Hvernig á að hekla jólasveina í DROPS Extra 0-1411

Keywords: jól,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum jólasveina barn í DROPS Extra 0-1411. Við sýnum byrjun (hring), 1., 2. og 3 umferð, eftir það sýnum við byrjun og lok 12. og 13. umferðar með litaskiptum og svo byrjun og lok á 18. umferð. Við heklum til og með 20. umferð (jólasveina barn), munið að það er mismunandi ending á jólasveina barni, jólasveina mömmu og jólasveina pabba. Eftir það sýnum við hvernig við heklum hárið niður í 11. umferð (byrjun og lok á umferð). Í 16. umferð er einnig heklaður blúndukantur (jólasveina mamma og jólasveina barn) eða skegg (jólasveina pabbi) eins og hárið. Svo sýnum við hvernig dúskurinn og augun eru hekluð. Þessir jólasveinar eru heklaðir úr DROPS Baby Merino, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.