Hvernig á að prjóna skáhallandi öxl, fitja upp fyrir hálsmáli, prjóna bakstykkið saman, ásamt i-cord
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna hvert framstykki með skáhallandi öxl og stuttum umferðum, stykkið er prjónað neðan frá og upp. Síðan sýnum við hvernig á að auka út lykkjur fyrir hálsmáli og sameina axlirnar fyrir bakstykki, síðan er prjónað ofan frá og niður. I-cord kantur er í hvorri hlið.
Við höfum nú þegar prjónað einn hluta af framstykki og fækkað lykkjum í hálsmáli. Myndbandið sýnir hvernig við prjónum 6 stuttar umferðir (German short rows) á hægra framstykki og myndum skáhalldandi öxl.
Síðan sýnum við hvernig auka á um 1 lykkju 3 sinnum í átt að hálsmáli, sem er nú bakstykkið. Þá sýnum við það sama fyrir vinstri öxl og fitjum að lokum upp 12 lykkjur á milli axla áður en axlirnar eru prjónaðar saman.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þessi tækni er notuð í mynstrinu DROPS 255-9, Driftwood West, með öðrum lykkjufjölda, fjölda stuttra umferða og lykkjum í uppfitjun. Þú getur fundið mynstur með því að smella á myndirnar hér að neðan:
Jeg bruger altid metoden, når jeg strikker strømper. Kanten bliver meget elastisk. Husk at maskeantallet skal være ulige. Efter 1. p. fortsætter jeg på strømpepinde. 3. og 5. omg. strikkes således: 1 m løs af som til en vr.m men med garnet bag pinden. I slutningen af 5. omg. strikkes de sidste 2 m. vr. sammen.
19.01.2011 - 20:39