Meunier skrifaði:
Comment avoir les explications en français? Merci
09.11.2024 - 15:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Meunier, cliquez sur le menu déroulant pour changer la langue ou bien ici pour les explications de ce pull en français. Bon tricot!
11.11.2024 - 10:28
Hedda Vik Askeland skrifaði:
I oppskriften er det ikke forklart hvilke diagram man skal bruke hvor. Begynner genseren med diagram A1?
23.03.2020 - 21:56DROPS Design svaraði:
Hej Det är förklarat under STRIPER BOL och STRIPER ERME längst upp på oppskriften hur du ska sticka diagrammen. Lycka till!
25.03.2020 - 06:29
Anne Brit Madland skrifaði:
Hei! Skal hver arm strikkes i to deler?
30.09.2018 - 10:26DROPS Design svaraði:
Hei Anne Brit. Hver arm strikkes i 1 del, men fram og tilbake på pinnen, De sys tilslutt sammen på undersiden. Du plukker altså opp masker langs hele ermhullet, også strikker du frem og tilbake og feller som anvist. Når 1 erme er ferdig strikker du det andre erme på samme måte. God fornøyelse.
01.10.2018 - 11:40
Mariagrazia skrifaði:
Per la taglia S le istruzioni indicano di terminare sul davanti con 71 maglie in attesa (27 per lo scollo e 44 per le spalle). Invece di seguito le istruzioni per il collo indicano di riprendere 75 maglie. Devo aumentare 4 maglie quindi? Grazie
03.04.2017 - 14:34DROPS Design svaraði:
Buongiorno Mariagrazia. Quando riprende le maglie, deve riprendere 1 m dove ha intrecciato le m ai lati dello scollo. Buon lavoro!
03.04.2017 - 14:47
Alexia skrifaði:
Hola, se podría hacer el jersey con 2 hebras de flora o 2 hebras de alpaca en vez de usar kid silk? Gracias
07.12.2016 - 14:47DROPS Design svaraði:
Hola Alexia. Si, es posible sustituir en este modelo el kid-silk por alpaca o flora, pero ten en cuenta que en este caso tienes que hacer un nuevo calculo del material necesario y el jersey va a perder ese efecto ligero que aporta la calidad del kid-silk
10.12.2016 - 19:59
Ellen skrifaði:
Hadde vært fint å ha visst størrelsen på modellen og den genseren hun har på seg, for jeg antok det var small og laget dermed en medium til meg selv. Men den er stram som en pølseskinn og likner overhodet ikke på fasongen på bildet. Jeg er veldig skuffet over å ha investert så mye tid og penger uten at jeg kan bruke denne genseren.
10.08.2016 - 21:52
Viktoria skrifaði:
Hei, jeg har to spørsmål ang. denne oppskriften: 1) Halskant: Det står strikk opp fra retten, men det står ikke på hvilken måte man skal gjøre det. 2) FORSTK: Når man deler arbeidet i tre deler og strikker dem hver for seg, felles det 2 masker på hver sin side (skulder) MOT halsen. Men det blir til 2 svare huler igjen når jeg strikker de 3 delene sammen igjen. Er det noe jeg har misforstått? mvh Viktoria
05.08.2016 - 21:42
Janne Yde skrifaði:
Den vil jeg elske at strikke!
14.01.2016 - 22:43
Unuth skrifaði:
Ich habe noch so viele Alpaca-Reste. Die kann ich bei diesem Modell wunderbar verarbeiten
31.12.2015 - 16:32
Ramo skrifaði:
I really want this sweater...
