Hvernig á að prjóna hundapeysu

Hundum getur líka orðið kalt þegar kalt er úti, svo af hverju ekki að prjóna fallega peysu með köðlum fyrir besta vin þinn? Í þessum skref-fyrir-skref kennsluleiðbeiningum sýnum við þér hvernig á að prjóna hundapeysuna Lookout samkvæmt uppskriftinni DROPS 102-43, úr DROPS Karisma.

Fylgdu leiðbeiningunum og ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu skrifað þær í dálkinn athugasemdir / spurningar og þá munum við aðstoða þig!

Hvað þarftu til að geta byrjað?

Stærð: Í þessum kennsluleiðbeiningum þá gerum við stærð XS og þú sérð að stærðin er merkt með breiðu letri í gegnum allar kennsluleiðbeiningarnar. Sjá allt mynstrið hér.

Stærð:
XS- S - M
Mál á hundi:
Yfirvídd: ca 28/32 – 40/44 – 48/52 cm
Lengd á baki: ca 24– 32 - 40 cm

Dæmi fyrir hundategundir: XS = Chihuahua, S = Bichon Frisé, M = Cocker Spaniel

Efni:
DROPS Karisma frá Garnstudio
100-150-200 g litur nr 21, milligrár

DROPS hringprjónar 4mm, 40 cm að lengd (eða sokkaprjóna fyrir minnstu stærðina XS) – eða þá stærð sem þarf til að fá prjónfestu með; 21 lykkjur x 28 umferðir í sléttprjóni = 10 x 10 cm.

DROPS sokkaprjónar og hringprjónar 3mm

Upplýsingar fyrir mynstur áður en við byrjum...

STROFF: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*
Þegar við skrifum *-* í textanum, þá á að prjóna það sem stendur á milli stjarna og það á að endurtaka það eins oft og stendur í uppskrift.

ÚTAUKNING:
Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

Mynsturteikning

Hér sérðu alla mynsturteikninguna sem er notuð í þessu mynstri. Þú verður að koma til baka og skoða mynsturteikninguna til að geta fylgt uppskriftinni að neðan.

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= Kaðall: Setjið 1 lykkju á hjálparprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið af hjálparprjóni
= Kaðall: Setjið 3 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið, 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt af hjálparprjóni
= Kaðall: Setjið 2 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni
= Kaðall: Setjið 3 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt af hjálparprjóni

Nú byrjum við að prjóna!

Fyrst aðeins meiri upplýsingar: Stykkið er prjónað í hring frá hálsmáli og niður, síðan skiptist stykkið fyrir framfætur, þaðan er prjónað fram og til baka yfir hluta á baki. Síðan er stykkið prjónað undir maga, stykkin eru sett saman og prjónað í hring. Lykkjur undir maga eru felldar af og fellt er af í hvorri hlið í nokkra cm. Endað er á að prjóna stroff í kringum peysuna að neðan og lykkjur eru prjónaðar upp í götum fyrir framfætur þar sem einnig er prjónað stroff.

1)
Fitjið upp 60-80-100 lykkjur á sokkaprjóna 3mm með litnum milligrár

2)
Prjónið stroff í 8-10-12 cm (= kragi sem brotinn er saman tvöfaldur)

3)
Skiptið yfir í stuttan hringprjón 4mm. Prjónið 1 umferð sléttprjón jafnframt því sem aukið er út 16-32-54 jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 76-112-154 lykkjur.

4)
Nú er mynstrið prjónað þannig:

Stærð XS: M.2 (4 lykkjur), 2 lykkjur brugðið, M.2 (4 lykkjur), (= fyrstu 10 lykkjur undir maga), 3 lykkjur brugðið, M.3 (14 lykkjur), M.2 (4 lykkjur), M.1 (24 lykkjur) (= mitt ofan á baki), M.2 (4 lykkjur), M.3 (14 lykkjur) og 3 lykkjur brugðið.

Stærð S: * M.2, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 2 sinnum, M.2, * M.3, M.2 *, endurtakið frá *-* 2 sinnum, M.1 (= mitt ofan á baki), * M.2, M.3 *, endurtakið frá *-* 2 sinnum.

Stærð M: * M.2, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 3 sinnum, M.2, * M.3, M.2 *, endurtakið frá *-* 3 sinnum, M.1 (= mitt ofan á baki), * M.2, M.3 *, endurtakið frá *-* 3 sinnum.

5)
Jafnframt þegar stykkið mælist 12 -16-20 cm (frá uppfitjunarkanti) skiptist stykkið við op fyrir framfætur þannig (reynið að skipta stykkinu þannig að kaðlarnir séu prjónaðir frá réttu): Setjið fyrstu 10-16-22 lykkjur á 1 þráð (= undir maga), snúið stykkinu og haldið áfram með mynstur fram og til baka, fellið af 1 lykkju í hvorri hlið í byrjun á næstu 2 umferðum = 64 -94-130 lykkjur (= bakstykki).

6)
Haldið áfram með mynstur fram og til baka yfir þessar lykkjur í 6 -8-10 cm (stykkið mælist alls 18 -24-30 cm ). Stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu og klippið frá.

7)
Setjið lykkjur á 1 þráð og setjið lykkjur af þræði undir maga til baka yfir á prjóninn.

8)
Fitjið upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið = 12-18-24 lykkjur. Prjónið mynstur áfram fram og til baka með 1 lykkju brugðið í hvorri hlið.

9)
Þegar prjónaðir hafa verið 6-8-10 cm eru allar lykkjur settar inn á sama prjón = 76-112-154 lykkjur, stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

10)
Þegar stykkið mælist alls24-31-38 cm eru felldar af 12-20-28 lykkjur mitt undir maga.

11)
Nú er stykkið prjónað til loka fram og til baka – jafnframt er fellt af í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 1 -1-1 sinni, 2 lykkjur 2-3-4 sinnum, 1 lykkja 2-3-4 sinnum, 2 lykkjur 2-3-4 sinnum og 3 lykkjur 1-1-1 sinni = 32-50-74 lykkjur aftur á prjóni.
Stykkið mælist nú ca 30-39-48 cm.

12)
Frágangur: Setjið þær lykkjur sem eftir eru á stuttan hringprjón 3, prjónið til viðbótar upp lykkjur í kringum affellingarkantinn þannig að það verða ca 84-108-140 lykkjur. Prjónið stroff í 2-3-4 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

13)
Fætur: Prjónið upp ca 36-44-52 lykkjur á sokkaprjóna 3 mm í kringum annað opið fyrir fót.

14)
Prjónið stroff í 2-3-4 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið í kringum hitt opið fyrir fót.

Tilbúið!

Nú er peysan tilbúin. Takk fyrir að fylgja kennsluleiðbeiningum okkar, við vonum að þú hafir haft gaman af og að við fáum að sjá myndir af peysunni þinni . Settu myndir á samfélagsmiðla og notaðu myllumerkið #dropsalong og #thelookoutdogsweater eða sendu okkur á drops gallery þá getum við deilt þeim!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig meiri upplýsingar um mismunandi lykkjur eða aðferðir, þá er hér listi yfir kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem geta komið að gagni: