DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hvernig á að prjóna hundapeysu

Hundum getur líka orðið kalt þegar kalt er úti, svo af hverju ekki að prjóna fallega peysu með köðlum fyrir besta vin þinn? Í þessum skref-fyrir-skref kennsluleiðbeiningum sýnum við þér hvernig á að prjóna hundapeysuna Lookout samkvæmt uppskriftinni DROPS 102-43, úr DROPS Karisma.

Fylgdu leiðbeiningunum og ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu skrifað þær í dálkinn athugasemdir / spurningar og þá munum við aðstoða þig!

Hvað þarftu til að geta byrjað?

Stærð: Í þessum kennsluleiðbeiningum þá gerum við stærð XS og þú sérð að stærðin er merkt með breiðu letri í gegnum allar kennsluleiðbeiningarnar. Sjá allt mynstrið hér.

Stærð:
XS- S - M
Mál á hundi:
Yfirvídd: ca 28/32 – 40/44 – 48/52 cm
Lengd á baki: ca 24– 32 - 40 cm

Dæmi fyrir hundategundir: XS = Chihuahua, S = Bichon Frisé, M = Cocker Spaniel

Efni:
DROPS Karisma frá Garnstudio
100-150-200 g litur nr 21, milligrár

DROPS hringprjónar 4mm, 40 cm að lengd (eða sokkaprjóna fyrir minnstu stærðina XS) – eða þá stærð sem þarf til að fá prjónfestu með; 21 lykkjur x 28 umferðir í sléttprjóni = 10 x 10 cm.

DROPS sokkaprjónar og hringprjónar 3mm

Upplýsingar fyrir mynstur áður en við byrjum...

STROFF: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*
Þegar við skrifum *-* í textanum, þá á að prjóna það sem stendur á milli stjarna og það á að endurtaka það eins oft og stendur í uppskrift.

ÚTAUKNING:
Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

Mynsturteikning

Hér sérðu alla mynsturteikninguna sem er notuð í þessu mynstri. Þú verður að koma til baka og skoða mynsturteikninguna til að geta fylgt uppskriftinni að neðan.

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= Kaðall: Setjið 1 lykkju á hjálparprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið af hjálparprjóni
= Kaðall: Setjið 3 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið, 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt af hjálparprjóni
= Kaðall: Setjið 2 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni
= Kaðall: Setjið 3 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt af hjálparprjóni

Nú byrjum við að prjóna!

Fyrst aðeins meiri upplýsingar: Stykkið er prjónað í hring frá hálsmáli og niður, síðan skiptist stykkið fyrir framfætur, þaðan er prjónað fram og til baka yfir hluta á baki. Síðan er stykkið prjónað undir maga, stykkin eru sett saman og prjónað í hring. Lykkjur undir maga eru felldar af og fellt er af í hvorri hlið í nokkra cm. Endað er á að prjóna stroff í kringum peysuna að neðan og lykkjur eru prjónaðar upp í götum fyrir framfætur þar sem einnig er prjónað stroff.

1)
Fitjið upp 60-80-100 lykkjur á sokkaprjóna 3mm með litnum milligrár

2)
Prjónið stroff í 8-10-12 cm (= kragi sem brotinn er saman tvöfaldur)

3)
Skiptið yfir í stuttan hringprjón 4mm. Prjónið 1 umferð sléttprjón jafnframt því sem aukið er út 16-32-54 jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 76-112-154 lykkjur.

4)
Nú er mynstrið prjónað þannig:

Stærð XS: M.2 (4 lykkjur), 2 lykkjur brugðið, M.2 (4 lykkjur), (= fyrstu 10 lykkjur undir maga), 3 lykkjur brugðið, M.3 (14 lykkjur), M.2 (4 lykkjur), M.1 (24 lykkjur) (= mitt ofan á baki), M.2 (4 lykkjur), M.3 (14 lykkjur) og 3 lykkjur brugðið.

Stærð S: * M.2, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 2 sinnum, M.2, * M.3, M.2 *, endurtakið frá *-* 2 sinnum, M.1 (= mitt ofan á baki), * M.2, M.3 *, endurtakið frá *-* 2 sinnum.

Stærð M: * M.2, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 3 sinnum, M.2, * M.3, M.2 *, endurtakið frá *-* 3 sinnum, M.1 (= mitt ofan á baki), * M.2, M.3 *, endurtakið frá *-* 3 sinnum.

5)
Jafnframt þegar stykkið mælist 12 -16-20 cm (frá uppfitjunarkanti) skiptist stykkið við op fyrir framfætur þannig (reynið að skipta stykkinu þannig að kaðlarnir séu prjónaðir frá réttu): Setjið fyrstu 10-16-22 lykkjur á 1 þráð (= undir maga), snúið stykkinu og haldið áfram með mynstur fram og til baka, fellið af 1 lykkju í hvorri hlið í byrjun á næstu 2 umferðum = 64 -94-130 lykkjur (= bakstykki).

