frá:
592kr
per 50 g
Innihald: 100% Ull
Garnflokkur:
A (23 - 26 lykkjur)
/ 5 ply / sport
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 175 metrar
Mælt með prjónastærð: 3 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 l x 32 umf
Meðhöndlun: Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Superwash: já
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 25.3.0110), Standard 100, Class I frá INNOVATEXT TEXTILE ENGINEERING AND TESTING, HUNGARY. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).
DROPS Baby Merino er 100% extra fínt merino ullargarn, sem er ofur mjúkt, andar vel og er kláðafrítt – fullkomið fyrir viðkvæma ungbarnahúð. Kaðalspunnið úr mörgum þunnum þráðum, DROPS Baby Merino gefur fallegar, jafnar lykkjur, sem gefur aukin teygjanleika í flíkinni. Þessi uppbygging á garninu gerir að það er mjög mikilvægt að gera rétta prjónfestu á verkefninu þínu, aðeins þéttari prjónfestu en lausari.
DROPS Baby Merino er spunnið úr trefjum frá frjálsum dýrum (free-range, mulesing free) frá Suður Ameriku og er Oeko-Tex Standard 100 gæðavottað. Garnið er einnig superwash meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar; en við þvott á flíkinni þá verður þú að fara varlega og fylgja nákvæmum leiðbeiningum.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Allt superwash meðhöndlaða merino garnið okkar á að þvo í þvottavél á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Að því sögðu, þá eru nokkur ráð til viðbótar sem er vert að hafa í huga þegar kemur að því að þvo þetta garn:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
NORMA MEDINA wrote:
COMO CONSEGUIR EN PARAGUAY ESTOS HILOS?..TENGO UNA MICROEMPRESA QUE OFRECE PRENDAS ARTESANALES EN TEJIDOS DE HILOS DE LANA PARA NIÑOS,. LA MARCA ES PIECITOS. necesitamos de esta lana.
12.07.2020 - 04:47DROPS Design answered:
Hola Norma. Este es el línk con las tiendas con envíos internacionales: https://www.garnstudio.com/findastore.php?s=w&cid=23. de momento no hay tiendas Drops en Paraguay
26.07.2020 kl. 21:15
Jitka Kouklíková wrote:
Dobrý den, prosím o radu, z jakého důvodu uvádíte, že se má plést na menších jehlicích? U modelů pletené z této vlny uvádíte jehlice c.3. Připadá mi úplet silný. Chci plést svetřík pro novorozeně, je vhodné plést na jehlicích c. 3,5? Děkuji za odpověď Kouklikova
09.07.2020 - 20:39DROPS Design answered:
Dobrý den, Jitko! Naše merino vlny - DROPS Baby Merino, DROPS Big Merino a DROPS Merino Extra Fine - mají úpravu Superwash, což znamená, že jsou odolnější při praní a méně náchylné k plstění, ale tato úprava současně přidává vláknu výrazně na pružnosti. Proto doporučujeme plést pevněji a na menších jehlicích/háčku než u jiné příze stejné síly: příze je velmi pružná a volný úplet by se mohl vytáhnout. Na DROPS Baby Merino proto vezměte jehlice č.2,5 nebo č.3. Hodně zdaru!
09.09.2020 kl. 17:12
Anne-Grete Rakstad Johansen wrote:
Har dere Drops merino extra fine nr 19 innfarging 77148.
07.07.2020 - 16:19DROPS Design answered:
Hei Anne-Grete. Vi sender ikke enkelt nøster til privat personer, kun kilovis til butikker. Ta kontakt med butikken du har kjøpt garnet hos og hør om de kan hjelpe deg. Eller evnt bruk de ulike gruppene på sosiale medier, der er det mange som hjelper hverandre med etterlysning av garn/partinr. mvh DROPS design
13.07.2020 kl. 07:51
Malene Mathiesen wrote:
Er jeres merinould mulesingfri?
07.07.2020 - 14:41DROPS Design answered:
Hei Malene. Ja, det er det. mvh DROPS design
13.07.2020 kl. 07:49
Marie Zdražilová wrote:
Dobrý den, chybí mi 6 pradenek baby merino barva 16 (červená), v nabídce je uvedono "dostupné ve velkoskladu". Je možné u vás chybějící přízí objednat? S první objednávkou nebyly potíže Děkuji Zdražilová
01.07.2020 - 18:06DROPS Design answered:
Dobrý den, paní Zdražilová, pro objednávku příze kontaktujte, prosím, přímo svého prodejce. Hezký den!
