Hvernig á að prjóna skuggaprjón

Keywords: áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig prjóna á skuggaprjón. Skuggaprjón er einföld prjónaðferð sem gefur skemmtilega áferð. Prjónað er með 2 mismunandi litum, andstæðir litir eru áhrifaríkastir. Prjónaðar eru tvær umferðir með hvorum lit. Frá réttu eru allar lykkjur prjónaðar slétt, frá röngu er skipt á milli slétt og brugðið eftir því hvernig mynstur þú vilt gera. Mynstrið kemur fram með því að þú færð dökkan hluta með garðaprjóni í ljósu einingunni og ljósan hluta með garðaprjóni í dökku einingunni. Í þessu myndbandi prjónum við einfalt mynstur. Við prjónum 10 slétt, 10 brugðnar með ljósa litnum og 10 brugðnar, 10 slétt með dökka litnum. Horfa verður á stykkið frá sérstöku sjónarhorni til að mynstrið verði sýnilegt. Þegar stykkið hreyfist myndast skugga áferð og mynstrið skiptir um útlit eftir því hvernig það hreyfist. Í myndbandinu prjónum við þannig:
UMFERÐ 1: Prjónið allar lykkjur slétt með dökka litnum.
UMFERÐ 2: Prjónið 10 lykkjur slétt, 10 lykkjur brugðnar með dökka litnum.
UMFERÐ 3: Prjónið allar lykkjur slétt með ljósa litum.
UMFERÐ 4: Prjónið 10 lykkjur brugðnar, 10 lykkjur slétt með ljósa litnum.
Endurtakið umferð 1-4.

Athugasemdir (6)

Shirley Van 't Hul wrote:

Goede uitleg

06.08.2022 - 22:47

Chrabi wrote:

Gut erklärt! Danke, wie zeichne ich ein Muster auf Papier? Es wird länger, aber mit der Breite klappt es nicht!!! Kann mir das jemand erklären bitte!!

04.02.2022 - 19:28

Chrissi wrote:

Endlich habe ich es begriffen! Danke für die tolle Anleitung!

27.02.2020 - 13:37

Ingelore wrote:

Super geschrieben.

14.01.2020 - 22:19

Christa wrote:

Super Anleitung.

07.07.2019 - 09:26

Andrea Hrólfsdóttir wrote:

Finnast uppskriftir á íslensku með þessu prjóni ?

19.01.2017 - 00:09

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.