frá:
846kr
per 50 g
Innihald: 100% Ull
Garnflokkur:
A (23 - 26 lykkjur)
/ 5 ply / sport
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 175 metrar
Mælt með prjónastærð: 3 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 l x 32 umf
Meðhöndlun: Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Superwash: já
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 25.3.0110), Standard 100, Class I frá INNOVATEXT TEXTILE ENGINEERING AND TESTING, HUNGARY. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).
DROPS Baby Merino er 100% extra fínt merino ullargarn, sem er ofur mjúkt, andar vel og er kláðafrítt – fullkomið fyrir viðkvæma ungbarnahúð. Kaðalspunnið úr mörgum þunnum þráðum, DROPS Baby Merino gefur fallegar, jafnar lykkjur, sem gefur aukin teygjanleika í flíkinni. Þessi uppbygging á garninu gerir að það er mjög mikilvægt að gera rétta prjónfestu á verkefninu þínu, aðeins þéttari prjónfestu en lausari.
DROPS Baby Merino er spunnið úr trefjum frá frjálsum dýrum (free-range, mulesing free) frá Suður Ameriku og er Oeko-Tex Standard 100 gæðavottað. Garnið er einnig superwash meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar; en við þvott á flíkinni þá verður þú að fara varlega og fylgja nákvæmum leiðbeiningum.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Allt superwash meðhöndlaða merino garnið okkar á að þvo í þvottavél á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Að því sögðu, þá eru nokkur ráð til viðbótar sem er vert að hafa í huga þegar kemur að því að þvo þetta garn:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Jessie Figueroa wrote:
En mi país donde puedo comprar Drops baby merino ?.
03.08.2021 - 06:25DROPS Design answered:
Hola Jessie, puedes encontrar bajo este enlace las tiendas con envío internacional: https://www.garnstudio.com/findastore.php?s=w&cid=23
07.08.2021 kl. 10:58
Gail Madden wrote:
I live near Chicago, Illinois. Where can I find this yarn? Thanks
22.07.2021 - 00:57DROPS Design answered:
Dear Mrs Madden, you will find the list of DROPS stores shipping to USA here. Happy knitting!
22.07.2021 kl. 10:19
Leslie J Greeson wrote:
How do I order yarn? I can't figure it out and feel like an idiot! I ordered somewhere else last time and paid more. Also, thank you so much for your beautiful and AVAILABLE patterns. I just love your designs so much. Thanks, Leslie
15.07.2021 - 19:52DROPS Design answered:
Dear Leslie, you will find the list of DROPS stores shipping to USA here. Do not hesitate to contact them for any further information. Happy knitting!
16.07.2021 kl. 08:43
Violetta wrote:
Hej Jag har en babyfilt som är stickad av DROPS Baby Merino Superwash behandlad extra fin merinoull. Jag har tvättat den i 30grader i fint tvättprogram med neutral tvättmedel. Doserade minimalt men tycker nu när jag fått ut filten att den ä väldigt mjuk elastisk, som att den hat töjt ut sig. Jag så då också säga att jag inte har använt sköljmedel. Har jag gjort något fel och blir filten normal igen när den är torr eller har jag förstört den nu? :(
10.07.2021 - 17:08DROPS Design answered:
Hej, vi anbefaler at DROPS Baby Merino på 40grader. Lad den ligge til tørre i de rigtige mål. Prøv det. Fint at du ikke bruger hverken tvättmedel eller sköljmedel :)
14.07.2021 kl. 11:14
LC Fan wrote:
Shipment to Taiwan available? Will there be discount for long term or mass order?
09.07.2021 - 04:23DROPS Design answered:
Dear Fan, you will find the list of DROPS stores shipping worldwide here - do not hesitate to contact them for any further information. Happy knitting!
09.07.2021 kl. 07:26
Deborah wrote:
Is it possible to order your yarns on line to USA or is their on line store that carries them. I'm confused how to order. FYI I love your patterns!!!
02.07.2021 - 21:50DROPS Design answered:
Dear Deborah, here you can find the stores that ship DROPS yarns to the USA: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=17&cid=19
04.07.2021 kl. 16:22
Tone Karlsen wrote:
Er det mulig å få kjøpt flere nøster av Drops Baby Merino mix Col.20 - Dyelot 54947 (strekkodenr. 7071723002841)…..?
