Anna skrifaði:
Il modello è bellissimo, l'unica pecca è che il bordo di 5 m lavorate a legaccio alla fine risulta un po' cedevole rispetto al resto. Meglio farlo con un tubolare o in ogni altro metodo che lo irrobustisca un pochino
13.12.2022 - 13:44
Françoise skrifaði:
Merci pour votre rapide réponse,je me lance... Bonne journée.
19.05.2020 - 14:25
Françoise skrifaði:
Bonjour, J'ai un doute concernant le 1er rang du diagramme il s'agit bien d'1 jeté 5 mailles 1jeté 1 maille (1 jeté pour la suite) ce n'est pas habituel de voir des augmentations séparée par 1 maille. Je vous remercie pour votre réponse. Prenez soin de vous . Cordialement. Françoise
18.05.2020 - 18:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, c'est bien ainsi que se lit le 1er rang de A.1A. Au rang suivant, veillez à bien tricoter les jetés torse pour éviter les trous. Bon tricot!
19.05.2020 - 07:38
Sonja Demerlier skrifaði:
Een vraagje, wat bedoel jullie met de pijl = mindernaald/meerdernaald. Het staat nergens beschreven wat dat is
12.11.2017 - 16:56DROPS Design svaraði:
Hallo Sonja, Bij het stuk over 'LIJF' staat hoe je moet minderen op de naalden gemarkeerd met een pijl in het telpatroon. (In telpatroon A.2a en A.3a zie je pijlen staan)
13.11.2017 - 21:08
Night Shade Jacket#nightshadejacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki og marglitu norrænu mynstri, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 184-25 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Öll úrtaka/útaukning er gerð frá réttu! Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur), mínus kant að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 12,2. Í þessu dæmi eru prjónaðar ca 11. og 12. hver lykkja slétt saman. Ekki er lykkjum fækkað yfir kant að framan. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 12. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (á við um A.1A og A.1B). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni UPPHÆKKUN (á við um aftan í hnakka): Setjið 1 prjónamerki við miðju að aftan (= í 45.-48.-51.-54.-57.-62. lykkju). Byrjið frá röngu með litnum svartur og prjónið brugðnar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 7-8-8-9-9-10 lykkjur fram hjá lykkju með prjónamerki í (kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni). Snúið, herðið á þræði og prjónið 14-16-16-18-18-20 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 21-24-24-27-27-30 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 28-32-32-36-36-40 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 35-40-40-45-45-50 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-48-48-54-54-60 lykkjur slétt til baka. Snúið og prjónið brugðnar lykkjur út umferðina (kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni). ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-1 (á við um stroff): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið, takið upp þráðinn í bilinu á undan næstu lykkju og prjónið þráðinn snúinn brugðið svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Prjónið frá réttu þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 2, 12, 22, 33, 44, og 55 cm M: 2, 12, 22, 32, 42, 52 og 62 cm L: 2, 12, 22, 32, 42, 53 og 64 cm XL: 2, 12, 22, 32, 42, 53 og 64 cm XXL: 2, 12, 22, 33, 44, 55 og 66 cm XXXL: 2, 12, 22, 33, 44, 55 og 66 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 96-104-108-116-120-128 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjón 4 með litnum svartur Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 7-9-7-9-7-9 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 89-95-101-107-113-119 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Til þess að flíkin passi betur er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkunin hefur verið ger er prjónað MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð) (= 13-14-15-16-17-18 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1A og A.1B hefur verið prjónað til loka eru 245-263-281-315-334-353 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 21-23-25-27-29-31 cm mælt við miðju að framan frá uppfitjunarkanti. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu með litnum svartur þar sem aukið er út um 2-8-6-0-9-14 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 247-271-287-315-343-367 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið eins og áður með litnum svartur yfir fyrstu 40-43-45-49-54-58 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 48-54-58-64-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 71-77-81-89-99-107 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 48-54-58-64-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir þær 40-43-45-49-54-58 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 163-175-187-203-227-247 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið A.2A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 38-41-44-48-54-59 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Í umferð merktri með ör-1 í mynsturteikningu er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir (ekki er lykkjum fækkað yfir kanta að framan) = 159-171-183-199-223-243 lykkjur. Þegar A.2A og A.2B hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3A/A.3B alveg eins (= 37-40-43-47-53-58 mynstureiningar með 4 lykkjum). A.3A/A.3B er endurtekið til loka. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-2 í mynsturteikningu er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir = 151-163-175-191-215-235 lykkjur. Síðan eru auknar út 6 lykkjur jafnt yfir í hverri umferð merktri með ör-3, ör-5 og ör-6 (ekki er aukið út yfir kanta að framan) – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 175-187-199-215-239-259 lykkjur. Þegar stykkið mælist 39 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð brugðin frá röngu með litnum svartur þar sem aukið er út um 53-57-61-69-77-81 lykkjur jafnt yfir = 228-244-260-284-316-340 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið við miðju að framan (séð frá réttu). Þegar stykkið mælist 4 cm eru allar 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið – lesið ÚTAUKNING-1 = 282-302-322-352-392-422 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8 cm (öll peysan mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm frá öxl) fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Setjið til baka 48-54-58-64-68-72 lykkjur af þræði á sokkaprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum mitt undir ermi = 54-60-66-72-78-84 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = mitt undir ermi (= 3-3-4-4-5-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið A.2A hringinn og fækkið jafnframt um 2-0-2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 52-60-64-72-76-84 lykkjur (13-15-16-18-19-21 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar A.2A hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3A hringinn. Þegar A.3A hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón með litnum svartur til loka. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkju mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA-1. Fækkið alls 7-11-12-16-17-20 sinnum þannig: S: Í 10. hverri umferð, M: Í 6. hverri umferð, L: Í 5. hverri umferð, XL: Til skiptis í 3. og 4. hverri umferð, XXL: Í 3. hverri umferð, XXXL: Til skiptis í annarri og hverri og 3. hverri umferð. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka eru 38-38-40-40-42-44 lykkjur eftir – ATH: Þegar lykkjum er fækkað kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, en passið uppá að "doppurnar" í A.3A komi beint yfir hverja aðra í afgang af ermi). Þegar ermin mælist 36-34-32-30-29-27 cm frá prjónamerki (ATH: Styttri mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-10-12-12-14-16 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið – munið eftir ÚTAUKNING-1 = 60-60-65-65-70-75 lykkjur (þetta er gert til þess að ermin verði ekki of þröng neðst niðri). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist nú ca 44-42-40-38-37-35 cm frá prjónamerki. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nightshadejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 184-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.