
Hvernig á að fækka lykkjum í laskalínu frá réttu - fram og til baka
Tags: jól, laskaúrtaka, peysur,
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum lykkjum í laskalínu frá réttu, fram og til baka.
Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt saman og 1 kantlykkja í garðaprjóni (= 1 lykkja færri). Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.
Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.
Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.
Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!
Athugasemdir (2)
Suhair
06.12.2019 - 18:46:
I love it
I am unsure how to decrease on the raglan sleeve and use the diagram of decreasing simultaneously. The pattern is Nordic Summer by DROPS Design. It is a sweater with a round yoke. Please send me a tutorial/video if one is available or advise me, please. Thank you.