01.07.2021 - 09:57DROPS Design answered:
Hei Tone. Vi selger kun kilovis til butikker, men ta kontakt med din butikk / nettbutikk du kjøpte garnet hos, og hør om de har denne innfagingen. Du kan også bruke sosiale medier (f.eks DROPS Workshop) og etterlyse garnet/farge/partinr. Der er det mange forbrukere som hjelper hverandre med etterlysning av garn. mvh DROPS design
05.07.2021 kl. 08:49
Lilja Karlsdóttir wrote:
Mig vantar Drops Baby merino litur no. 23 -- 4 dokkur
25.06.2021 - 18:50DROPS Design answered:
Blessuð Lilja. Á vefsíðunni okkar undir linknum finna verslun getur þú séð DROPS verslanirnar sem selja garnið okkar á Íslandi. Endilega hafðu samband við þær. Gangi þér vel.
28.06.2021 kl. 10:39
Sylvia wrote:
Have you 2 balls minimum of drops baby merino super wash treated, colour 16 dyelot 57601?
24.06.2021 - 15:20DROPS Design answered:
Dear Sylvia, we don't have information on stock nor we sell the yarns directly. You need to check with shops that sell our yarns to get information on a certain colour and dyelot. You can find them in the following link: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=19&cid=
04.07.2021 kl. 16:24
Sylvia wrote:
Have you got colour 16 Dyelot 57601, Drop’s baby merino Uni colour, super wash treated extra for merino wool. 2 balls minimum?
24.06.2021 - 15:18DROPS Design answered:
Dear Sylvia, please ask your favorite DROPS store or one of those shipping to your country - feel also free to ask other knitters in our DROPS Workshop. Happy knitting!
25.06.2021 kl. 07:35
Maureen McClelland wrote:
Do you still ship to Australia.?
21.06.2021 - 10:01DROPS Design answered:
Dear Mrs McClelland, sure, please find the list of DROPS stores shipping worldwide here. Happy knitting!
22.06.2021 kl. 08:20
Maureen McClelland wrote:
Do you still ship to Australia.?
21.06.2021 - 09:25DROPS Design answered:
Dear Maureen. You can check the stores with international shipping in the following link: https://www.garnstudio.com/findastore.php?s=w&cid=23
30.06.2021 kl. 22:46
Herdis Hansen wrote:
Hei Jeg holder på med et strikkeprosjekt og gikk fri for Baby Merino garn, farge 090 ,nummer 3863, er det mulig å få kjøpt dette garnet?
19.06.2021 - 21:47DROPS Design answered:
Hei Herdis. Vi selger bare kilovis til butikker. Men ta kontakt med din butikk / en nettbutikk og hør om de har denne innfargingen. Du finner alle butikker under: Finn en butikk! Ellers så anbefaler jeg deg å bruke diverse sosiale medier for håndarbeid (f.eks DROPS Workshop), der er det mange brukere som hjelper hverandre med etterlysning av garn og partinr. mvh DROPS design
21.06.2021 kl. 09:17
Ling wrote:
Hi there, do you happy to have the baby drops 100% merino wool 4 ply in the off white colour 02, dyelot 55939? Thanks
16.06.2021 - 11:38DROPS Design answered:
Dear Mrs Ling, please contact the different DROPS Stores to ask them, or maybe try asking other knitters in our DROPS Workshop. Happy knitting!
17.06.2021 kl. 08:35
Peggy Mendez wrote:
What is the difference between Baby Merino mix and uni? I ordered some Drops Baby Merino Mix in 38 Olive and am trying to find more to buy (I live in the USA), but don't know if the Uni is the same or not. Please advise.
10.06.2021 - 19:45DROPS Design answered:
Dear Mrs Mendez, the mix colours have mlore different colours on them, so that they are not completely uni color, while the uni color are completely the same color. Happy knitting!
11.06.2021 kl. 09:32
Christine Mühlthaler wrote:
Ich habe die Baby Merino in F.30 für Baby Jacke verstrickt. Den Rücken habe ich bereits fertig, aber das maschenbild ist nicht schön, es sieht leicht verfilzt aus. Ich stricke viel, aber das ist mir noch nie passiert... Was kann ich machen ?
30.05.2021 - 22:35DROPS Design answered:
Liebe Frau Mühlthaler, Ferndiagnose ist etwas schwierig, am besten zeigen Sie Ihrem DROPS Laden Ihr Strickstück - oder auch ein Foto per Mail schicken, dort bekommen Sie Hilfe. Viel Spaß beim stricken!
31.05.2021 kl. 08:55
Anneliese Perinic wrote:
I knitted a cardigan and a vest with Baby Merino fine , 3 mm needles, and washed both in luke warm water by hand drying them flat lying. I am so disappointed that both garment lost completely their shape, sleeves are 10 cm longer, the vest is unwearable. What can I do now?
27.05.2021 - 20:24DROPS Design answered:
Dear Mrs Perinic, Baby Merino can be washed in the machine, remember to follow all advices at the bottom of the page - just above the "comment" section. Should you have any further questions, please contact the store where you bought the yarn.