31.10.2020 kl. 17:20
Mireille Dumoulin wrote:
Ou puis je trouvé un magasin dans le département de l´Aude ou en Ariège .Ou je passe mes vacances d´été. merci. Salutations
26.06.2020 - 15:31DROPS Design answered:
Bonjour Mme Dumoulin, vous trouverez ici la liste des magasins DROPS - vous pouvez les trier par ville ou code postal en cliquant sur ce menu. Bon tricot!
26.06.2020 kl. 15:48
Maggie Duncan wrote:
Can I buy this yarn in Australia? Do you have a retailer?
21.06.2020 - 04:24DROPS Design answered:
Dear Mrs Duncan, you can sure, you will find the list of DROPS stores shipping worldwide here. Happy knitting!
22.06.2020 kl. 09:10
Sally Payne wrote:
Hello, Please could you tell me how many microns thick the individual fibres of your baby merino yarn is? Do all your merino yarns use the same quality fibres? Thank you
16.06.2020 - 10:18DROPS Design answered:
Hi Sally. It is 19,5 micron in all of our merino yarns. Happy knitting!
17.06.2020 kl. 13:09
Kelly Edmondson wrote:
I was looking for the EN71-3:2019 certificate for drops baby merino wool. Where can i purchase it please. I would like it as i am a toymaker and need it to ce my product
14.06.2020 - 22:57DROPS Design answered:
Dear Mrs Edmondson, our merino yarns have only the Oeko-Tex certification - see certificate number under shadecard and read more on oeko-tex website. Happy knitting!
15.06.2020 kl. 10:36
Annette Briggs wrote:
Can this wool be used on a Dk pattern- I am new to this
12.06.2020 - 10:57DROPS Design answered:
Dear Mrs Briggs, DROPS Merino Extra Fine should be a better alternative. Remember your DROPS store will assist you choosing the right yarn, even per mail or telephone. Happy knitting!
15.06.2020 kl. 10:18
Bernasconi wrote:
Guten tag ich finde die fragen und bewertungen der kundinnen nicht mehr. wurden sie entfernt? ich fand es immer sehr hilfreich, bei den verschiedenen garnen die kommentare zu lesen. mit freundlichen grüssen yvonne bernasconi
07.06.2020 - 11:05DROPS Design answered:
Liebe Frau Bernasconi, die können Sie immer unter Oder klicken Sie hier, um alle zu diesem Garn gestellten Fragen samt Antworten zu sehen. finden. Viel Spaß beim stricken!
08.06.2020 kl. 09:39
Geraldine Waelkens wrote:
Is het mogelijk een staal te krijgen van de verschillende kleuren? Wolkleuren kiezen op een scherm is uiterst moeilijk, en er zijn niet veel fysieke winkels die deze wol verkopen.
04.06.2020 - 21:41DROPS Design answered:
Dag Geraldine,
Helaas hebben we geen stalen die we op kunnen sturen. Je kunt altijd je online winkel vragen om een aantal bollen te sturen, die dan terug kunt sturen, nadat je een keuze hebt gemaakt.
17.06.2020 kl. 19:02
Marianne Brütsch wrote:
Sehr geehrte Damen und Herren - für mich kommt nur mulesingfreie Merinowolle zum stricken in Frage. Können Sie mir mit Sicherheit sagen ob bei dieser Wolle auf das tierquälerische Mulesing verzichtet wurde oder nicht? Besten Dank für Ihre baldige Antwort - freundliche Grüsse, Marianne Brütsch, 9450 Altstätten
21.05.2020 - 13:27DROPS Design answered:
Liebe Frau Brütsch, hier lesen Sie mehr über unsere Merinowolle. Viel Spaß beim stricken!
22.05.2020 kl. 10:39
Maria Teresa Mua wrote:
Potrei vedere i colori a disposizione perché dalla figura non si riesce a capire se è un unico colore che si può acquistare o se invece sono più colori che compongono il Kit . Grazie
17.05.2020 - 19:08DROPS Design answered:
Buongiorno Maria Teresa, a quale foto fa riferimento? non esistono kit per questo filato, può scegliere il colore e la quantità che desidera, acquistando dai nostri rivenditori. Buon lavoro!
