Hvernig á að prjóna tvöfalt V-hálsmál með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tvöfalt V-hálsmál. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring, en við sýnum einungis hluta um hvað gerist á framstykkinu. Við sýnum:
1) Tími: 00.04-01.36. Hvernig 2 miðjulykkjurnar eru settar á prjón og prjónaðar slétt, jafnframt því sem lykkjur eru teknar upp í kringum hálsmál. Setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja (= miðjulykkjur sem alltaf eru prjónaðar slétt). Það eru teknar upp 2 lykkjur fleiri á vinstri hlið en á þeirri hægri og stillið lykkjufjöldann af þannig að hann sé deilanlegur með 4.
2) Tími: 01:37 -03:12. Nú er prjónað stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið), teljið frá miðjulykkjum og til baka að byrjun þannig að stroffið geti byrjað þannig að það verða 2 lykkjur brugðið á undan 2 miðjulykkjum sem eru prjónaðar slétt. Þegar 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki eru þessar 2 lykkjur prjónaðar slétt saman, (einnig ef önnur lykkjan eigi að vera brugðin lykkja). Lyftið næst 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur slétt mitt að framan, prjónið 1 lykkju brugðið og haldið áfram með stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið). Stroffið á að vera alveg eins hvoru megin við miðjulykkjurnar.
3) Tími: 03:13 -04:10. Fækkið lykkjum einnig svona í næstu umferð. Yfir 6 miðjulykkjurnar verða þá bara sléttar lykkjur.
4) Tími: 04:12 -04:29. Haldið áfram með stroffprjón og úrtöku að uppgefnu máli.
5) Tími: 04:30-05:52. Prjónið 1 umferð stroffprjón án þess að fækka lykkjum við prjónamerki, hér á síðar að brjóta uppá kantinn í hálsmáli þannig að hann verði tvöfaldur.
6) Tími: 05:54-08:21. Nú á að auka út hvoru megin við miðjulykkjurnar í hverri umferð þannig: Prjónið stroff eins og áður fram þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (miðjulykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið stroff eins og áður út umferðina, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð.
7) Tími: 08:25-09:06. Þegar stykkið hefur náð réttu máli, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
8) Tími: 09:10-09:38. Brjótið kant í hálsmáli inn og festið affellingarkantinn með nokkrum sporum að innanverðu á flíkinni þannig að hálsmálið liggi fallega.
9) Tími: 09:39-09:56. Tilbúið tvöfalt prjónað V-hálsmál. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Liebes Drops Team, Vielen Dank für die ausgezeichneten Anleitungen, in denen ich immer neue gute Ideen und Anregungen finde. Das doppelt gestrickte Bündchen ist beschrieben für eine Rundnadel . Es gelingt mir nicht, denselben Effekt für ein Bündchen herauszufinden, das in Hin und Rückreise gestrickt wird (z.B. Abschluss einer ROV Jacke ). Können Sie mir hier weiterhelfen, wie ich in der 2. Reihe, der links gestrickten Rückreihe, arbeiten muss? Vielen Dank im voraus
15.01.2023 - 09:26