frá:
1327kr
per 50 g
Innihald: 71% Alpakka, 25% Ull, 4% Polyamide
Garnflokkur:
D (12 - 15 lykkjur)
/ 12 ply / chunky
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 140 metrar
Mælt með prjónastærð: 8 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 12 l x 14 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: Peru
Uppruni hráefnis: Alpakka og ull frá Suður Ameríku, polyamide frá Þýskalandi
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 23.HPE.36896), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Melody er mjúkt gæðagarn framleitt úr ofur fínni alpakka og merino ull. Hlýtt með mohair útliti, fáanlegt í litaskala frá mildum beige lit yfir í gráa tóna, til fallegra rauðra og fjólubláa lita.
Þar sem garnið er svo létt og loftkennt, DROPS Melody er því tilvalið í oversize flíkur sem og fylgihluti. Fljótlegt að prjóna úr með grófum prjónum án þess að stykkið verði of þungt og hægt er að nota það sem aukaþráð með annarri garntegund, það gefur flíkinni auka teygjanleika og mýkt.
DROPS Melody er frábær kostur fyrir mynstur í Garnflokki D og fullkomið að nota í stað DROPS Vienna sem hætt er í framleiðslu.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Allt garn hefur umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu losnað sem ló eða sem hnökur, í mismunandi mæli sem fer eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn ("loðið" garn), eins og DROPS Melody, hefur meira af þessum lausu trefjum en annað garn og fellur því meira af því. Þetta fer auðvitað líka eftir því hvaða flík er borin undir eða yfir flíkina og hvort sú flík togi í garnþræðina. Það er því ekki hægt að forðast algjörlega losun trefja.
Hér að neðan eru nokkrar ábendingar um hvernig eigi að hugsa um flíkur úr burstuðu garni eins og DROPS Melody:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 7.00 mm
Fyrir: 13 l x 15 umf
Eftir: 18 l x 30 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Alice Rogers wrote:
I cant get hold of this yarn at the moment in the UK it is sold out everywhere and has been for the past few weeks. Can you tell me if it is still available and when it will be back in stock in the uk?
05.10.2020 - 11:00DROPS Design answered:
Dar Mrs Rogers, please contact individually each store, only them can answer and let you know when they are intended to have yarn back in stock. Happy knitting!
05.10.2020 kl. 13:19
Vera wrote:
Good day to you! I’m waiting to buy off white and beige colors of Melody in Minsk. But see that delivery week always postpone. Please advise. Thanks!
26.09.2020 - 09:06DROPS Design answered:
Dear Vera, please contact directly your DROPS store, they are the one who can help you; Happy knitting!
28.09.2020 kl. 11:22
Emilie Ellingsen wrote:
Hei! Jeg holder på å strikke en genser i drops melody farge 14 vaniljegul, og har nå 1 og 1/2 arm igjen men mangler ca 2 nøster for å blir ferdig med genseren. Har dere flere garn i farge 14 og parti 7C6534? Dersom dere ikke har nøstet i det partiet, hva kan jeg gjøre da? Vil ikke risikere at resten av genseren min blir i en annen farge. Mvh Emilie Ellingsen
24.09.2020 - 16:33DROPS Design answered:
Hej Emelie. Då får du kontakta våra forhandlere för att se om någon har det partiet igen på lager. Annars finns det flera stickgrupper på Facebook där man kan eftersöka garn med ett visst partinummer. Mvh DROPS Design
25.09.2020 kl. 13:29
Henriette Goa wrote:
Får dere inn garn 13 (rose) inn igjen?
05.09.2020 - 12:41DROPS Design answered:
Hei Henriette. Farge nr. 13 er dessverre utgått fra sortimentet. mvh DROPS design
07.09.2020 kl. 07:00
Sandra wrote:
Kiedy będzie dostępna ponownie w sprzedaży włóczka Melody beż nr 15?
03.09.2020 - 21:58DROPS Design answered:
Witaj Sandro! Musisz pytać w sklepach, które sprzedają włóczki DROPS w Polsce. Pozdrawiamy!
09.09.2020 kl. 19:04
Matilda Ekström Sundberg wrote:
Hej, jag behöver köpa mer av detta garn: Drops Melody i färg nr 13, det står "dyelit" 7B1056, har ni det? Kostnad? Vänligen Matilda
30.06.2020 - 05:56DROPS Design answered:
Hej Matilda. Färg nr 13 har dessvärre utgått ur sortimentet och vi har inget kvar av det på vårt lager. Det du kan göra är att ta kontakt med våra återförsäljare för att se om någon av dem har kvar något av denna färg på lager. Mvh DROPS Design
30.06.2020 kl. 09:20
Svanbjørg Manai wrote:
Jeg vil gerne købe 2 nogler farve nummer 11 af Melody. Hvor kan det køber.? Farven er udgået, så der er meget få butikker, som har farven på lager. Jeg har ingen fundet.
