Mieke Kouters skrifaði:
Ik ben deze trui in maat L aan het breien. Ben met de mouwen bezig. Er staat verder breien tot het werk 48 cm meet, pas aan tot na een even naald. Daarna heen en weer breien tot 52 cm . Snap niet wat er moet gebeuren bij 48 cm ??? Graag bericht. Groet Mieke
13.12.2020 - 20:18DROPS Design svaraði:
Dag Mieke,
Vanaf dat punt brei je niet meer in de rondte, maar heen en weer. Dit is de naad van de mouw die in het armsgat genaaid wordt (zie tekening onderaan het patroon).
14.12.2020 - 12:54
Antje skrifaði:
Laut Anleitung soll das Zopfmuster am Schalkragen bei Größe S auf jeder Seite noch 6 cm gestrickt werden. Mit den nachfolgenden 3 Reihen kommt man auf ca. 7 cm pro Seite. Für den hinteren Halsausschnitt sollen 28 Maschen abgekettet werden plus beidseitig eine Masche in der nächsten Hinreihe. Das ergibt laut Maschenprobe plus zwei cm in der Höhe ca. 20 cm. Deshalb musste ich den Schalkragen pro Seite 3 cm länger stricken, damit er in den Ausschnitt passt. Können Sie das bitte prüfen?
19.11.2020 - 10:18DROPS Design svaraði:
Liebe Antje, mit 17 M = 10 cm sind die 28 Maschen beim Rückenteil ca 16 cm breit - der Schalkragen stricken Sie am Ende von jedem Vorderteil (die werden beide zusammengenäht (bisschen ziehen wenn nötig is) und dann am Halsausschnitt Rückenteil genäht), siehe FERTIGSTELLEN - dieses Video zeigt, wie man so einen Schalkragen strickt. Viel Spaß beim stricken!
19.11.2020 - 10:39
Natalia skrifaði:
Bonjour, Je suis bloquée au moment où il faut diviser l'ouvrage entre les 2 torsades du devant pour l'encolure et continuer en allers et retours à partir du milieu devant. Comment dois-je m'y prendre ? Dois-je prendre un nouveau fil et commencer par le milieu devant ? Merci de votre aide !
13.11.2020 - 22:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Natalia, le dernier tour tricoté sur toutes les mailles doit être un rang envers des diagrammes (la correction va être faite), à la fin de ce tour, coupez le fil. Commencez le rang suivant au milieu des 2 torsades = au milieu devant sur l'endroit (= le rang impair suivant) et continuez ainsi en allers et retours. Bon tricot!
16.11.2020 - 13:54
Joelle skrifaði:
Bonjour Je suis étonnée de ne pas avoir reçu de réponse à ma question du 23 mars, concernant le nombre de mailles restantes après les premières diminutions. Merci d'avance pour votre réponse.
28.03.2020 - 18:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Joelle, une simple petite erreur dans la réponse vous a empêché de la recevoir, elle est maintenant visible - voici le détail en taille XL vous augmentez 4 mailles dans A.1 et A.4 mailles dans A.2 vous aurez donc: jersey (58-11 = 47 m), A.1 (7+4=11 m), A.2 (7+4=11 m), jersey: (58-11=47 m) jersey (130-22=108 m) soit: 47+11+11+47+108= 224 m. Désolée pour cette erreur et Bon tricot!
30.03.2020 - 09:51
Michelle skrifaði:
Le fil brushed alpace silk je trouve trop leger en un fil puis je le doubler avec le meme secon fil sans changer les explications ou les aiguilles? ou dois je tout calculer?
27.03.2020 - 15:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Michelle, ce modèle est calculé sur la base d'un échantillon de 17 m x 22 rangs = 10 x 10 cm avec 1 fil Brushed Alpaca Silk, si vous souhaitez modifier la tension, il vous faudra recalculer les explications - plus d'infos sur l'échantillon ici. Bon tricot!
27.03.2020 - 16:32
Joelle skrifaði:
Bonjour Je viens de commencer ce modèle, pour la taille XL. Je ne comprends pas comment il reste 224 mailles après les premières diminutions. Si je fais (58-11)+7+7+(58-11)+(130-22), j'obtiens 216 et non 224 mailles. Pourriez vous me donner plus de détails à ce sujet? Merci d'avance.
