DROPS Extra / 0-1411

The Santa Bunch by DROPS Design

Heklaðir jólasveinar fyrir jólin. Stykkið er heklað úr DROPS Baby Merino.

Leitarorð: jól, jólaskraut, Jólasveinn,

DROPS Design: Mynstur bm-044
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------

JÓLASVEINAKALL:
Mál: Hæð: ca 15 cm
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 16, rauður
50 g litur 02, natur
50 g litur 23, ljós beige
+ afgangur af lit 20, mörk grár

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 stuðlar og 19,5 umferðir með áferð (1 umferð með áferð = 1 umferð með stuðlum + 1 umferð með fastalykkjum) verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

FYLGIHLUTIR: Vatt til fyllingar ef fylla á upp í jólasveininn.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINAKELLING:
Mál: Hæð: ca 15 cm
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 16, rauður
50 g litur 02, natur
50 g litur 23, ljós beige
+ afgangur af lit 20, mörk grár

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 stuðlar og 19,5 umferðir með áferð (1 umferð með áferð = 1 umferð með stuðlum + 1 umferð með fastalykkjum) verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

FYLGIHLUTIR: Vatt til fyllingar ef fylla á upp í jólasveininn.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINABARN:
Mál: Hæð: ca 13 cm
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 16, rauður
50 g litur 02, natur
50 g litur 23, ljós beige
+ afgangur af lit 20, mörk grár

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 stuðlar og 19,5 umferðir með áferð (1 umferð með áferð = 1 umferð með stuðlum + 1 umferð með fastalykkjum) verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

FYLGIHLUTIR: Vatt til fyllingar ef fylla á upp í jólasveininn.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6732kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsta fastalykkja í umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
Fyrsti stuðull í umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Endið umferð með 1 keðjulykkju í þriðju loftlykkju.

LITASKIPTI:
Til þess að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan hekluð þannig: Stingið heklunálinni í fyrstu loftlykkju frá byrjun á umferð, sækið nýja þráðinn, bregðið bandinu um heklunálina með nýja litnum og dragið í gegnum lykkjuna á heklunálinni.

7 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN:
Heklið 6 tvíbrugðna stuðla í fyrstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í hvern og einn af þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í sömu lykkju og dragið að lokum síðasta uppsláttinn í gegnum allar 8 lykkjurnar á heklunálinni.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINAKALL:
Stykkið er heklað ofan frá og niður. Síðan er heklað hár, skegg, dúskur og augu.
Hægt er að fylla kallinn upp með vatti ef óskað er eftir því. Þá er heklaður botn eins og útskýrt er að neðan. Fyllið kallinn með vatti og heklið botninn á stykkinu.

BÚKUR:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3 og rauðum og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

