frá:
495kr
per 50 g
Innihald: 100% Ull
Garnflokkur:
B (20 - 22 lykkjur)
/ 8 ply / DK
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 110 metrar
Mælt með prjónastærð: 4 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 l x 28 umf
Meðhöndlun: Handþvottur, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris.
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: Peru
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 23.HPE.36896), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Daisy er mjúkt garn sem er ekki meðhöndlað til að þola þvott í þvottavél (non superwash), spunnið úr 100% extra fínni merino ull. Ullartrefjarnar sem notaðar eru í þetta garn eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru aðeins þvegnar og ekki meðhöndlaðar með neinni efnameðferð fyrir litun. Þetta eykur náttúrulega eiginleika ullarinnar, gerir trefjunum kleift að anda betur og veitir betri formstöðugleika og áferðargæði.
DROPS Daisy er samanstendur af 4 þráðum sem eru spunnir saman, sem gefur garninu aukna mýkt, skilar sér í fallega afmörkuðum lykkjum sem hentar sérstaklega vel fyrir kaðla, áferðamynstur og perluprjón. Garnið hentar vel fyrir mynstur hönnuð fyrir DROPS Karisma, DROPS Lima, DROPS Cotton Merino og DROPS Merino Extra Fine (garnflokkur B).
Sérstök uppbygging garnsins eru fíngerðar og viðkvæmar trefjar sem gefur flíkinni örlítið viðkvæmt yfirborð sem gerir garnið betur til þess fallið að nota það í fínni flíkur, öfugt við flíkur til útivistar. Það er líka sérstaklega mikilvægt að meðhöndla flíkina rétt: passa að prjóna með réttri prjónfestu - notaðu því þétta prjónfestu frekar en lausa og fylgdu leiðbeiningum um þvott og umhirðu.
Eins og í öllu merino garninu okkar er merino ullin fyrir DROPS Daisy upprunnin frá free-range, mulesing -free dýrum frá Suður-Ameríku.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Handþvottur, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris.
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Corinna wrote:
Liebes Drops-Team, ich suche nach den Unterschieden zwischen Daisy + Merino Extra Fine... und finde eigentlich nur, das Daisy nicht superwash behandelt ist. Meine Frage ist: was für einen Unterschied macht das beim Stricken + beim Tragen des Kleidungsstückes (Weichheit? Haptik? Beständigkeit?) Vielen Dank!!
10.02.2025 - 12:49
Elisa wrote:
Sto cercando un lotto specifico di questo filato: a chi posso chiedere? (Il negozio online di acquisto originario non ne ha più)
29.01.2025 - 15:22DROPS Design answered:
Buonasera Elisa, può provare a contattare gli altri rivenditori DROPS. Buon lavoro!
29.01.2025 kl. 23:12
Diamond wrote:
What’s the difference between Light Lavender & Sweet Orchid? I understand Lavender is discontinued, but still being sold online, so I’d like to know so I can make an informed decision
30.09.2024 - 17:50DROPS Design answered:
Dear Diamond, there is a slightly difference in the colour - feel free to ask your DROPS store, they will help you finding the best matching colour, even per mail or telephone. Happy knitting!
01.10.2024 kl. 10:19
Jennifer N Buczynski wrote:
This yarn is one of the best merino yarns that I have ever tried, super-wash or not. Drops Daisy is very soft, much softer than the Merino Extra Fine that I have also tried and used for a sweater! I recommend this yarn for anyone who is very sensitive to wool yarns. I actually prefer to hand wash my knits over using super-wash. I have not experienced any pilling with this yarn yet, and I will probably buy it again in the future. Lovely yarn!
27.09.2024 - 21:50
Elena wrote:
Love the yarn combinations tab! Please consider combining different colours of the same yarn. I.e. I'd be curious to see how marzipan and off-white or light grey and marzipan look together. Thank you
24.09.2024 - 15:21
Jutta wrote:
Können Sie mir bitte sagen, wie sich das Garn beim Filzen verhält. Mit welcher Nadelstärke sollte ich stricken und wie sehr läuft das Strickstück ein.
20.01.2024 - 18:29DROPS Design answered:
Liebe Jutta, wir haben bis jetzt noch keine Erfahrung dafür, am besten stricken Sie Ihre eigenen Maschenprobe und filtzen Sie sie danach, so wissen Sie genau wie Sie machen können. Viel Spaß beim stricken!
