×
Beach Rite by DROPS Design
Heklaður toppur úr DROPS Muskat. Stærð S-XL.
DROPS 211-17
DROPS Design: Mynstur r-754
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------
STÆRÐ:
S – M – L – XL
EFNI:
DROPS MUSKAT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-150-150-150 g litur 76, ljós gallabuxnablár
50-50-50-50 g litur 08, natur
50-50-50-50 g litur 19, ljós grár
HEKLFESTA:
22 stuðlar á breidd og 11 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.
HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni heklunál.
-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
ÚTAUKNING:
Aukið út lykkjur meðfram umferð með stuðlum með því að hekla 2 lykkjur í sömu lykkju.
2 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN:
Heklið 2 stuðla saman í sömu lykkju þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni). Heklið 1 stuðul til viðbótar í sömu lykkju alveg eins (= 3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TOPPUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Toppurinn er heklaður neðan frá, heklað er upp og út í hvorri hlið eins og þríhyrningur. Síðan skiptist stykkið við miðju og heklað er áfram upp og út í hvorri hlið fyrir sig.
Kantur er heklaður meðfram efri hlið á stykki og snúra er gerð í lokin.
TOPPUR:
Notið heklunál 3 og ljós gallabuxnablár. Heklið eftir mynsturteikningu A.1. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka er heklað og aukið út alveg eins þar til stykkið mælist ca 14-16-18-20 cm mælt frá loftlykkjuhring í miðju á A.1 og upp.
Nú á að hekla fram og til baka yfir aðra hlið á stykki, byrjið frá réttu í loftlykkjuboga á miðju á stykki (við miðju á mynsturteikningu A.1).
Heklið stuða og aukið út í ystu hlið eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.2. Haldið áfram að hekla og auka út svona þar til stykkið mælist 11-11-12-13 cm mælt í heklstefnu frá þar sem stykkið skiptist, stykkið mælist alls ca 20-21-24-27 cm í heklstefnu frá loftlykkjuhring í byrun á A.1 og upp að síðustu umferð. Endurtakið alveg eins meðfram hinni hliðinni á A.1, en byrjið frá röngu.
KANTUR:
Heklið nú kant meðfram 4 efstu hliðum á stykki. Í fyrstu umferð sem er hekluð er mikilvægt að jafna lykkjufjöldann út (jafna úr frekar upp en niður) þannig að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 3 lykkjur í hverri og einni af 3 fyrstu hliðunum, meðfram síðustu hliðinni á lykkjufjöldinn að vera deilanlegur með 3 + 1 lykkju til að mynstrið verði alveg eins í báðum hliðum – sjá ÚTAUKNING í útskýringu að ofan.
UMFERÐ 1:
Notið ljós grár, festið enda með 1 keðjulykkju yst í hlið á A.2 (punktur E á teikningu). Heklið fastalykkjur meðfram öllum 4 hliðum og passið uppá að lykkjuföldinn verði deilanlegur eins og útskýrt er að ofan meðfram hverri hlið. Klippið frá og festið enda. Snúið ekki stykkinu, næsta umferð er hekluð frá sömu hlið.
UMFERÐ 2:
Notið ljós gallabuxnablár, festið þráðinn með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, heklið 3 loftlykkjur og 1 stuðul í fyrstu lykkju, * heklið 2 loftlykkjur og hoppið yfir 2 fastalykkjur, í næstu lykkjur eru heklaðir 2 STUÐLAR SAMAN – sjá útskýringu að ofan *, heklið frá *-* yfir 2 fyrstu hliðarnar (síðasta lykkjan sem er hekluð meðfram 2. hlið er 2 stuðlar sem heklaðir eru saman). Heklið 1 loftlykkju (= punktur B á teikningu) og hoppið yfir 4 fastalykkjur. Í næstu lykkjur eru heklaðir 2 stuðlar saman, heklið síðan frá *-* meðfram 2 síðustu hliðunum (síðasta lykkjan sem er hekluð meðfram 4. hlið er 2 stuðlar sem eru heklaðir saman). Klippið frá og festið enda. Snúið ekki stykkinu, næsta umferð er hekluð frá sömu hlið.
