Hvernig á að hekla glasamottu

Keywords: borðbúnaður, eldhús, hringur, lykkja, rendur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum glasamottu. Við höfum nú þegar heklað hring með hálfum stuðlum þannig: Heklið 4 loftlykkjur í Litur 1 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur (= 1 hálfur stuðull), 9 hálfir stuðlar um loftlykkjuhringinn, endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 10 hálfir stuðlar.
UMFERÐ 2: Heklið 2 loftlykkjur (= 1 hálfur stuðull), 1 hálfur stuðull í sömu lykkju, 2 hálfir stuðlar í hverja lykkju umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 20 hálfir stuðlar.
UMFERÐ 3: Heklið 2 loftlykkjur (= * 1 hálfur stuðull), 1 hálfur stuðull í sömu lykkju, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 30 hálfir stuðlar. Einnig er hægt að hekla aðrar lykkjur en hálfa stuðla, t.d. fastalykkjur og stuðla. Við byrjum myndbandið frá umferð 4.
UMFERÐ 4: Heklið 5 loftlykkjur, dragið í síðustu loftlykkjuna þannig að hún verði löng. Sleppið niður lykkjunni, stingið heklunálinni í næstu lykkju, sækið nýja litinn (Litur 2) og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna. Heklið 5 loftlykkjur, dragið í síðustu loftlykkjuna þannig að hún verði löng. Sleppið lykkjunni niður og stingið heklunálinni í fyrstu löngu loftlykkjuna (Litur 1), herðið að lykkjunni, hoppið yfir loftlykkjuröðina í Litur 2 og heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju, 5 loftlykkjur, * dragið í síðustu loftlykkjuna þannig að hún verði löng. Sleppið niður lykkjunni og stingið heklunálinni í aðra löngu loftlykkjuna (Litur 2), herðið að lykkjunni, hoppið yfir loftlykkjuröðina í Litur 1 og heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju, 5 loftlykkjur, dragið í síðustu loftlykkjuna þannig að hún verði löng. Sleppið niður lykkjunni og stingið heklunálinni í aðra löngu loftlykkjuna (Litur 1), herðið að lykkjunni, hoppið yfir loftlykkjuröð í Litur 2 og heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir. Sleppið niður lykkjunni og stingið heklunálinni inn í aðra löngu loftlykkjuna (Litur 1), herðið að lykkjunni, hoppið yfir loftlykkjuröðina í Litur 2 og heklið 1 keðjulykkju í síðustu lykkju lykkjuna, klippið frá (Litur 1). Stingið heklunálinni í aðra löngu loftlykkjuna (Litur 2), herðið að lykkjunni, hoppið yfir loftlykkjuröð í Litur 1 og stingið heklunálinni aftan í keðjulykkjuna í byrjun á umferð (sami litur), brjótið aftur á bak loftlykkjubogana, bregðið bandi um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna. Stingið heklunálinni aftan í og sækið þráðinn, festið þráðinn á bakhlið. Festið alla enda.
Með lykkju: Heklið frá *-*: 1 keðjulykkju í síðustu lykkju, 20 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í sömu lykkju, klippið þráðinn frá (Litur 1). Stingið heklunálinni í aðra löngu loftlykkjuna (Litur 2), herðið að lykkjunni, hoppið yfir loftlykkju lykkju í Litur 1 og stingið heklunálinni aftan í keðjulykkjuna í byrjun á umferð (sami litur), brjótið aftur á bak loftlykkjubogana, bregðið bandi um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Klippið þráðinn frá og dragið í gegnum lykkjuna. Stingið heklunálinni aftan í og sækið þráðinn, festið þráðinn á bakhlið. Festið alla enda. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow, en litlu glasamotturnar eru heklaðar úr DROPS Muskat (heklunál nr 4).

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.