6)
Haldið áfram með mynstur fram og til baka yfir þessar lykkjur í 6 -8-10 cm (stykkið mælist alls 18 -24-30 cm ). Stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu og klippið frá.

7)
Setjið lykkjur á 1 þráð og setjið lykkjur af þræði undir maga til baka yfir á prjóninn.

8)
Fitjið upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið = 12-18-24 lykkjur. Prjónið mynstur áfram fram og til baka með 1 lykkju brugðið í hvorri hlið.

9)
Þegar prjónaðir hafa verið 6-8-10 cm eru allar lykkjur settar inn á sama prjón = 76-112-154 lykkjur, stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

10)
Þegar stykkið mælist alls24-31-38 cm eru felldar af 12-20-28 lykkjur mitt undir maga.

11)
Nú er stykkið prjónað til loka fram og til baka – jafnframt er fellt af í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 1 -1-1 sinni, 2 lykkjur 2-3-4 sinnum, 1 lykkja 2-3-4 sinnum, 2 lykkjur 2-3-4 sinnum og 3 lykkjur 1-1-1 sinni = 32-50-74 lykkjur aftur á prjóni.
Stykkið mælist nú ca 30-39-48 cm.

12)
Frágangur: Setjið þær lykkjur sem eftir eru á stuttan hringprjón 3, prjónið til viðbótar upp lykkjur í kringum affellingarkantinn þannig að það verða ca 84-108-140 lykkjur. Prjónið stroff í 2-3-4 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

13)
Fætur: Prjónið upp ca 36-44-52 lykkjur á sokkaprjóna 3 mm í kringum annað opið fyrir fót.

14)
Prjónið stroff í 2-3-4 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið í kringum hitt opið fyrir fót.

Tilbúið!

Nú er peysan tilbúin. Takk fyrir að fylgja kennsluleiðbeiningum okkar, við vonum að þú hafir haft gaman af og að við fáum að sjá myndir af peysunni þinni . Settu myndir á samfélagsmiðla og notaðu myllumerkið #dropsalong og #thelookoutdogsweater eða sendu okkur á drops gallery þá getum við deilt þeim!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig meiri upplýsingar um mismunandi lykkjur eða aðferðir, þá er hér listi yfir kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem geta komið að gagni:

Athugasemdir (52)

Country flag Margareta Wålinder skrifaði:

Jag har problem med dropp 102-43. Stickar Small.efter att ha stickat mönster enl instruktion hur går jag vidare? Har ju utökat till 112 maskor men det mönstret blir det 136. Förstår inte hur jag ska komma vidare

06.01.2021 - 18:59

DROPS Design svaraði:

Hei Margareta. Du har 112 masker og skal nå strikke M.2 (= 4 masker) + 2 vrang masker, dette skal strikkes 2 ganger = 12 masker. Deretter M.2 (= 4 masker). Så strikkes M.3 (= 14 masker) + M.2 (= 4 masker) = 18 masker, dette skal også strikkes 2 ganger, 18 x 2 = 36 masker. Deretter M.1 (= 24 masker) og så M.2 (= 4 masker) + M.3 (= 14 masker) = 18 masker x 2 ganger = 36 masker. Da blir det: 4+2+4+2+4+14+4+14+4+24+4+14+4+14 = 112 masker. God Fornøyelse!

11.01.2021 - 10:02

Country flag Bettina skrifaði:

Welche Größe wähle ich für einen Zwergdackel? Ich möchte den Pullover verschenken und kann daher den Hund nicht ausmessen.

29.12.2020 - 15:42

DROPS Design svaraði:

Liebe Bettina, ich kenne also die Maße vom Zwergdackel nicht, und je nach dem Hund kann es auch unterschiedlich sein, veilleicht können Sie vom Internett mal schauen? Ihr DROPS Laden hat sicher mehr Erfahrung damit und kann vielleicht Ihnen auch mal weiterhelfen - Viel Spaß beim stricken!

05.01.2021 - 14:19

Country flag COUSIN Chantal skrifaði:

Bonjour, je souhaite tricoter ce modèle, toutefois, il y a une chose que je ne comprends pas. Lorsqu'on tricote avec l'aiguille circulaire, on fait un rang endroit selon le diagramme, mais ensuite doit-on tricoter un rang "envers" c'est à dire un rang comme quand on tricote sur des aiguilles droites ?Je ne suis pas sûre d'être très claire ? Merci. Chantal de Normandie

15.12.2020 - 16:00

DROPS Design svaraði:

Bonjour Mme Cousin, quand on tricote en rond, on tricote tous les tours sur l'endroit et on va donc lire les diagrammes de droite à gauche à chaque rang. Quand vous diviserez l'ouvrage, faites bien attention à ce que les torsades soient toujours sur l'endroit. Retrouvez ici plus d'infos sur les diagrammes. Bon tricot!