UMFERÐ 1: Heklið 8 fastalykkjur um hringinn – lesið LEIÐBEININGAR.
UMFERÐ 2: * 1 stuðull í fyrstu fastalykkju, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 12 stuðlar.
UMFERÐ 3: * 1 fastalykkja í hverja og eina af 2 fyrstu/næstu stuðlum, 2 fastalykkjur í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 16 fastalykkjur.
UMFERÐ 4: * 1 stuðull í hverja og eina af 3 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 20 stuðlar.
UMFERÐ 5: Heklið 1 fastalykkjur í hvern stuðul = 20 fastalykkjur.
UMFERÐ 6: * 1 stuðul í hverja og eina af 4 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 24 stuðlar.
UMFERÐ 7: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 24 fastalykkjur.
UMFERÐ 8: * 1 stuðull í hverja og eina af 5 fyrstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 28 stuðlar.
UMFERÐ 9: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 28 fastalykkjur.
UMFERÐ 10: * 1 stuðul í hverja og eina af 6 fyrstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 32 stuðlar.
UMFERÐ 11: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 32 fastalykkjur.
UMFERÐ 12: * Heklið 4 loftlykkjur, hoppið yfir 3 fastalykkjur, heklið 1 keðjulykkju í aftari lykkjubogann á næstu fastalykkju * heklið frá *-* umferðina hringinn = 8 loftlykkjubogar. LESIÐ LITASKIPTI og skiptið yfir í ljós beige fyrir næstu umferð.
UMFERÐ 13: Heklið keðjulykkjur í fyrsta bogann, heklið 5 stuðla um hvern boga = 40 stuðlar.
UMFERÐ 14: Heklið 1 fastalykkjur í hvern stuðul = 40 fastalykkjur.
UMFERÐ 15: * 1 stuðul í hverja og eina af 9 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 44 stuðlar.
UMFERÐ 16: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 44 fastalykkjur.
UMFERÐ 17: * Heklið 4 loftlykkjur, hoppið yfir 3 fastalykkjur, heklið 1 keðjulykkju í aftari lykkjubogann á næstu fastalykkju * heklið frá *-* umferðina hringinn = 11 loftlykkjubogar. Skiptið yfir í rauðan fyrir næstu umferð.
UMFERÐ 18: Heklið keðjulykkjur að fyrsta boga, * heklið 4 stuðla um fyrsta boga, 4 stuðla um næsta boga, 5 stuðlar um næsta boga *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 4 stuðla um næsta boga og 5 stuðla um næsta boga = 48 stuðlar.
UMFERÐ 19: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 48 fastalykkjur.
UMFERÐ 20: * 1 stuðull í hverja og eina af 11 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 52 stuðlar.
UMFERÐ 21: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 52 fastalykkjur.
UMFERÐ 22: * 1 stuðull í hverja og eina af 12 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 56 stuðlar.
UMFERÐ 23: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul = 56 fastalykkjur.
UMFERÐ 24: * 1 stuðull í hverja og eina af 13 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 60 stuðlar. Klippið frá og festið enda.

DÚSKUR:
Heklið 5 loftlykkjur (meðtaldar 4 loftlykkjur til að snúa við). Heklið 7 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN – sjá útskýringu að ofan, í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Klippið frá. Dragið báða endana í gegnum opið á toppnum á jólasveininum og festið endana á röngu á stykkinu.

HÁR:
Hárið er heklað í síðustu umferð með fastalykkjum á undan rauðu bogunum (þ.e.a.s. í 11. umferð). Heklið með natur með heklunál 3 þannig:
Heklið 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkjuna, * hoppið yfir 1 fastalykkju, heklið 3 stuðla, 3 loftlykkjur, 3 stuðla í næstu fastalykkju, hoppið yfir 1 fastalykkju, heklið 1 keðjulykkju í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu keðjulykkju í umferð. Klippið frá og festið enda.

SKEGG:
Skeggið er heklað alveg eins og hárið. Heklað er með natur, en það er heklað í umferð með fastalykkjum á undan bogum með ljós beige (þ.e.a.s. í 16. umferð).

AUGA:
Heklið 3 loftlykkjur (meðtaldar 2 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 3 með afgang af dökk gráum. Heklið 5 hálfa stuðla í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Skiptið yfir í natur. Snúið stykkinu og heklið 1 keðjulykkju í hvern og einn af 5 hálfum stuðlum, síðan er heklað með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð.
Klippið frá og heklið annað auga alveg eins. Saumið augun framan á jólasveininum með smáum ósýnilegum sporum. Staðsetjið eitt auga yfir stuðlahóp frá skeggi, það á að vera 1 stuðlahópur á milli augna.