23.01.2024 kl. 13:31
Loredana wrote:
Ho lavorato tanti filati drops e, purtroppo, devo dire che Daisy non è tra i miei preferiti, produce una quantità infinita di pilling, sicuramente sarà dovuto alla struttura non sapere dire, certo non è piacevole indossare un capo e dopo 5 minuti trovare una miriade di pallini.
10.01.2024 - 08:02
Vanessa wrote:
Worin besteht denn der Unterschied der Daisy zur Drops Merino Extra fine? Die Lauflänge ist fast gleich, die Maschenprobe auch beide Garngruppe B Ist ein Garn weicher oder anders versponnen? Wo ist der Unterschied ich möchte einen Kinderpulli stricken und frage mich welches das Geeignetere Garn ist. LG Vanessa
05.12.2023 - 19:33DROPS Design answered:
Liebe Vanessa, Daisy ist keine Superwash Wolle wie Merino Extra Fine und wird mit 4 Fäden versponnen, dh wie Karisma. Viel Spaß beim stricken!
06.12.2023 kl. 09:18
Martina wrote:
Ab wann ist denn die Farbe Salbeigrün 26 wieder verfügbar?
04.11.2023 - 17:35DROPS Design answered:
Liebe Martina, diese Farbe ist bei uns verfügbar, fragen Sie mal direkt Ihr DROPS Händler, dort wird man Ihnen bescheid sagen, wenn sie diese Farbe wieder haben. Viel Spaß beim stricken!
06.11.2023 kl. 09:29
MARTIN wrote:
Bonjour, prévoyez-vous une laine non Superwash comme Daisy mais de catégorie A ? Ce serait si bien ! Merci
16.09.2023 - 09:12
LAETITIA SURIRAY wrote:
Bonjour, combien faut il de pelotes pour un pull femme xxl? Merci
13.09.2023 - 18:09DROPS Design answered:
Bonjour Mme Suriray, tout va dépendre de la forme du pull, de son ampleur, du point utilisé, de la tension, etc..; retrouvez ici tous les modèles de pulls femme du groupe de fils B que vous pouvez également réaliser en Daisy - pensez à utiliser le convertisseur pour calculer la nouvelle quantité pour votre taille. Bon tricot!
14.09.2023 kl. 10:04
Susanne wrote:
Das neue Daisy ist in Pastellfarben gelb, ros und hellblau abgebildet. Welche Farbnummern sind das genau. Wieviel brauche ich bei 3 Farben für einen Blockstreifenpulli in Gr. 42 lang. Danke Susanne
10.09.2023 - 13:53DROPS Design answered:
Liebe Susanne, es sind Farben Nr 06-16-09. Viel Spaß beim stricken!
12.09.2023 kl. 11:51
Katja wrote:
Ich habe Drops sky oder air verstrickt, da diese wirklich nicht kratzt. Ist das bei daisy auch der Fall?
08.09.2023 - 17:11DROPS Design answered:
Liebe Katja, Unser DROPS Daisy ist weich aber jede empfinchkeit ist anders, am besten lassen Sie ich von Ihrem DROPS Händler (auch per E-Mail oder Telefon) beraten. Viel Spaß beim stricken!
11.09.2023 kl. 10:28
Susi wrote:
Mir ist auch nicht klar, was Daisy ohne Superwash für eine Alternative zu Merino Extra Fine sein soll ? Die Vorteile und die Unterschiede werden im Text so nicht klar... Der Unterschied ist nur, daß ich sie nicht in der Maschine waschen kann. Was ja eher ein Nachteil gegenüber Merino Extra Fine ist...
07.09.2023 - 10:53
Sylvie wrote:
Bonjour, Quelle différence entre Daisy et Merinos extra fine ?
30.08.2023 - 23:10DROPS Design answered:
Bonjour Sylvie, DROPS Daisy n'est pas traitée Superwash comme l'est Merino Extra Fine, et elle est filée à partir de 4 fils, comme Karisma. Bon tricot!
31.08.2023 kl. 16:09
Anette wrote:
Glæder mig til at strikke med dette garn. Vides det, hvornår det kommer i handelen?
29.08.2023 - 15:35DROPS Design answered:
Hej Anette. Vi har börjat skicka ut det till våra forhandlere så inom några dagar ska du kunna köpa det. Mvh DROPS Design
30.08.2023 kl. 12:01
Emma wrote:
Such pretty colours!
28.08.2023 - 14:04
Ich liebe die Daysi, das Stricken und auch das Strickbild zeigen ein tolles Ergebnis und sie ist unglaublich weich. Ein kleiner Nachteil: Sie pillt ziemlich.
04.12.2024 - 14:52