UMFERÐ 3:
Notið natur, festið þráðinn með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul sem heklaður var saman og heklið 2 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga fram að loftlykkjuboga við punkt A. Heklið 3 fastalykkjur um þennan loftlykkjuboga. Heklið eins og áður fram að loftlykkju við punkt B. Heklið 1 fastalykkju um þessa loftlykkju. Heklið eins og áður fram að punkt C. Heklið 3 fastalykkjur um þennan loftlykkjuboga. Heklið eins og áður út umferðina. Klippið frá og festið enda.
BAND:
Gerið 4 bönd með ljós gallabuxnablár.
Á teikningu er merkt hvar festa á böndin.
Bönd við punkt D og E eru bönd sem eru hnýtt á baki. Bönd við punkt A og C eru bönd sem eru hnýtt um hnakka.
Band við punkt A og C er gert þannig: Klippið 9 þræði sem eru ca 140-150-160-170 cm langir. Dragið þræðina í gegnum loftlykkjuboga við punkt A og leggið þá saman þannig að þeir liggi tvöfaldir = 18 þræðir. Skiptið þráðunum niður í 3 hluta með 6 þráðum í hverjum. Fléttið, en skiljið eftir ca 16-18 cm neðst niðri. Hnýtið þráð utan um þræðina þannig að fléttan haldist saman. Skiptið þráðunum aftur í 3 jafn marga hluta, ef óskað er eftir þá er hægt að þræða perlu uppá hvern og einn hlutann og gera e.t.v. hnút neðan við perluna til að festa hana. Gerið 3 fléttur og hnýtið þráð utan um hverja fléttu. Endurtakið alveg eins við punkt C.
Band við punkt D og E er gert þannig: Klippið 3 þræði sem eru ca 120-130-140-150 cm langir. Dragið þræðina í gegnum stykkið við punkt D og leggið þá saman þannig að þeir liggi tvöfaldir = 6 þræðir. Skiptið þráðunum niður í 3 hluta með 2 þráðum í hverjum hluta. Fléttið, en skiljið eftir ca 16 cm neðst niðri. Hnýtið þráð utan um þræðina þannig að fléttan haldist saman. Ef óskað er eftir þá er hægt að þræða perlu uppá hvern og einn hlutann og gera e.t.v. hnút neðan við perluna til að festa hana. Endurtakið alveg eins við punkt E.
Mynstur
|
= Byrjið hér – heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt á hring |
|
= heklstefna í fyrstu umferð á mynsturteikningu |
|
= 4 loftlykkjur |
|
= tvíbrugðinn stuðull um loftlykkjuhring / tvíbrugðinn stuðull í loftlykkjuboga |
|
= 1 loftlykkja - ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðul/tvíbrugðinn stuðull. |
|
= 3 loftlykkjur - ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull/tvíbrugðinn stuðull. |
|
= stuðull um loftlykkjuhring / stuðull um loftlykkjuboga
|
|
= stuðull í lykkju |
|
= 4 loftlykkjur - ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull/tvíbrugðinn stuðull. |
This is the second pattern which I’m trying fiercely to understand. I am an experienced crocheted and knitter but I just can’t understand your instructions. Is it not possible to write out the pattern rather than all the symbols. Both of the patterns which I chose are so pretty for a grand daughter but I’m at a standstill! Many tks again, Carole
30.03.2023 - 21:51DROPS Design answered:
Dear Carole, the only version of this pattern available is the one you see online. If you have trouble understanding the crochet charts, you can check out the following lesson: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=69&cid=19. If there is a specific part which trouble you, you can indicate it to us and we will try to explain it to you differently. Happy crochetting!
02.04.2023 kl. 17:00Bonjour je ne comprends pas comment enchainer entre A1 et A2 . Dans quel rond de mailles s'insère la deuxième bride de A2 Par ailleurs dans A2 avons nous une augmentation de 2 mailles par rang ? ou De 3 ou de 4 .. en fait je ne comprends pas le début du premier rang de A2 je vosu remercie Corduialement
29.03.2023 - 16:15DROPS Design answered:
Bonjour Mme Stachnick, le diagramme A.2 ne se crochète que le long d'un côté de A.1, autrement dit, on continue comme avant en bas le long du côté (les rangs commencent et se terminent comme avant de ce côté), mais en haut de A.1, on continue tout droit, en brides, A.2 commence ainsi dans l'arceau de 4 ml de A.1: 3 ml (1ère bride) + 1 bride dans l'arceau de 4 ml de A.1, puis 1 bride dans chaque bride . Bon crochet!