16.12.2015 - 18:49
Forever Young#foreveryoungsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk í tvöföldu perluprjóni og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 167-39 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI: A = Alpaca. KS = Kid-Silk. Prjónið 7-8-8-8-8-9 cm með 1 þræði í litnum natur A + 1 þræði í litnum ljós bleikur KS, prjónið rendur eftir mynstri A.1, síðan A.2, síðan eru prjónaðir 5-6-6-8-8-9 cm með 1 þræði í litnum natur A + 1 þræði í litnum ljós bleikur KS, endurtakið síðan A.1 til loka. Allt mynstrið er prjónað í tvöföldu perluprjóni. RENDUR Á ERMI: Prjónið rendur eftir mynstri A.3, síðan er prjónað A.2, en A.2 er prjónað ofan frá og niður, síðan er A.1 prjónað, en A.1 er prjónað ofan frá og niður, haldið síðan áfram með lit í síðustu rönd til loka. TVÖFALT PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1 (= rétta): * 1 ll, 1 br *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir á undan kantlykkju og endið á 1 l sl. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br yfir br og sl yfir sl. UMFERÐ 3 (= rétta): * 1 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir á undan kantlykkju og endið á 1 l br. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl yfir sl og br yfir br. Endurtakið umf 1-4. ÚRTAKA (á við um ermi): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum þegar 2 l er eftir á undan 2 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 85-91-99-107-117-127 l á prjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum natur Alpaca (A) + 1 þræði í litnum natur Kid-Silk (KS) = 2 þræðir. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á prjóna nr 5 og prjónið RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI og TVÖFALT PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, en 2 síðustu l í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm prjónið 2 umf garðaprjón fram og til baka yfir síðustu 7-7-9-10-12-14 l í hvorri hlið (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Í næstu umf á eftir garðaprjóni eru felldar af fyrstu 5-5-7-8-10-12 l í byrjun á 2 næstu umf fyrir handveg = 75-81-85-91-97-103 l eftir á prjóni. Haldið áfram með rendur, tvöföldu perluprjóni og 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 52-54-55-57-58-60 cm. Setjið nú miðju 27-27-29-29-31-31 l á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið síðan áfram og fækkið um 1 l í byrjun á 2 næstu umf frá hálsi = 22-25-26-29-31-34 l eftir á öxl. Þegar stykkið mælist 54-56-57-59-60-62 cm eru l settar á þráð. Endurtakið í hinni hliðinni í hálsmáli. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu 75-81-85-91-97-103 l (meðtaldar l á þræði í hvorri hlið og af þræði að framan) meðfram vinstri öxl, hálsmáli og hægri öxl, á prjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum natur Alpaca + 1 þræði í litnum natur Kid-Silk. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir á prjóni, endið á 1 l br og 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þangað til hálsmálið mælist 5-5-6-6-7-7 cm og allt framstykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm frá öxl og niður. Skiptið yfir á prjóna nr 5 og prjónið 2 umf slétt yfir allar l (1. umf er prjónuð frá réttu). Fellið síðan LAUST af með sl frá réttu – ATH: Til þess að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur er hægt að slá uppá prjóninn eftir ca 6. hverja l JAFNFRAMT sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og l). BAKSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og framstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma, þ.e.a.s. saumið saman ystu 22-25-26-29-31-34 l á hvorri hlið á fram- og bakstykki með 1 spori í hverja l – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Prjónið upp frá réttu 55-57-61-65-67-71 l meðfram handveg í annarri hliðinni á stykki á prjóna nr 5 með 1 þræði í litnum natur Alpaca (A) + 1 þræði í litnum ljós bleikur Kid-Silk = 2 þræðir. Prjónið tvöfalt perluprjón og RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan, með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3-3-4-5-6-7 cm er sett 1 prjónamerki í hvora hlið. Þegar stykkið mælist 2-2-2-3-3-4 cm frá prjónamerki, fækkið um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 5-6-4½-3½-3½-2½ cm millibili alls 9-8-10-11-11-13 sinnum = 37-41-41-43-45-45 l. Þegar ermin mælist 45-44-43-41-39-37 cm frá prjónamerki (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu), skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og 1 þráð natur Alpaca + 1 þráð natur Kid-Silk. Prjónið 1 umf slétt frá réttu þar sem fækkað er um 1 l = 36-40-40-42-44-44 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir í umf og endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til kanturinn mælist 4 cm og ermin ca 49-48-47-45-43-41 cm frá prjónamerki (öll ermin mælist ca 52-51-51-50-49-48 cm). Prjónið 2 umf slétt (1. umf = frá réttu) og fellið LAUST af með sl frá réttu. Endurtakið í hinni hliðinni. FRÁGANGUR: Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt – saumið í ystu lykkjubogana, en skiljið eftir ca 10-12 cm neðst niðri í hvorri hlið á fram- og bakstykki fyrir klauf. Saumið saman litla opið undir ermum í ysta lykkjubogann. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #foreveryoungsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 167-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.