Í þessu DROPS myndbandi gefum við ykkur stutta yfirsýn yfir hvernig flík með berustykki með axlarsæti mun sitja á líkamanum við mátun og hvar útaukningar-/úrtökulínur eru staðsettar.
STUTT YFIRLIT MEÐ VERKLÝSINGU:
Verkið er prjónað/heklað ofan frá og niður eða neðan frá og upp og oft án þess að þörf sé á að sauma það saman í lokin.
OFAN FRÁ OG NIÐUR:
Berustykkið er prjónað/heklað yfir allar lykkjur á berustykki. 4 svæði merkt hvoru megin við lykkjur ofan á hvorri öxl = axlarsæti.
Axlarsæti getur verið mismunandi á breidd, en oft á bilinu 6-15 cm. Aukið er út hvoru megin við axlarsætið þar til axlarbreidd er náð. Síðan er berustykkið prjónað/heklað niður á við á meðan aukið er út fyrir fram- og bakstykki og ermar í sömu línu og 4 merktu svæðin. Þegar berustykkið er tilbúið er haldið áfram með fram- og bakstykki og ermar niður á við. Hægt er að gera hálsmálið annað hvort til að byrja með eða í lokin.
NEÐAN FRÁ OG UPP:
Byrjað er á að prjóna/hekla fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig, upp að byrjun á berustykki. Síðan er berustykkið prjónað/heklað yfir allar lykkjur á fram- og bakstykki og ermar jafnframt því sem lykkjum er fækkað hvoru megin við 4 svæði merkt á berustykki (= í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma). Lykkjum er fækkað þar til efsti hluti axlarinnar er eftir. Það eru einnig lykkjur eftir efst á erminni = axlarsæti. Axlarsæti getur verið mismunandi á breidd, en oft á bilinu 6-15 cm. Eftir það er prjónaður/heklaður efsti hluti axlar samtímis sem lykkjum er fækkað yst á hvorri öxl. Þegar berustykkið er tilbúið er hálsmálið gert.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Skrifaðu athugasemdir eða spurningar fyrir þetta myndband
Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.