23.03.2020 - 20:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Joelle, tout à fait, mais vous allez augmenter 4 mailles au 1er rang de A.1 et 4 mailles au 1er rang de A.2, soit 216+8= 224 m. Bon tricot!
24.03.2020 - 09:43
Thiourt skrifaði:
Placer 1 fil marqueur au début du tour (= repère côté), tricoter les 46-50-54-58-62-70 premières mailles en jersey en diminuant 9-9-10-11-10-13 mailles à intervalles réguliers – voir DIMINUTIONS-1, tricoter A.1 au-dessus des 5-5-5-7-7-7 mailles suivantes, A.2 au-dessus des 5-5-5-7-7-7 mailles suivantes, bjr nous devons faire les dim sur les m qui arrivent et nous retrouver avec le nombre de m demandé? Et ensuite tricoter au dessus des 7m suivante?? je ne comprend pas merci
19.03.2020 - 10:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thiourt, en tricotant les 46-50-54-58-62-70 mailles en jersey vous diminuez 9-9-10-11-10-13 mailles à intervalles réguliers au-dessus de ces 46-50-54-58-62-70 mailles, il va donc vous rester 37-41-44-47-52-57 m jersey. Bon tricot!
19.03.2020 - 11:53
Tanja Gruber skrifaði:
Beim Ärmel heißt es, ab 49 cm Länge, hin- und zurück stricken. Heißt das, ich stricke ab da nicht mehr in geschlossenen Runden? Teile ich die Arbeit dann?
23.02.2020 - 14:42DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Gruber, ja genau, die Arbeit wird hier geteilt und von hier in Reihen (= hin und zurück) stricken. Diese extra cm in Reihen gestrickt werden dann am Armlöcher zusammengenäht (siehe Video. Viel Spaß beim stricken!
24.02.2020 - 09:16
Margarete skrifaði:
Wie viele Maschen muß ich zu Beginn des V- Ausschnitts abnehmen ? Es heißt nur in jeder 6 Reihe abnehmen . Wieviele Maschen steht nicht da. Erst danach kommt in jeder 4 Reihe 12333 x und was bedeutet in diesem Zusammenhang x . Ich stricke in xl . Vielen Dank
28.01.2020 - 10:17DROPS Design svaraði:
Liebe Margarete, es wird 1 Masche beim V-Ausschnitt abgenommen -siehe ABNAHMETIPP-2 (gilt für den V-Ausschnitt). XL ist id 4. Größe, dh Sie wie folgt zunehmen sollen: In jeder 6. Reihe insgesamt 2 x abnehmen, dann in jeder 4. Reihe insgesamt 3 x, dann in jeder 2. Reihe insgesamt 7 x Viel Spaß beim stricken!
28.01.2020 - 10:58
Yulia Nemirovskaya skrifaði:
Hi, I love Drops Alpaca/Silk yarn, but I have a problem with it, when casting on for the neckline, knitting in the round, the cast on is very tight and the neck does not go through. What method of cast on you recommend for this yarn? The problem that it is very catchy, it does not stretch, and I really wand to knit a top down jumper, Best regards, Yulia
20.01.2020 - 11:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Nemirovskaya , this pattern is worked bottom up, not top down. You will find our videos for casting on here - and top down patterns here. Happy knitting!