26.06.2020 - 15:39DROPS Design answered:
Hei Svanbjørg. Vi har dessverre ikke oversikt over hver enkelts butikk lagerbeholdning. Du må neste kontakte butikkene, evnt kan du legge ut en forespørsel på sosiale medier. Utrolig hvor mange "strikkere" som hjelper hverandre med manglende garn nøster, fargerparti ol. mvh DROPS design
29.06.2020 kl. 07:27
Marie Françoise BOULANGER wrote:
Bonjour, je souhaiterais savoir combien il me faut de grammes de laine Melody pour remplacer la Drops Sky 600g tricoté en 2 fils ? Le convertisseur ne trouve pas tandis que le model n° ai-133 met qu'il se tricote également F. Merci par avance pour votre réponse. Cordialement
18.06.2020 - 11:36DROPS Design answered:
Bonjour Mme Boulanger, le modèle Perfect Day, ai-133/196-16 se tricote avec soit 4 fils du groupe C (Air par exemple) ou bien 1 fil du groupe F (Polaris). Ni Sky ni Melody ne seront donc des alternatives pour ce modèle. Vous trouverez ici plus d'infos sur les alternatives. Bon tricot!
19.06.2020 kl. 08:09
Stefanie wrote:
Guten Tag, ich finde es sehr unfair, dass wir in Österreich bei mancher Wolle gleich um 2 € mehr bezahlen müssen als die Deutschen. Beim Porto würde ich es mir ja einreden lassen, aber die Ware müsste doch für jeden gleich viel kosten. Bei so viel Ungerechtigkeit werde ich sicher keine Wolle bei Drops kaufen. Schöne Grüße aus Wien Stefanie Onic
16.05.2020 - 22:02DROPS Design answered:
Liebe Stefanie, die Preisfestsetzung ist unterschiedlich je nach jedem Land - deshalb sind die Preisen je nach dem Land unterschiedlich. Hier finden Sie die Liste von DROPS Händlern die nach Österreich senden. Viel Spaß beim stricken!
19.05.2020 kl. 08:33
Pasutto Catherine wrote:
Je voudrais tricoter le modèle Vienna Sun Children avec la laine Melody puisque Vienna n'existe plus. Pourriez vous me dire si c'est une laine qui risque de «gratter» ? Et si oui, quelle autre laine me conseillez vous? D'avance merci!
04.03.2020 - 17:54DROPS Design answered:
Bonjour Mme Pasutto, la sensibilité de chacun/chacune étant différente, nous vous recommandons de contacter votre magasin DROPS qui saura vous conseiller de façon plus personnalisée, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
05.03.2020 kl. 10:48
Joyce Van Der Aa wrote:
Verschrikkelijk gaten om te dragen.. Verliest enorm veel haren..
18.02.2020 - 18:23
Ragnhild Nesset wrote:
Strikker nå av Drops Melody. Et lett og mykt garn. Men det loer veldig. Har dere noe tips om hvordan en skal få det til å slutte å loe?
05.02.2020 - 18:16DROPS Design answered:
Hei Ragnhild. Alle fine langhårede garn vil røyte, spesielt i begynnelsen til all overskuddsfibre er borte. Det vil bli bedre ette en tids bruk. Men bruk en mjuk børste og prøv å børste bort all "løse" fibre. God Fornøyelse!
10.02.2020 kl. 07:37
Laura wrote:
Sto cominciando ad usare i vostri filati e mi trovo bene. volevo sapere cosa significa gruppo D. Mi sono spaventata a leggere un commento di una signora a cui si è ristretto il giacchino, pur lavandolo in acqua fredda. E' così facile che i capi si infeltriscano con il filato Melody o brushed?
15.12.2019 - 21:12DROPS Design answered:
Buongiorno Laura. La lettera indica lo spessore del filato. Consigliamo di lavare il capo finito, soprattutto per le prime volte, a mano. Buon lavoro!
12.01.2020 kl. 12:05
Laura wrote:
Sto cominciando ad usare i vostri filati e mi trovo bene. volevo sapere cosa significa gruppo D. Mi sono spaventata a leggere un commento di una signora a cui si è ristretto il giacchino, pur lavandolo in acqua fredda. E' così facile che i capi si infeltriscano con il filato Melody o brushed?
