Hanne skrifaði:
Hvor finner jeg oppskriften?
05.08.2019 - 05:56
Grethe Holst skrifaði:
Hvor er oppskriften? Størrelse og Materiale kommer 2ganger i stedet.
03.08.2019 - 12:00
Vera skrifaði:
Congratulations Drops ! Thank you for being so En Vogue with your styling and colour palatte offerings! Certain style seem to annoy some viewers but I say BRAVO! Your Team are on Point - and I wish you well!
03.08.2019 - 11:08
Rosy skrifaði:
Très beau modèle, une réussite !
29.07.2019 - 09:02
Hilde Verwimp skrifaði:
Waar kan ik hiervan het patroon vinden?
20.07.2019 - 10:48DROPS Design svaraði:
Dag Hilde,
Dit patroon is nog niet gepupubliceerd, het moet nog nagelezen/vertaald worden. We zetten dagelijks nieuwe patronen online van de Herfst Wintercollectie 019/20, dus houd de site in de gaten.
23.07.2019 - 11:53
Jacqueline skrifaði:
This is really beautiful, I would LOVE to make this!!! It's just absolutely perfect!!!!
29.06.2019 - 13:48
Laurence skrifaði:
J'adore, parfait tel quel !
25.06.2019 - 17:19
Mirjam skrifaði:
Perfekt som kjole.
22.06.2019 - 19:32
Cristina skrifaði:
Walk in the park
20.06.2019 - 15:53
Ellis skrifaði:
Thick yarns are nice for cushions, carpets, bags etc but not for sweaters. women need elegant clothes
09.06.2019 - 19:59
Golden Fall#goldenfallsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk eða 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað með köðlum og V-hálsmáli með sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-37 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 46 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 9) = 5,1. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju saman. ÚRTAKA-2 (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á undan A.3 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á eftir A.4 þannig: prjónið A.4, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-3 (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að V-hálsmáli, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka frá miðju að framan og upp að handveg. Prjónið síðan framstykkin og bakstykki til loka hvert fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-232-260-284-308 lykkjur á hringprjón 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= í hlið), prjónið sléttprjón yfir fyrstu 46-50-54-58-62-70 lykkjur – fækkið um 9-9-10-11-10-13 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá ÚRTAKA-1, prjónið A.1 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, A.2 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 46-50-54-58-62-70 lykkjur – fækkið um 9-9-10-11-10-13 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki hér (= hlið), prjónið sléttprjón yfir 98-110-114-130-146-154 lykkjur sem eftir eru – fækkið um 14-18-16-22-28-26 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= bakstykki). Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 174-190-202-224-244-264 lykkjur í umferð (= 90-98-104-116-126-136 lykkjur á framstykki og 84-92-98-108-118-128 lykkjur á bakstykki). Prjóanið síðan A.3 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.1 og prjónið A.4 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.2, lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur, A.3 og A.4 er síðan endurtekið á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm – stillið af eftir umferð á sléttri tölu. Nú skiptist stykkið við hálsmál á milli 2 kaðla á framstykki. Prjónið síðan stykkið fram og til baka frá miðju að framan, með byrjun frá réttu. Það á að fækka lykkjum fyrir V-hálsmáli í fyrstu umferð frá réttu – jafnframt þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm er fellt af fyrir handveg, þ.e.a.s. prjónið þannig (mynstur heldur áfram eins og áður): V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í fyrstu umferð frá hálsmáli – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum í 6. hverri umferð alls 2 sinnum, í 4. hverri umferð alls 1-2-2-3-3-3 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7-6-7-6-7-8 sinnum. HANDVEGUR. Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm fellið af 10-14-14-18-18-20 lykkjur í hvorri hlið (= 5-7-7-9-9-10 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hliðum). Prjónið síðan framstykkin og bakstykkið hvert fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni, A.4 og úrtöku fyrir hálsmáli eins og áður. Þegar úrtöku fyrir V-hálsmáli er lokið eru 30-32-34-38-42-45 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (stykkið mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm). Í næstu umferð frá röngu eru felldar af fyrstu 22-24-26-27-31-34 lykkjur fyrir öxl = 8-8-8-11-11-11 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.4 yfir lykkjur sem eftir eru þar til sjalkraginn mælist 6-6-7-7-7-8 cm. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjurnar prjónaðar yfir kaðal slétt saman 2 og 2 = 5-5-5-7-7-7 lykkjur, fellið af í næstu umferð frá réttu. VINSTRA FRAMSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni, A.3 og úrtöku fyrir hálsmáli eins og áður. Þegar úrtöku fyrir V-hálsmáli er lokið eru 30-32-34-38-42-45 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (stykkið mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm). Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-26-27-31-34 lykkjurnar fyrir öxl = 8-8-8-11-11-11 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.3 yfir lykkjur sem eftir eru þar til sjalkraginn mælist 6-6-7-7-7-8 cm. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjurnar prjónaðar yfir kaðal slétt saman 2 og 2 = 5-5-5-7-7-7 lykkjur, fellið af í næstu umferð frá réttu. BAKSTYKKI: = 74-78-84-90-100-108 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (stykkið mælist alls 50-52-54-56-58-60 cm). Í næstu umferð frá réttu eru felldar af miðju 28-28-30-34-36-38 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 22-24-27-27-31-34 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið laust af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 72-80-80-84-92-96 lykkjur á hringprjón/sokkaprjóna 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar fækka á lykkjum og auka út. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 30-34-34-34-38-42 lykkjur – fækkið um 8-10-8-9-11-13 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.1 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, A.2 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir 32-36-36-36-40-40 lykkjur sem eftir eru – fækkið um 10-12-10-11-13-11 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 60-64-68-72-76-80 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.3 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.1 og prjónið A.4 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.2, þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 14 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-3. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 35 cm = 56-60-64-68-72-76 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-42-42-41-39-37 cm. Aukið nú út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3 cm millibili alls 2 sinnum = 60-64-68-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 49-48-48-46-44-41 cm – stillið af eftir umferð á oddatölu. Prjónið nú fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 52-52-52-51-49-47 cm. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar 6-6-6-8-8-8 lykkjur yfir kaðal slétt saman 2 og 2 = 54-58-62-64-68-72 lykkjur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið saman sjalkraga við miðju að aftan með lykkjuspori og saumið við hálsmál aftan í hnakka – saumurinn á að snúa inn að röngu. Saumið ermar i, þ.e.a.s. saumið niður affellingarkantinn á ermi við handveg. Opið á neðri hlið á ermi á að sauma niður þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg á fram- og bakstykki. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goldenfallsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.