BOTN:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3 með rauðum og tengið saman í hring með keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 12 fastalykkjur um hringinn – lesið HEKLLEIÐBEININGAR.
UMFERÐ 2: Heklið 2 stuðla í hverja fastalykkju = 24 stuðlar.
UMFERÐ 3: * 1 fastalykkja í fyrsta/næsta stuðul, 2 fastalykkjur í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 36 fastalykkjur.
UMFERÐ 4: * 1 stuðull í hverja og eina af 2 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 48 stuðlar.
UMFERÐ 5: * 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 fyrstu/næstu stuðlum, 2 fastalykkjur í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 60 fastalykkjur.
Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Fyllið stykkið með vatti. Leggið botninn að jólasveininum og heklið saman með rauðum og 1 fastalykkju í gegnum lykkju frá báðum stykkjum. Klippið frá og festið enda.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINAKELLING:
Heklið alveg eins og jólasveinakall, en endið kellinguna eftir 21. umferð = 52 fastalykkjur.
Í 16. umferð á kellingunni er heklaður kantur með horni alveg eins og í skeggi á kallinum, en það er heklað með rauðum. Heklið síðan kantinn með horni neðst niðri í kringum kellinguna með rauðum þannig: 1 keðjulykkja í fyrstu lykkju, * hoppið yfir 1 fastalykkju, 3 stuðlar + 3 loftlykkjur + 3 stuðlar í næstu fastalykkju, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 keðjulykkja í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í keðjulykkju í byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda.
Heklið dúsk, hár og augu alveg eins og á kallinum.

BOTN:
Heklið UMFERÐ 1-4 alveg eins og á kallinum, síðan er heklað þannig:
UMFERÐ 5: * 1 fastalykkja í hvern og einn af 11 fyrstu/næstu stuðlum, 2 fastalykkjur í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 52 fastalykkjur.
Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Fyllið stykkið með vatti. Leggið botninn að 21. umferð í kellingu (= 52 fastalykkjur) og heklið saman með rauðum og 1 fastalykkju í gegnum lykkju frá báðum stykkjum. Klippið frá og festið enda.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINABARN:
Heklið alveg eins og á kallinum, en endið eftir 20. umferð = 52 stuðlar.
Heklið dúsk, hár og augu alveg eins og á kallinum. Heklið síðan kant með horni í 16. umferð með rauðum alveg eins og á kellingunni. Klippið frá og festið enda.

BOTN:
Heklið alveg eins og á jólasveinakellingu.

FRÁGANGUR:
Fyllið stykkið með vatti. Leggið botninn að jólasveinabarninu og heklið saman með rauðum og 1 fastalykkju í gegnum lykkju frá báðum stykkjum. Klippið frá og festið enda.

Nathalie 10.12.2018 - 07:19:

Bonjour Je suis Débutante au crochet et je bloque au niveau des cheveux pour le père Noël : Une fois que j'ai fait ma mc dans la 1ere maille est-ce que je dois faire 4ml avant de sauter la 2ème maille et piquer dans la 3ème J'ai du mal à comprendre comment passer de la mc à la 3ème maille pour faire les doubles brides Merci

DROPS Design 10.12.2018 kl. 10:16:

Bonjour Nathalie, pour les cheveux, joignez le fil naturel dans le dernier tour de mailles serrées avant les arceaux avec 1 maille coulée dans la 1ère maille serrée, et répétez ensuite de *-* comme indiqué. La maille coulée va permettre d'attacher le fil au personnage. Bon crochet!

Monika Opočenská 19.12.2017 - 19:56:

Dobrý den, moc děkuji za skvělé překlady a přeju paní Hano krásné svátky a šťastný nový rok. Ještě mám dotaz k ceně příze uvedené u návodu. Není to nějak moc za 3 Santy? :-) Monika Opčenská

DROPS Design 21.12.2017 kl. 00:21:

Dobrý den, Moniko, díky za milý komentář i přání. K ceně příze u návodu: program je nastaven tak, aby počítal každé uvedené klubíčko - u každé ze 3 figurek jsou vždy 3 klubíčka + zbytek, tedy 3 x 3 = 9 klubek po 88 Kč... a z toho vyjde ta závratná suma, která v praxi tak velká samozřejmě není (protože celková spotřeba na Santí rodinku bude menší než 9 klubek). Každopádně ale díky za připomínku - předám dál, je to zbytečně matoucí. Krásně propletené svátky! Hana

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1411

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.