18.05.2020 kl. 14:31
Hjordis Leosdottir wrote:
Mig sár vantar 1 dokku af hvítu DROPS Baby Merino 40583 búin að kaupa í 4 Prinsateppi og vantar aðeins uppá keypti allt garnið í Freystingasjoppunni en þar er ekki meira til vona að þetta sé til einhversstaðar kveðjur K. Hjördís Leósdóttir
10.05.2020 - 14:18DROPS Design answered:
Blessuð Hjördís. Á síðunni okkar finnur þú dálk undir finna verslun þar sem þú getur séð allar verslanir sem selja DROPS garn á Íslandi. Gangi þér vel.
11.05.2020 kl. 10:06
Lea Marie Krona wrote:
Hei! Jeg vurderer å strikke noe i drops baby merino, men har et spørsmål angående merinoullen deres. Det står at ullen kommer fra frittgående dyr i Sør-Amerika. Betyr dette at jeg kan være sikker på at jeg ikke støtter mulesing når jeg handler fra dere? Hilsen Lea Marie Krona
29.04.2020 - 22:56DROPS Design answered:
Hei Lea Marie. Vi bruker ikke ull som kommer fra dyr som har blitt utsatt for mulesting. Så du kan fint kjøpe DROPS Baby Merino. God Fornøyelse!
04.05.2020 kl. 06:56
Caroline RIGNAULT wrote:
Bonjour, je suis bien embêté, voilà les prix de la très bonne laine que vous fabriquez, ont beaucoup augmenter, vous avez fait des promotions, mais il n'y a pas du tout de stok, je suis vraiment déçu
21.04.2020 - 19:02DROPS Design answered:
Bonjour Mme Rignault, nous vous invitons à contacter votre ou un des autres magasins DROPS, eux seuls pourront vous dire quand ils recevront du réassort. Bon tricot!
22.04.2020 kl. 08:40
Moreno wrote:
Je voudrais commander de la laine mais les couleurs n'apparaissent pas pour cliquer dessus , est ce que ça ne marche pas ?
15.04.2020 - 18:21DROPS Design answered:
Bonjour Mme Moreno, pour toute aide à passer commande, merci de bien vouloir contacte directement votre magasin DROPS, eux seuls pourront vous donner les informations sur les couleurs qu'ils ont en stock. Bon tricot!
16.04.2020 kl. 10:25
Patti wrote:
Hello I would like to make the cable snooze for a baby . I would like to use berent yarn, what sub weight could I use?> and how much yardage? thank you
15.04.2020 - 05:43DROPS Design answered:
Dear Patti, We are able to provide free patterns thanks to our yarns sold throughout the world. You will therefore understand that we can only recomand you to contact your DROPS Store for any further help & assistance. Thank you for your comprehension.
15.04.2020 kl. 08:38
Patti wrote:
I used berent yarn a lot. what weight is this yarn so I may sub it> how many yards would I need ? thank you
15.04.2020 - 05:40
Hanne Rix wrote:
På stort billede om Drops Baby Marino med en mørke blå og en lyseblå - der vil jeg gerne vide hvilken farve den lyseblå er? Er det mix 37 lys lavendel? På forhånd tak.
14.04.2020 - 09:33DROPS Design answered:
Hei Hanne. Ja, det er det. DROPS Baby Merino, lys lavendel mix 37. mvh DROPS design
16.04.2020 kl. 07:27
Cresta Cadia wrote:
1 kg di lana merinos bevi celeste chiaro
02.04.2020 - 17:10
Cadia Cresta wrote:
Mi occorre lana merinos bebi 1 kg celeste chiaro
02.04.2020 - 17:08DROPS Design answered:
Buongiorno Sig.ra Cadia. A questa pagina trova l’elenco dei rivenditori Drops italiani. Può verificare la disponibilità del filato che le occorre e contattarli per la consegna. Buon lavoro!
08.04.2020 kl. 11:07
Anna wrote:
Ich suche ein Garn, aus dem ich gut wärmende Fingerhandschuhe stricken kann. Eignet sich dieses Garn dafür? Vielen Dank im Voraus für die Antwort.
31.03.2020 - 12:48DROPS Design answered:
Liebe Anna, hier finden Sie unsere Anleitung für solche Modellen, damit können Sie sich inspirieren - Ihr DROPS Laden wird Ihnen mit noch mehr Individuellen Tips weiterhelfen bzw empfehlen, jenach Ihren Forderungen. Viel Spaß beim stricken!
31.03.2020 kl. 13:58
Ik zou graag nog andere kleuren hebben bij Drops Baby Merino zoals Sunday wol van Sandness Garn in de kleuren 2543 (bruine suiker) 2123 strogeel
21.06.2020 - 14:44