20.01.2020 - 13:00
Golden Fall#goldenfallsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk eða 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað með köðlum og V-hálsmáli með sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-37 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 46 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 9) = 5,1. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju saman. ÚRTAKA-2 (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á undan A.3 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á eftir A.4 þannig: prjónið A.4, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-3 (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að V-hálsmáli, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka frá miðju að framan og upp að handveg. Prjónið síðan framstykkin og bakstykki til loka hvert fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-232-260-284-308 lykkjur á hringprjón 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= í hlið), prjónið sléttprjón yfir fyrstu 46-50-54-58-62-70 lykkjur – fækkið um 9-9-10-11-10-13 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá ÚRTAKA-1, prjónið A.1 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, A.2 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 46-50-54-58-62-70 lykkjur – fækkið um 9-9-10-11-10-13 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki hér (= hlið), prjónið sléttprjón yfir 98-110-114-130-146-154 lykkjur sem eftir eru – fækkið um 14-18-16-22-28-26 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= bakstykki). Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 174-190-202-224-244-264 lykkjur í umferð (= 90-98-104-116-126-136 lykkjur á framstykki og 84-92-98-108-118-128 lykkjur á bakstykki). Prjóanið síðan A.3 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.1 og prjónið A.4 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.2, lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur, A.3 og A.4 er síðan endurtekið á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm – stillið af eftir umferð á sléttri tölu. Nú skiptist stykkið við hálsmál á milli 2 kaðla á framstykki. Prjónið síðan stykkið fram og til baka frá miðju að framan, með byrjun frá réttu. Það á að fækka lykkjum fyrir V-hálsmáli í fyrstu umferð frá réttu – jafnframt þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm er fellt af fyrir handveg, þ.e.a.s. prjónið þannig (mynstur heldur áfram eins og áður): V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í fyrstu umferð frá hálsmáli – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum í 6. hverri umferð alls 2 sinnum, í 4. hverri umferð alls 1-2-2-3-3-3 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7-6-7-6-7-8 sinnum. HANDVEGUR. Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm fellið af 10-14-14-18-18-20 lykkjur í hvorri hlið (= 5-7-7-9-9-10 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hliðum). Prjónið síðan framstykkin og bakstykkið hvert fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni, A.4 og úrtöku fyrir hálsmáli eins og áður. Þegar úrtöku fyrir V-hálsmáli er lokið eru 30-32-34-38-42-45 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (stykkið mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm). Í næstu umferð frá röngu eru felldar af fyrstu 22-24-26-27-31-34 lykkjur fyrir öxl = 8-8-8-11-11-11 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.4 yfir lykkjur sem eftir eru þar til sjalkraginn mælist 6-6-7-7-7-8 cm. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjurnar prjónaðar yfir kaðal slétt saman 2 og 2 = 5-5-5-7-7-7 lykkjur, fellið af í næstu umferð frá réttu. VINSTRA FRAMSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni, A.3 og úrtöku fyrir hálsmáli eins og áður. Þegar úrtöku fyrir V-hálsmáli er lokið eru 30-32-34-38-42-45 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (stykkið mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm). Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-26-27-31-34 lykkjurnar fyrir öxl = 8-8-8-11-11-11 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.3 yfir lykkjur sem eftir eru þar til sjalkraginn mælist 6-6-7-7-7-8 cm. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjurnar prjónaðar yfir kaðal slétt saman 2 og 2 = 5-5-5-7-7-7 lykkjur, fellið af í næstu umferð frá réttu. BAKSTYKKI: = 74-78-84-90-100-108 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (stykkið mælist alls 50-52-54-56-58-60 cm). Í næstu umferð frá réttu eru felldar af miðju 28-28-30-34-36-38 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 22-24-27-27-31-34 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið laust af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 72-80-80-84-92-96 lykkjur á hringprjón/sokkaprjóna 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar fækka á lykkjum og auka út. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 30-34-34-34-38-42 lykkjur – fækkið um 8-10-8-9-11-13 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.1 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, A.2 yfir næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir 32-36-36-36-40-40 lykkjur sem eftir eru – fækkið um 10-12-10-11-13-11 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 60-64-68-72-76-80 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.3 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.1 og prjónið A.4 (= 8-8-8-11-11-11 lykkjur) yfir A.2, þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 14 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-3. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 35 cm = 56-60-64-68-72-76 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-42-42-41-39-37 cm. Aukið nú út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3 cm millibili alls 2 sinnum = 60-64-68-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 49-48-48-46-44-41 cm – stillið af eftir umferð á oddatölu. Prjónið nú fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 52-52-52-51-49-47 cm. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar 6-6-6-8-8-8 lykkjur yfir kaðal slétt saman 2 og 2 = 54-58-62-64-68-72 lykkjur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið saman sjalkraga við miðju að aftan með lykkjuspori og saumið við hálsmál aftan í hnakka – saumurinn á að snúa inn að röngu. Saumið ermar i, þ.e.a.s. saumið niður affellingarkantinn á ermi við handveg. Opið á neðri hlið á ermi á að sauma niður þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg á fram- og bakstykki. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goldenfallsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.