15.12.2020 - 16:21

Country flag Martine skrifaði:

Bonjour, Que voulez-vous dire par tricoter allers et retours ? Merci

01.11.2020 - 13:50

DROPS Design svaraði:

Bonjour Martine, tricoter en allers et retours signifie tricoter en rangs (= on tourne à la fin de chaque rang, sur l'endroit et sur l'envers, autrement dit, on tricote alternativement sur l'endroit et sur l'envers), alors qu'au début, et à la fin, on va tricoter en rond = toujours sur l'endroit. Bon tricot!

02.11.2020 - 10:04

Country flag Linda Olsen skrifaði:

Kan den strikkes på kun 2 pinde mon , hvis ja findes der et mønster på det ?

27.10.2020 - 17:39

DROPS Design svaraði:

Hei Linda. Det finnes ikke noen mønster å strikke denne med 2 pinner / frem og tilbake. Men du kan jo prøve å skrive den om til å strikker frem og tilbake ut fra den detaljerte Leksjonene som er laget og deretter sy den sammen. Evnt se oppskrift 102-40, hundedekke som er strikket frem og tilbake i perlestrikk. God Fornøyelse!

02.11.2020 - 08:07

Country flag Linda Olsen skrifaði:

Jeg skal til at strikke hundeblusen til en hanhund. For han ikke skal komme til at tisse på trøjen skal den være lidt kortere under maven. Hvordan gør jeg det. Det er den mindste str jeg skal strikke. Vh Linda

24.10.2020 - 15:05

DROPS Design svaraði:

Hei Linda. Du kan da begynne å felle tidligere og evnt felle de maskene som skal felles over flere pinner til du har 32 masker på pinnen og arbeidet måler ca 30 cm. God Fornøyelse!

26.10.2020 - 06:55

Country flag Chantal skrifaði:

Je narrive pas a tricoter avec 4 aiguille auriez vous un autre model svp pour bichon ?

08.10.2020 - 13:13

DROPS Design svaraði:

Bonjour Chantal, nous n'avons qu'un modèle qui se tricote en rangs: Suzi, toutefois cette leçon pourra peut être vous aider. Bon tricot!

09.10.2020 - 09:03

Country flag Ann-sofie Hansen skrifaði:

Jeg forstår ikke at der står følgende: 3) Skift til lille rundpind 4mm. Strik 1 omgang ret samtidig med at der tages 16-32-54 masker ud jævnt fordelt - læs INDTAGNINGSTIP = 76-112-154 masker. Jeg er rimelig nu strikker, men jeg syntes ikke det giver mening af fjerne masker, skal jeg ikke lave flere masker altså udtagning?

28.09.2020 - 19:20

DROPS Design svaraði:

Hej Ann-Sofie, skriv dit spørgsmål i opskriften, så kan vi se hvilken det er og få den rettet hvis vi har lavet en fejl :)

02.10.2020 - 14:56

Country flag Aline skrifaði:

Est-ce qu'il y aurait possibilité d'avoir d'autre patron de pull pour petit chien . Je vous félicite parce que vos tricot sont en français et j'adore les tricots pour petit chien. Merci à l'avance.

15.07.2020 - 19:20

DROPS Design svaraði:

Bonjour Aline et merci :) Vous trouverez ici tous nos modèles pour animaux: différents types de pulls pour chien, avec jacquard, côtes, torsades, etc... Bon tricot!

16.07.2020 - 10:59

Country flag Ma José Sotoca Marti skrifaði:

Me a gustado mucho. Te doy las gracias.

12.07.2020 - 08:15

Country flag Ulrike skrifaði:

Unsere Sissi war schon 16 Jahre alt und ließ sich nichts mehr über den Kopf ziehen. Aufgrund ihres Alters fror sie sehr. Deshalb habe ich den Hundepullover mit Knopfleiste auf em Rücken gestrickt.

10.07.2020 - 20:18

Country flag Marilena Viale skrifaði:

Vorrei sapere se i diagrammi m3 dopo il 10 giro si ricomincia dal. 1 e lo stesso x m1 seguo il diagramma x 22 giri e poi ricomincio da n. 1?

19.06.2020 - 23:21

DROPS Design svaraði:

Buongiorno Marilena, si certo, alla fine dei diagrammi ricomincia dal primo giro. Buon lavoro!

27.08.2020 - 19:32

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.