11.04.2023 kl. 09:30Nun wird hin und zurück über die eine Seite der Arbeit gehäkelt, mit einer Hin-Reihe in dem Luftmaschenbogen in der Mitte der Arbeit beginnen (in der Mitte von Diagramm A.1). Verstehe ich das richtig, dass ich nun in der oberen Ecke mit meiner Wolle neu ansetzen muss?
18.07.2022 - 19:31DROPS Design answered:
Liebe Eva, ja genau, und nun häkeln Sie A.2 auf eine Seite, dann häkeln Sie A.2 auf der anderen Seite. Viel Spaß beim häkeln!
01.08.2022 kl. 10:42Jeg har problemer med at komme igang med opskriften, efter de 5 luftmasker og 1 kantmaske hvad så. Vi er 4 mennesker der har kigget på opskriften og har givet op, hvorfor skriver I ikke bare hvor mange stangmasker og luftmasker der skal bruges i række. Vær venlig at hjælpe mig, jeg vil nødig skuffe mit 15 årlige barnebarn. Hilsen Inge Madsen
20.06.2022 - 12:56Svårt att för att tå hur jag börjar
02.06.2022 - 15:36DROPS Design answered:
Hej Mona, du börjar med själva diagrammet, vid ringen =Börja här - virka 5 luftmaskor .... när du har satt ihop till en ring, virkar du från där pilen är, 4+3 luftmaskor, stolpe, stolpe, stolpe, 4 luftmaskor, stolpe, stolpe, stolpe osv :)
03.06.2022 kl. 12:48Buongiorno, per cortesia è possibile avere lo stesso modello lavorato ai ferri? Grazie
16.05.2022 - 14:46DROPS Design answered:
Buonasera Claudia, questo modello è stato progettato per essere lavorato all'uncinetto, non può essere trasformato in un modello ai ferri. Provi a navigare tra i modelli del nostro sito per trovarne tanti altri lavorati ai ferri. Buon lavoro!
17.05.2022 kl. 19:00Buongiorno, è possibile avere lo stesso modello lavorato ai ferri? Grazie
16.05.2022 - 14:45DROPS Design answered:
Buonasera Claudia, questo modello è stato progettato per essere lavorato all'uncinetto, non può essere trasformato in un modello ai ferri. Provi a navigare tra i modelli del nostro sito per trovarne tanti altri lavorati ai ferri. Buon lavoro!
17.05.2022 kl. 19:00Hei! Jeg er ferdig med A1 og skal begynne på A2. De tre første maskene skal være tre luftmasker, men hvordan starter jeg med med disse luftmaskene?
06.05.2022 - 12:24DROPS Design answered:
Hej Sissel, du hæfter tråden med en kædemaske hvis du starter midt i arbejdet. God fornøjelse!
06.05.2022 kl. 14:22Dalla figura del modello sembra che la Riga 2 del bordo sia lavorata con il colore denim e non con il grigio chiaro come scritto nelle istruzioni. Potete confermare denim o grigio chiaro? Grazie.
06.05.2022 - 07:41DROPS Design answered:
Buonasera Sara, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
06.05.2022 kl. 21:26Hallo, Ich habe Probleme bei A1 am Anfang und am Ende mit den Luftmaschen. Es wird schon auf englisch erklärt, aber es hilft mir leider nicht. Ich würde mich über eine Erklärung freuen. Dankeschön
09.01.2022 - 17:38DROPS Design answered:
Liebe Frau Klein, haben Sie die deutsche Anleitung gelesen? Oder wie kann ich Ihnen helfen? bei A.1 fangen Sie mit 3. Symbol = 4 Luftmaschen und enden Sie mit 1 Doppelstäbchen um den Luftmaschenring/in den Luftmaschenbogen (abwechslungsweise rechts und links im Diagram, je nach Hin- und Rückreihen). Kann das Ihnen helfen?
10.01.2022 kl. 09:02