28.05.2021 kl. 08:30
Homa Phillips wrote:
Hi, How many balls of drops baby merino yarn i need to make a baby blanked, Size 30x36 30x40 ir 34 x 46. Thank you
25.05.2021 - 17:14DROPS Design answered:
Dear Mrs Phillips, this might depend on your tension, pattern worked, etc... you will find our baby blankets worked with Baby Merino here, this might help you. Happy knitting!
26.05.2021 kl. 10:50
Gosia wrote:
I have purchased Baby Merino yarn, no 14 Purple. I am looking to buy, Kid Silk (or any other yarn that would “fluff” the look of the garment), in a colour that will go with my Baby Merino, same/ similar hue. Could you please advice ? Thank you, Gosia.
20.05.2021 - 08:18DROPS Design answered:
Dear Gosia, please contact your favorite DROPS store - even per mail or telephone - they will help you finding the best matching colour. Happy knitting!
20.05.2021 kl. 08:31
Gabriele wrote:
Kann das Baby Merino Garn auch für Socken , also als Sockengarn genutzt werden?
16.05.2021 - 07:50DROPS Design answered:
Liebe Gabriele, ja aber wenn Sie die Socken etwas robuster stricken möchten, benutzen Sie entweder DROPS Fabel oder DROPS Delight. Viel Spaß beim stricken!
17.05.2021 kl. 10:36
Annette Engelbret-Pedersen wrote:
Jeg har nu på et helt nyt nøgle garn stødt på 3 knuder. Der er fortsat en del garn tilbage, så jeg kan da bekymre mig om, hvor mange flere, der kommer. Det er ærgerligt med knuderne - det har jeg ikke oplevet før. Det drejer sig om baby Merino farve 01 parti 52261.
10.05.2021 - 21:11DROPS Design answered:
Hej Annette, Hvis et parti er kørt fejl i spinderiet, så kan der opstå knuder i det parti. Normalt bliver det opdaget hurtigt, og sandsynligeden for at der kommer flere er derfor minimal. Hvis du skulle få for lidt garn pga knuder, så kan du tage kontakt med butikken hvor du har købt garnet, så kan de sende dig et ekstra nøgle fra samme parti. God fornøjelse!
17.05.2021 kl. 13:52
Ani Andersen wrote:
Jeg kan se, at I forventer levering af Baby Merino oliven mix 38 i uge 18. Hvornår forventer I, at jeg kan bestille 9 nøgler?
03.05.2021 - 19:23DROPS Design answered:
Hej Ani, butikkerne bør få farven hjem en eller to uger efter den er kommet på lager. Vælg en butik og sæt dig på kø :)
07.05.2021 kl. 09:00
Johanna N wrote:
Har Drops baby merino nummer 29 utgått? Jag har ett garn med oklart nummer men jag hittade en etikett med nr 29. Färgen är ljus lila nästan åt gråa hållet. Provat beställa nr 25 som var mycket mörkare i färgen.
30.04.2021 - 21:13DROPS Design answered:
Hei Johanna. Ja, farge 29, ljus lavendel er utgått fra vårt sortiment. Om ingen butikker har noe igjen av denne fargen kan du bruke diverse sosiale medier for håndarbeid (f.eks DROPS Workshop), der er det mange brukere som hjelper hverandre med etterlysning av garn, farger og partinr. mvh DROPS design
03.05.2021 kl. 09:10
Leticia Antonio wrote:
What is the difference with uni colour and mix
28.04.2021 - 12:12DROPS Design answered:
Hei Leticia. Uni colour is a "single" colour / clean colour and mix colour have more colour in the yarn. You see it better in a shademap. best regards DROPS design
03.05.2021 kl. 09:04
Linda wrote:
Goedemorgen, ik heb 300 gram Baby Merino garen liggen die ik samen met een ander garen wil gebruiken voor het breien van een damesvest. Het is de bedoeling dat het vest een antracietachtige kleur krijgt. VRAAG: welk garen is geschikt om samen met Baby Merino te breien voor een mooi resultaat, hoeveel garen heb ik nodig voor een vest maat 36-38 en welke naalddikte moet ik aanhouden bij het breien met twee garens. Alvast dank voor uw antwoord
22.04.2021 - 08:16DROPS Design answered:
Dag Linda,
Wanneer je DROPS BabyMerino combineert met een ander garen uit bijvoorbeeld garengroep 1 kom je uit op een dikte overeenkomend met garengroep C. Voor een pluizig karakter zou je het bijvoorbeeld kunnen combineren met Kidsilk. Zie ook deze pagina's voor inspiratie voor het combineren van garens. Je hebt ongeveer naaldnr. 6 nodig als je deze beide combineert.
26.04.2021 kl. 08:42