike wrote:
Frage : Wieviel Knäule brauche ich für einen Pullover Gr. 40. ? mit Soft Tweed
29.05.2021 - 15:59DROPS Design answered:
Liebe Ulrike, je nach Muster, Schnitt, Maschenprobe, wird die Garnmenge unterschiedlich sein, hier finden Sie einige Beispiele - bei jeder Anleitung in einer Wolle der Garngruppe B können Sie unseren Garnumrechner benutzen. Viel Spaß beim stricken!
31.05.2021 kl. 09:02
Stenuit Catherine wrote:
Vos modèles et laines sont magnifiques. Hélas, aucun magasin près de chez moi et acheter de la laine sans la voir, sans la toucher n'est pas possible pour moi. Avant, les magasins de laines avaient des présentoirs avec échantillons dans leurs catalogues. Dommage que cela n'existe plus car je ne sais pas acheter de la laine et en prend ailleurs. Bien à vous
29.05.2021 - 10:39DROPS Design answered:
Bonjour Mme Stenuit, surveillez régulièrement la liste des magasins DROPS, elle évolue constamment, d'autres part, certaines boutiques proposent, sous conditions, d'envoyer des échantillons, n'hésitez pas à consulter leur site. Bon tricot!
31.05.2021 kl. 09:05
Marimar wrote:
Enfin du tweed !!
29.05.2021 - 10:30
Michèle BALON wrote:
Vous allez dire que je ne suis jamais contente ! J'attendais avec impatience que vous proposiez un fil tweed, le voilà, il est là, et il va me permettre de réaliser un jacquard qui me tente depuis longtemps. Pourtant dans le pannel des jolies couleurs, il va m'en manquer 3... Question : quel fil associer à Soft Tweed ? Il ne s'agira que de tricoter des rayures (manches et côtes) et du feuillage (corps). Merci mille fois !
29.05.2021 - 10:01DROPS Design answered:
Bonjour Mme Balon, DROPS Soft Tweed est une laine du groupe B, à ce titre, vous pourrez utiliser une autre de ces qualités du même groupe en fonction du résultat souhaité; votre magasin saura vous conseiller, même par mail ou téléphone. Retrouvez ici d'autres infos sur les alternatives. Bon tricot!
31.05.2021 kl. 09:07
Brekelmans wrote:
Wanneer is dit prachtige garen te bestellen?
27.05.2021 - 11:46DROPS Design answered:
Dag Brekelmans,
Dit garen komt zeer binnenkort beschikbaar via de verkooppunten. Via een aantal winkels is het inmiddels al verkrijgbaar. Vraag je verkooppunt of ze het op voorraad hebben of dat het besteld kan worden.
02.06.2021 kl. 12:33
Turid wrote:
For noen fantastiske farger, og ikke minst fargenavn 😊
25.05.2021 - 16:07
Karin Dreßler wrote:
Ich freue mich schon darauf dieses Garn verstricken zu dürfen.Alle Garne die ich bisher von Ihnen ver-arbeitet habe waren von guter Qualität.
25.05.2021 - 10:51
Hannah wrote:
Dag, Is bekend vanaf wanneer dit garen in Nederland te verkrijgen zal zijn? Vriendelijke groeten
24.05.2021 - 20:27DROPS Design answered:
Dag Hannah,
Dit garen is zeer binnenkort verkrijgbaar in Nederland. (waarschijnlijk begin juni). Houd de verkooppunten in de gaten.
26.05.2021 kl. 14:50
Giancarla Coco wrote:
Quando sara' possibile acquistare il nuovo filato Soft Tweed dal rivenditore in Italia Il Vignarul? Grazie
24.05.2021 - 17:10DROPS Design answered:
Buonasera Giancarla, per queste richieste specifiche può scrivere direttamente al rivenditore. Buon lavoro!
24.05.2021 kl. 22:07
Paju wrote:
Onko tätä lankaa saatavilla Suomesta? Tai onko tulossa Suomeen myyntiin?
23.05.2021 - 17:01DROPS Design answered:
Kyllä, lanka löytyy monesta eri verkkokaupasta Suomessa.
14.04.2022 kl. 17:19
Gryt Zijlstra wrote:
Wanneer komt desoft tweed in de winkels
23.05.2021 - 15:01DROPS Design answered:
Dag Gryt,
Als het goed is, is dit garen begin juni leverbaar bij de meeste verkooppunten. Houd de website van je garenwinkel in de gaten!
26.05.2021 kl. 14:52
Tanja wrote:
Love IT. Can't wat to start a project with this beautiful yarn.
23.05.2021 - 08:12
Dumarçay Evelyne wrote:
Combien faut-il de pelotes pour un pull femme taille 44/46 en drops soft teed ?
22.05.2021 - 20:48DROPS Design answered:
Bonjour Mme Dumarçay, tout va dépendre de la forme souhaitée, de l'échantillon, du point etc... Vous trouverez quelques exemples ici - vous pouvez remplacer Karisma, Lima ou Merino Extra Fine par Soft Tweed via notre convertisseur pour chacun de ces modèles. Bon tricot!
25.05.2021 kl. 10:15
Undine wrote:
Tolles neues Garn für den Herbst! Wann kommen Anleitungen dazu heraus? Oder welche Modelle aus anderer Wolle passen vom Garn heram besten? Wie ermittle ich denn sonst den Garnbedarf für einen Pullover?
22.05.2021 - 14:27DROPS Design answered:
Liebe Undine, einige Anleitungen-Beispiel finden Sie unten Anleitungen für DROPS Soft Twee - mehr kommen später und auch neue Modellen mit dieser Wolle kommen bestimmt mit den nächsten Kollektionnen. Als Garn der Garngruppe B können Sie dann einfach den Garnumrechner benutzen. Viel Spaß beim stricken!
25.05.2021 kl. 10:14
Heidi wrote:
Når kommer dette for salg i Norge???
21.05.2021 - 16:40DROPS Design answered:
Hei Heidi. DROPS Soft Tweed er på vei ut til butikkene nå :) mvh DROPS design
26.05.2021 kl. 08:25
Obviously everybody in the launch team who approved this page forgot you hadn't finalized he fiber content yet
03.06.2021 - 05:10