15.12.2019 - 21:10
Marie wrote:
Schöne Farben und auch gut zum Verstricken. Aber leider ist die Melody extrem fuselig und daher fast nicht tragbar. Im Vergleich dazu fuselt die Brushed Alpaca Silk nur sehr wenig.
22.10.2019 - 17:56
Franciulla wrote:
Bonjour toutes vos laines alpaga sont lavables à là mains ,n’est il pas possible de les laver en machine programmé laine.Le lavage à la main me fait peur.Merci de votre reponse
15.10.2019 - 15:09
Rebekka wrote:
Liebes Drops-Team, ich finde Melody ist ein sehr hübsches Garn … leider wiedermal mit Polyamid-Anteil. Es ist so schade, dass das nicht durch etwas umweltfreundlicheres ersetzt wird. Ich würde mich sehr freuen, wenn der synthetische Zusatzkram aus euren Garnen (ja, es gibt auch viele Garne ohne …) verschwindet. Ist das grundsätzlich angestrebt, oder grundsätzlich nicht in eurem Fokus? Liebe Grüße, Rebekka
11.10.2019 - 13:56
Mari wrote:
How much is needed for a S-size sweater?
02.10.2019 - 00:03DROPS Design answered:
Dear Mari, yarn amount will vary depending on the tension, the shape, the pattern; you will find here some jumpers worked with Melody to inspire you. Happy knitting!
02.10.2019 kl. 08:32
Elisabeth wrote:
I.m from New Zealand but you don't have our country in your lis. So How do I buy the wool I want to get
12.06.2019 - 04:37DROPS Design answered:
Dear Elisabeth, you will find here the list of our DROPS Stores shipping worldwide. Happy knitting!
12.06.2019 kl. 08:05
Maribel wrote:
Con que n° de ganchillo para crochet se puede trabajar?
25.05.2019 - 07:01DROPS Design answered:
Hola Maribel, en principio, el ganchillo recomendado es el de 7 mm. Sin embargo, dependiendo del modelo se puede utilizar un ganchillo más grande o más pequeño.
25.05.2019 kl. 19:44
Castellon wrote:
Tricoter un plaid avec Drops mélody en double fil : pour plus de tenue, avec quel autre fil associer Drops mélody ? Merci !
22.03.2019 - 08:46DROPS Design answered:
Bonjour Mme Castellon, tout dépend du résultat souhaité, et de l'échantillon, etc.. N'hésitez pas à contacter votre magasin DROPS - même par mail ou téléphone - pour toute assistance complémentaire. Bon tricot!
22.03.2019 kl. 09:27
Kirsten wrote:
Hallo. Ist Melody das einzige Garn unter Garn Gruppe D ? Leider flust diese so sehr, dass sie für mich nicht nutzbar ist. Die Garn Gruppe D besteht nur aus Melody, oder kommt demnächst noch neue Wolle ?
27.02.2019 - 19:01DROPS Design answered:
Liebe Kirsten, Melody ist zur Zeit das einzige Garn der Garngruppe D aber hier lesen Sie mehr über alle mögliche Alternative, hier und da haben Sie auch Beispiele. Viel Spaß beim stricken!
28.02.2019 kl. 10:00
Janet Davis wrote:
Please could you produce more yarns equivalent to a UK chunky. Patterns knitted on 6.5 mm needles are very popular in the UK. Andes and Eskimo are too thick. A wool or alpaca/ wool mix yarn of this thickness would be a great addition to the range. Your yarns are such good quality and value for money. I love the new Flora 4 ply so a chunky one soon please.
17.02.2019 - 09:22DROPS Design answered:
Dear Mrs Davis, you can find all our patterns worked with a tension of a group D here - you will find several possible combinations, use our filters to define the number of sts for 10 cm - and read more about alternatives here. Happy knitting!
18.02.2019 kl. 11:21
Sandra wrote:
Gibt es bald neue Farben vom Melodygarn? Danke
02.02.2019 - 15:49DROPS Design answered:
Liebe Sandra, keine neue Farben sind jetzt geplannt aber gerne können Sie Ihre Ideen hier schreiben. Viel Spaß beim stricken!
04.02.2019 kl. 15:07
Dette garnet mister så mye hår at det er umulig å strikke med. Møbler, andre klær og hele huset generelt blir fullt av disse hårene. Har vasket det ferdige produktet, børstet det, hatt det i fryseboksen i 4 døgn men uten hjelp. Har strikket mange plagg med børstet alpakka fra vikinggarn og Sandnes ullvare og har ikke opplevd det samme med det.
11.03.2020 - 08:22